Ekki stjórnhæfur flokkur.

 

"tóku þingmennirnir þrír ákvörðun um hjásetu sína á hádegisfundi þar sem sátu auk þingmannanna þriggja þau Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna (er í barneignarleyfi), og Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra"

Samkvæmt þessu er VG ekki stjórnhæfur stjórnmálaflokkur og ef þingmenn vilja vinna með þessum hætti er ljóst að það þarf að mynda nýja ríkisstjórn sem inniber þingmenn sem vilja vinna saman að þeim gríðarlegu verkefnum sem fyrir liggja. VG liðið heldur ekki þegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir og allir sjá sem vilja og vilja viðurkenna að þingflokkur VG er klofinn í herðar niður og formaður hans er stunginn í bakið aftur og aftur...og þeim finnst það bara í góðu lagi.

Sérstaklega alvarlegt er að þarna eru tveir ráðherrar sem sýna með þessu að þeir víla ekki fyrir sér að ástunda tvöfalt líferni þegar kemur að stjórnmálum.

 


mbl.is Samráð um hjásetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er formaðurinn stungin í bakið ef fólk er ekki sammála henni? Ef formaðurinn er lasin í höfðinu og engin þorir að segja henni það, verður útkoman á þennan hátt. Jóhanna á að leita sér hjálpar og vera ekki að vasast í málum sem fullorðnir eiga að sjá um...

Óskar Arnórsson, 20.12.2010 kl. 07:09

2 identicon

EKki veit ég úr hvaða holu þú ert að skríða Óskar, en svona for your information:

a) Jóhanna Sigurðardóttir er ekki formaður VG

b) "Fullorðnir" vísar væntanlega til reyndustu stjórnmálamannanna í hópnum, hmmm hver skildi það vera?

c) "Fólk er ekki sammála henni" - Það er samsteypustjórn tveggja flokka við stjórnvölinn sem þýðir að báðir flokkar gera málamiðlanir og starfa samkvæmt samþykktum stjórnarsáttmála. Þingmenn sem ekki geta gert málamiðlanir eiga að bjóða sig fram á eigin forsendum en ekki svindla sér inn á þing í nafni flokks sem þau hafa engan áhuga á að styðja í ríkisstjórnarsamstarfi.

Garðar (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 08:21

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Johanna hefur tekið sér réttinn að vera formaður allra flokka. Þegar hver sem er reynir að mótmæla þeirri helstefnu sem hún í veikindum sínum stendur fyrir, er verið að mótmæla henni. Hún er flokkurinn og akkúrat núna ALLIR flokkar. Ég hefði auðvitað átt að vera nákvæmari þegar maður kommenterar "fliokk skilningsvana".

"Þingmenn sem ekki geta gert málamiðlanir eiga að bjóða sig fram á eigin forsendum en ekki svindla sér inn á þing í nafni flokks sem þau hafa engan áhuga á að styðja í ríkisstjórnarsamstarfi."

Það er ekki nóg að hafa vit á stjórnmálum. Maður þarf að hafa vit á lýðræði líka. Um það snýst málið. Keppnin um hver getur ruglað mest og kjaftað hæst er fólk búið að fá leið á fyrir löngu. Þessu "samsteypustjórn" er ein mesta Þvæla sem upp hefur komið í íslenskum stjórnmálum fyrr og síðar. Hafi enhver logið sig inn á þing, þá er það Steingrímur formaður að nafninu til fyrir VG og Jóhanna formaður allra flokka á Íslandi sem hún hefur tekið sér án stærri mótmæla þangað til kanski núna.

Og tal um tvöfeldni ráðherra sem sitja hjá, er bara kjaftæði. Allur þingheimur ætti að rísa upp og setja stopp fyrir núverandi Ríkisstjórn.

"Fullorðnir" er fólk sem skilur og hefur áhuga á lýðræði í verki, enn er ekki með einræðisherra komplexa eins og Jóhanna með hundinn Steingrím í eftirdragi. "Fullorðin" er hugtak sem oft er notað yfir fólk sem hefur t.d. sjálfstæða hugsun ,laus við valdagræðgi, þvermóðsku og skilur lýðræði eins og það er túlkað í Stjórnarskrá. Börnin sem stjórna Íslandi í dag eiga að víkja fyrir fullorðnu fólki.

Það er auðvitað átt við þroskaaldur þeirra og ekki líkamlega. Þú vonandi skilur munin, og ef ekki þá er bara að biðja um skýringunna...

Óskar Arnórsson, 20.12.2010 kl. 09:27

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ýmar fáránlegar samsæriskenningar hef ég heyrt.... en að Jóhanna Sigurðardóttir stjórni Steingrími J er nú ein sú fáránlegasta...

Jón Ingi Cæsarsson, 20.12.2010 kl. 11:09

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hún er bara fáraánleg í eyrum þess sem ekki skilur hvernig stjórnun á fólki gengur fyrir...Jóhanna er það alhættulegasta fyrirbæri sem íslensk stjórnmál hafa orðið fyrir. Hún nær persónulegum völdum í krafti embættis síns og hikar ekki við að nota það.

Að Steingrímur tali og hegði sér þvert á eigin sannfæringu, ætti að vera öllum algjörlega augljóst.

Steingrímur hafði fínar hugmyndir í byrjun sem nornin stoppaði með sinni alkunnu frekju, og síðan hefur Steingrímur bara verið eins og hver önnur fótaþurkka sem gerir eins og honum er sagt. Hafi Steingrímur einhverntíma áhuga fyrir lýðræði, þá er tækifærið núna að sýna það í verki. Enn Jóhanna kemur í veg fyrir það og drottnar yfir honum á ömurlegan máta. Enda augljóst að Steingrímur hefur hætt við að vera heiðarlegur fyrir löngu síðan.

Að Steingrímur sé góður í að sýnast vera sjálfstæður, er bara leikrit og ekkert tengt raunveruleikanum. Jóhanna stjórnar öllu og Steingrímur leikur með. Jóhanna leyfir honum að halda andlitinu bara ef Steingrímur gerir eins og hún segir í smæstu smáatriðum. Hrikalegt að vera áhorfandi að þessu leikriti þeirra...

Óskar Arnórsson, 20.12.2010 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband