Ónýtir liðsmenn ! Liðsheild þarf til að leysa vanda.

 

Ríkisstjórnin stendur veikari eftir þetta en er kannski ekki í bráðri lífshættu,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, við Morgunblaðið um stöðu ríkisstjórnarinnar eftir atkvæðagreiðsluna á Alþingi á fimmtudag þar sem þrír þingmenn Vinstri-grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins; þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason.

Það er voða gaman að standa á SÍNU og láta liðsheild og samstöðu lönd og leið. Það er auðvelda leiðin í stjórnmálum. Þegar þarf að komast að málamiðlunum og halda samstöðu koma hæfileikar einstaklinganna í ljós. Það er erfitt og krefjandi að ná ekki öllu sínu fram og horfa til lausna með liðsheildarniðurstöðu að leiðarljósi.

Það er líka voða fínt...svona spari að ræða um sannfæringu einstakra þingmanna og menn eigi að standa við sannfæringu sína sama hvað tautar og raular. En hvert náum við með 63 mismunandi álit og mismunandi stefnur í öllum málum. Líklega hvorki lönd né strönd.

Ég gef lítið fyrir yfirlýsingar þingmanna sem hafa ákveðið að taka þátt í samstarfi um stjórn landsins og hlaupa síðan útundan sér í óvinsælum málum og með því reyna að slá sig til riddara en láta félaga sína axla ábyrgð á erfiðum ákvörðunum.

Þeir sem það gera eru ónýtir liðsmenn og eiga að snúa sér að einstaklingspólitík.

 Þannig er það í íþróttunum. Þeir sem geta unnið í hóp eru gjarnan í knattspyrnu eða handbolta..en þeir sem eru meiri einstaklingshyggjumenn eru í kúluvarpi eða júdó.

Þessi þrjú + í VG sem aldrei vilja eða geta gengið í takt eiga að snúa sér að öðru hlutverki en þykjast vera í liði. Þar eru þeir þegar þeim hentar en ekki þegar á reynir.

Ónýtir liðsmenn geta verið fínir í einstaklingsíþróttum.


mbl.is Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Á nú að "refsa" þessum blessuðu þingmönnum fyrir að kjósa öðruvísi og ekki "standa með sínu liði"?

Geir Ágústsson, 18.12.2010 kl. 10:19

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ertu viss um að  þau hafi ekki staðið með sínu liði. Jón?  Samanstendur þeirra lið ekki af þeirra kjósendum?   Þetta ættir þú að vita sem fyrrverandi varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Magnús Sigurðsson, 18.12.2010 kl. 10:27

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Magnús og Geir..þið sem sagt villjið að hver þingmaður hafi 10.000 skoðanir kjósenda sinna á öllum málum... common félagar...ekki svona bull.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.12.2010 kl. 10:33

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er hættara við að það verði aðrir en þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem verða vara þingmenn í framtíðinni fyrir það að þora að standa með sínum umbjóðendum. En vissulega hefur "liðið" gert þau að varamönnum ef ekki gert þau brottræk.

Að öðru Jón, ég hef ekki séð neinn taka eins flottar myndir í Eyjafirði og fyrirfinnast á þinni síðu.

Magnús Sigurðsson, 18.12.2010 kl. 10:40

5 identicon

Jóhrannar er bara svekkt/ur að hafa ekki dottið þetta í hug..... en NEI, bíddu.

Hún hefur þegar gert þetta!

1991-93 stóð hún endurtekið fyrir svona löguðu til að skara að sinni köku sem þá var tryggingamálaráðuneytið sáluga.

Þetta var á svipuðum tíma og Nágrímur skrifaði, þá sem ráðherra, undir að ekki mætti setja vegatolla nærri væntanlegum Hvalfjarðargöngum og gerði þar með útaf við áætlanir hanns um gjaldttöku nú.

Svona er það nú þegar að ráðamenn eru búnir að sitja í 3 áratugi á Siðblindrahælinu [áður Alþingi] að þau muna ekki hvað þau hafa sjálf gert né að hverjum þau hafa logið (sem eru reyndar flestir).

Það sem vekur einna mesta undrun er að minnið skuli svíkja þau sköttuhjú svo er að þau hafa lítið gert á þessum 30+ árum og ekkert af viti enda lifir ríkis-rugl sem þau kalla "stjórn" nú ennna mest undir orðunum:

"Sá sem gerir ekki neitt, gerir örugglega ekkert rangt"

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 11:39

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Takk fyrir það Magnús... ertu þá að meina þessa síðu ?

http://www.flickr.com/photos/53151484@N00/

Jón Ingi Cæsarsson, 18.12.2010 kl. 12:29

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig viku þessir þrír þingmenn VG frá ákvörðunum landsfundar flokks síns?

Geir Ágústsson, 18.12.2010 kl. 14:18

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þessi þrenning gæti kannski endurvakið Þjóðvaka sáluga. Félag hundfúlla stjórnarliða. Hver var aftur upphafsmanneskjan að þeim félagsskap?

Víðir Benediktsson, 18.12.2010 kl. 14:25

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég skil þig mjög vel Jón Ingi að þú sem SF sé óánægður með að þingmenn VG standi á sannfæringu sinni enda er það ekki boði hjá SF.

Óðinn Þórisson, 18.12.2010 kl. 14:34

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn,,,kannski við ættum að leggja það til að hún fari í þingflokk Sjálfstæðisflokksins..þar löðrar allt í þingmönnum sem tækju vel á móti Lilju og samsama sig við skoðanir hennar.

Víðir...eða kannski gengið í flokk hundfúlla brotthlaupinna Framsóknarmanna á Akureyri

Jón Ingi Cæsarsson, 18.12.2010 kl. 19:28

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Flokkspólitík er öll sama tóbakið.  En það er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir þeim sem standa á sinni sannfæringu og auk þess að taka ofan fyrir þeim sem svíkja ekki sína kjósendur.  Það eina sem réttlætir að ganga á svig við loforðin og fylgja liðinu er þegar það þjónar kjósendunum enn frekar, sem er að skipta á meiri hagsmunum fyrir minni.  En svoleiðis þingmenn eru kallaðir kjördæmapotara.

Ég hafði ekki séð þessa síðu Jón, hún er hreint augnayndi.  Til að taka svona myndir þarf að þykja vænt um viðfangsefnið.  Takk fyrir ábendinguna.

Magnús Sigurðsson, 18.12.2010 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband