Er þetta grín eða eru þetta bjánar ?

Ekki er hróflað við bótakerfinu.
Lagt er til að Neytendastofa, Lýðheilsustöð, Jafnréttisstofa, embætti Ríkissáttasemjara,

Samkeppniseftirlitið, Ferðamálastofa og aðrar óþarfar stofnanir verði lagðar niður.

Lagt er til að öll listasöfn, leikhús, sinfóníuhljómsveitin og aðrar menningarstofnanir verði ýmist lagðar niður eða afli sér fjár með öðrum hætti en úr vasa skattgreiðenda. Þá er lagt til að hætt verði við byggingu tónlistarhússins í Reykjavík.

Lagt er til að öll framlög í rannsóknarsjóði verði lög niður og slíkir sjóðir lifi af sértekjum eða afli sér fjár með öðrum hætti en úr vösum skattgreiðenda.

Lagt er til að RÚV verði lagt niður eða selt, og um leið tekið af fjárlögum.

Lagt er til að umsókn Íslands að ESB verði dregin til baka.

Lagt er til að öll skógræktarverkefni ríkisins verði lög niður, þ.m.t. Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins.

Lagt er til að öll framlög til stjórnmálaflokka verði afnumin sem og ráðstöfunarfé ráðherra.

Lagt er til að öll framlög til nýsköpunar, atvinnusköpunar og iðnaðarrannsóknar verði afnumin – enda ekki hlutverk ríkisins að skapa störf.

Lagt er til að jöfnunarsjóður sveitafélaga verði lagður niður undir eins.

Lagt er til að stjórnlagaþingið verði slegið af.

 

Til að þetta megi allt hverfa er til viðbótar lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður niður og Baggalútur taki við hlutverki flokksins.

Ég átta mig ekki á hvort þetta er fíflagangur eða þarna séu fífl á ferð ?? Hver getur upplýst mig um það ??

 


mbl.is Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Var ekki verið að halda því fram nú á dögunum að menningarstarfsemi og ferðamanna iðnaðurinn skilaði meira í ríkiskassan en sjávarútvegur er það þá ekki borðleggjandi að þetta menningarstarf er með öllu sjálfbært og þarf ekki neina styrki til að standa undir sér hversvegna þarf ríkið að styrkja svona gríðarlega tekjuháa starfsemi?.  það er þá sjálfsagt að starfsemi sem hefur svona miklar tekjur bjóði sjálft upp á nýsköpun og annað slíkt finnst mér allavega og ætti ekki að koma ríkinu neitt við. En kannski nær menninginn ekki lengra en þetta því sjálfsagt myndu þeir forkálfar eða menningar vitar aldrei tíma slíku.

Elís Már Kjartansson, 13.12.2010 kl. 17:59

2 identicon

@Elís, þú varst að enda við að segja það sjálfur að menningarstarfsemi og ferðamannaiðnaðurinn væri að borga allt sitt til bara aftur. Afhverju að draga þá úr styrkjum til þeirra ef þeir enda í rauninni sem ávöxtun fyrir ríkissjóð. Ég held að þú sért annaðhvort að misskilja þetta eitthvað eða hugsa þetta mjög skakkt.

Gunnar (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 19:04

3 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Nei Gunnar ég var að segja að þessi starfsemi þarfnast ekki styrkja þar sem hún er sjálfbær ef er að marka það sem sagt var þ.e þetta skilar meiri hagnaði en sjávarútvegur. Það virðist vera nægur peningur í þessari starfsemi. Hún gæti skilað meira til grasrótarstarfsemi beint óháð því að fara gegnum ríkið í formi styrkja. skil ekki hvað það er verið að eyða skatt peningum í það að gera þetta út lengur fyrst þetta er orðið sjálfbært fyrirbæri. Gunnar viltu kannski hafa bankamenn á ríkisstyrkjum vegna þess að þeir skiluðu svo miklu til baka í ríkissjóð á sínum tíma? það borga allir skatta Gunnar og þeir eiga að renna til rekstur þjóðfélagsins og nauðsynjaþjónustu fyrst og fremst og ef listin er orðinn sjálfbær þá er um að gera að styðja við eitthvað annað um sinn.

Elís Már Kjartansson, 13.12.2010 kl. 19:41

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gunnar: greinin heitir ferðaþjónusta en ekki ferðamannaiðnaður sem er nánast óskiljanlegt orðskrýpi.

Heimdellingar hafa oft sýnt af sér heimskulega tilburði. Nú er mælirinn fullur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband