Annir hjá Landsdómi ?

 

Ákvörðun tveggja ráðherra um að fella niður 126 milljón króna skuld Menntaskólans Hraðbrautar við ríkið var ólögleg að mati meirihluta menntamálanefndar og fjárlaganefndar Alþingis. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sigurður Kári ruglutappi telur skoðunarvert að íhuga að draga núverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir Landsdóm.

Nú bætast þáverandi varaformaður Sjálfstæðislokksins Þorgerður Katrín og menntamálaráðherra og fjármálaráðherra Árni Matthisen í þennan hóp.

Það fara að verða miklar annir í Landsdómi sem aldrei hefur starfað frá lýðveldisstofnun og virðist sem röð sé að myndast við dyr dómsins þar sem ráðherrar bíða æðsta dóms.


mbl.is Ólöglegt að fella niður skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sjórnarþingmenn hljóta að fara fram á það að að tafarlaust verði stofnuð þingnefnd um icesavemálið og á meðan nefndin starfi þá víki Frú Jóhanna og Steingrímur sem töluðu niður þjóðaratkvæðagreiðsluna um icesave og ætluðu að koma Svavarsamningnum í gegnum alþingi á kynningar. 
Við værum búin að borga 70 milljarða  bara í vexti ef Svavarssamnigurinn hefiði verið samþykktur.

Óðinn Þórisson, 12.12.2010 kl. 19:41

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Enginn veit hversu margir milljarðatugir liggja í frestuðum stórframkvæmdum og fjármagnsleysi sem stafar fyrst og fremst af þessu máli... Búðarháls og Helguvík eru bein afleiðing með tilheyrandi atvinnuleysi og framkvæmdaleysi í bráðum tvö ár.

Ég held að menn ættu að horfa í baksýnisspegilinn og reyna að hugsa framávið en ekki að halda áfram endalausum og heimskulegum deilum um eitthvað sem enginn veit.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.12.2010 kl. 22:44

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jón - það er eðlilegt að þú viljir ekki þessa umræðu - hún er hinsvegar nauðsynleg - sem og rannsókn á öllu Icasavemálinu. Frá upphafi.

Atvinnuleysi og framkvæmdaleysi = ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.

Landsdómur -??  Öll núverandi stjórn á - skv. vinnubrögðum þíns flokks á þingi - að fara fyrir Landsdóm.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.12.2010 kl. 09:55

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Erlendir aðilar hefðu sennilega orðið enn tregari til að lána þjóð sem væri orðin "meira" gjaldþrota nokkurn pening ef IceSave hefði farið í gegn í óbreyttri mynd. Annað væri bara slæmir viðskiptahættir enda kom það berlega í ljós þegar lánshæfi Íslands skánaði þegar samningunum var hafnað.

Einkaaðilar sem njóta trausts á markaðinum eiga ekki í erfiðleikum, Össur, CCP og þess háttar fyrirtæki sem hafa verið rekin af myndarskap og heiðarleika eiga ekki í vandræðum. Það eru bara glæpamennirnir sem ekki geta fjármagnað sig, OR, bankarnir og þess háttar einkavina/pólitískar stofnanir. Þetta hefur náttúrulega bein áhrif niður til okkar almúgans.

Mér finnst það bara til sóma að draga eigi fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel svo slæmar að glæpsamlegt teljist, til ábyrgðar og þótt fyrr hefði verið!

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 13.12.2010 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband