9.12.2010 | 18:43
Lýðskrumari af guðs náð.
"Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að bankarnir eigi að taka á sig afganginn af Icesave-skuldinni. Það sem standi út af borðinu sé eitthvað sem bankarnir eigi að geta tekið á sig án þess að finna sérstaklega fyrir því."
Merkilegt með Þór Saari.. hann getur ekki viðurkennt neitt án þess að taka hliðardýfur og rugla fram og aftur um mál og sjaldnast standast þær dýfur skoðun.
Í dag hefur verið stórkostleg keppni milli toppleikmanna í lýðskrumi. Lilja átti stórleik í dag með að sitja hjá í afgreiðslu fjárlagafrumvarps frá annarri til þriðju umræðu.... þetta var öflugur snúningsbolti í lýðskrumi.
En nú kom Þór Saari og toppaði skrumið. Bankarnir eigi að taka á sig afganginn...þvílíkt endemis þvaður sem vellur upp úr manninum. Hvaða bankar ? Nýju bankarnir sem eiga engan þátt í Icesave ? Kannski Arionbanki eða Sparisjóðirnir sem komu hvergi nærri þessu Icesave máli sem var skilgetið afkvæmi gamla Landsbankans og Björgúlfanna ?
Skot í stöng og inn í lýðskrumsleiknum.
Allir vita að þrotabú gamla Landsbanka gengur upp í þessa skuld og nær henni mikið niður. Einu sinni var talað um 75% en nú yfir 90%.
Klárum þetta mál og byggjum undir meiri hraða í endurreisn atvinnulífsins og í guðana bænum ágætu þingmenn... við erum búin að fá fullan kvóta af lýðskrumi fyrir lífstíð að undanförnu.
200 milljörðum hagstæðari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þú, norðankratinn, heldur áfram að mæla með greiðslu lygaskuldar, gegn stjórnarskránni, rétti og hag landsmanna og það með ólöglegum vöxtum, 120% yfir það, sem heitið gæti löglegt (1,5%), en reyndar er ekki leyfilegt að rukka vexti af því, sem EKKI er skuld. – Nánar á bloggi mínu og bloggsíðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave.
Jón Valur Jensson, 9.12.2010 kl. 19:03
Skil ekkert í Jóni Vali, kompásinn hefur eitthvað skekkst hjá honum blessuðum.
Margir lögfræðingar töldu á sínum tíma, að eðlilegt hefði verið að þessir bankar sem allir voru í einkaeign, hefðu verið látnir rúlla og verið látnir sæta gjaldþrotameðferð.
Til þess að koma í veg fyrir að viðskiptalífið hryndi með þeim sem hefði verið sennileg afleiðing, greip ríkisstjórn Geirsa Haarde að setja neyðarlögin alkunnu. Með þeim var komið í veg fyrir að utanríkisviðskipti féllu eins og spilaborg og þar með allt viðskiptalíf innanlands. Innistæður Íslendinga hefðu frosið, vöruskortur hefði orðið mjög mikill og ástandið líkt of eftir hrun nasismans í Þýskalandi og kommúnismans í Rússlandi.
Með þessari áskvörðun var auðvitað tekin sú áhætta, að skuldir bankanna væru meiri en verðmæti þeirra hagsmuna sem talið var að verið væri að bjarga fyrir horn. Við sitjum auðvitað uppi með þetta Icesave vandamál í dag en dregið hefir stórlega úr þessari skuld sem var gríðarleg en verður ásættanlegri með hverjum mánuðnum sem líður, þökk sé núverandi ríkisstjórn en ekki þeim sofandahætti sem ríkti hjá ríkisstjórn Geirs Haarde sem steinsvaf á verðinum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2010 kl. 20:28
Hí á þig og þína fyrri færslu hér. Þar sem þú klappar upp Þórólf Matthíasson. Hversu dýrt varð þetta okkur, eða hversu mikið sparaði þetta öllu heldur???
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/1013626
Jonni (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:35
Þessi færsla þín er svolítið dæmigerð fyrir samfylkingarmann ... Þú segir svo að ég vitni í færsluna þína:
"þvílíkt endemis þvaður sem vellur upp úr manninum. Hvaða bankar ? Nýju bankarnir sem eiga engan þátt í Icesave ? Kannski Arionbanki eða Sparisjóðirnir sem komu hvergi nærri þessu Icesave máli sem var skilgetið afkvæmi gamla Landsbankans og Björgúlfanna ?"
Þannig að þér finnst að bankarnir (sem skópu þessa krísu) eigi ekki að gjalda fyrir þetta, en að sjálfsögðu á almenningur (sem engan þátt átti í Icesave) að borga þetta þegjandi og hljóðalaust.
Það er um að gera að vernda fjármagnið en gefa skít í almenninginn!
Þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 21:29
Nei, Guðjón, það er ekkert "ásættanlegt" (þ.e. viðunandi) við að brjóta stjórnarskrána þvert gegn þjóðarhag, afsala okkur sakleysis-rétti okkar samkvæmt því tilskipunarákvæði ESB, 94/19/EC, sem sýnir og sannar að íslenzka ríkið og þjóðarinnar bera ekki lagalega ábyrgð á Icesave-málinu, og að leyfa Bretum að brjóta lög um jafnræði í EES með því að láta eigin tryggingasjóði með 1,5% vöxtum, en ætlast til 120% hærri vaxta (3,3%) af okkur!
Þetta er líka gott fyrir þig: Icesave-Vísisfréttir: ESB bótaskylt vegna tilskipunar 94/14/EC!
Lestu svo hér um afstöðu laga sérfræðinga Árna Mathiesen fjármálaráðherra í þessari Álitsgerð Íslands til framlagningar fyrir gerðardóm í nóv. 2008. – Ekki lagt fram (vegna þess að Ísland neitaði svo að taka þátt í þeim fjandsamlega gerðardómi)
Jón Valur Jensson, 9.12.2010 kl. 21:48
... með því að LÁNA eigin tryggingasjóði ... vildi ég sagt hafa.
Í þessu innleggi mínu voru fimm tenglar á vefsíður.
Jón Valur Jensson, 9.12.2010 kl. 21:52
Jón Valur:
Nú vísar þú í færslur sem þú hefur sjálfur ritað. Þær eru útlistanir þínar byggðar á þínu mati. Í ljós hefur komið að regluverkið er gallað að því leytinu til að annað hvort hefur íslenskum stjórnvöldum láðst (eða kannski vísvitandi gleymt) að innleiða sumar þessara reglna.
Lögspekingar eru ekki einhuga um túlkun þessa ástands. Því verður hyggilegast að leysa þennan hnút á sem hagkvæmastan hátt. Við verðum að huga að meðan þessi deila er óleyst eru lánskjör okkar erlendis eins óhagkvæm og hægt er að hugsa sér. Sjónarmið Jóns Sigurðssonar hjá Össuri hf og Vilhjálms Egilssonar hjá Samtökum iðnaðarins tel eg hafa meira að segja en sjónarmið þín sem eg auðvitað virði eins og hinna. En hagsmunir fyrirtækja eru þeir að fá sem nhagstæðust lánskjör til að hafa aðgang að lánsfé til að stuðla að sem tryggustum rekstri er mjög mikils virði.
Talið er að þjóðarbúið þurfi að greiða um 17 milljarða vegna Icesavevitfirringarinnar á næsta ári. Þetta eru um 50 þús. á hvert mannsbarn í landinu, auðvitað mikið fér fyrir þá sem blankir eru. Best af öllu hefði verið að ríkisstjórnin sendi reikninginn í Valhöll enda á Sjálfstæðisflokkurinn öðrum fremur átt frumkvæði í einkavæðingu bankanna.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2010 kl. 22:21
Það er rökstuðningur og tilvísanir í mínum færslum, þær eru á íslenzku og aðgengilegar.
Það er hlálegt að tala um, að ólögvarin krafa sé sé samþykkt með uppgjöf, "leyst á hagkvæman hátt" með því að borga 50 milljarða, kannski langtum meira!
Þú hefur greinilega ekki fylgzt með, að íslenzk fyrirtæki hafa fengið ágæt lán og endurskipulagningu lána með vel viðráðanlegum vöxtum, þ.á m. sjálf Landsvirkjun.
Lokasetning þín er afar kjánaleg, Guðjón minn. Einkavæðing banka var boðorð dagsins í allri Evrópu nánast. En það er engin ríkisábyrgð á þeim. Verður hins vegar skv. nýju innistæðutryggingakerfi, sem þitt vinstra lið hefur EKKI sagt, að það ætli að hafna! Og þar verða nær fimmfalt meiri tryggingar ... sem ríkið verður gert ábyrgt fyrir! Skaðinn af EES getur því haldið áfram að stefna að því að rústa þessu landi okkar, ef menn með viti komast ekki að stjórnvölnum.
Niður með Fjórflokkinn! og ekkert Icesave!
Jón Valur Jensson, 10.12.2010 kl. 03:03
PS. Hlægilegt að verkalýðssinninn er farinn að vitna í ESB-manninn Vilhjálm Egilsson sem átorítet. Og lestu nú liðara Moggans í gær, 9/12: "Fullkomlega ótrúverðugir" -- vísar til þessara karla sem eru orðnir þínir gúrúar.
Jón Valur Jensson, 10.12.2010 kl. 03:06
Nú jæja
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.12.2010 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.