Skrílslæti skila engu.

 

Hróp voru gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllunum og stóðu mótmælin yfir í nokkrar mínútur. Í framhaldinu gerði forseti Alþingis hlé á þingfundinum á meðan húsið var rýmt.

Er fólk ekki að átta sig á því að skrílslæti skila engu nema leiðindum. Meirihluti þjóðarinnar er búin að fá upp í kok á neikvæðni og óspektum.

Átta mig ekki á hvað fólk heldur að þýði að láta eins og kjánar á þingpöllum. Mál níumenninganna er í dómskerfinu og Alþingi og alþingismenn hafa ekkert með það að gera hvernig það endar eða hvernig það er meðhöndlað.

Menn gætu alveg eins farið og mótmælt við Arionbanka eða Bæjarins bestu... það kæmi á nákvæmlega sama stað niður.

 


mbl.is Þing fyrir luktum dyrum vegna óláta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Skrílslæti WC (íbúsáhaldabyltingunni) skiluðu því að stjórnin þáverandi sagði af sér.

Núverandi stjórn er aftur á móti bæði heyrnarlaus og blind (sérlega sið-blind) og tekur ekkert eftir stærstu mótmælum íslandssögunnar (um daginn) né gengdarlausum mótmælum síðan. Sakar fólk aftur á móti hægri, vinstri um ólýðræðisleg vinnubrögð (n.b. þau sömu og þau viðhöfðu 2 árum fyrr)

Án mótmæla eða annarra róttækra aðgerða breytist ekki rassgat! 

Óskar Guðmundsson, 8.12.2010 kl. 18:02

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og hverju skilaði það ?..mér sýnist að þetta sama fólk sé jafn illvígt þó komin sé ný ríkisstjórn.. en að vísu hefur fækkað mikið í hópnum...bara þessir nokkru tugir sem eru að berja bumbur og mótmæla öllu meðan 99,9% þjóðarinnar séu að takast á við vandmálin af festu og stillingu.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.12.2010 kl. 18:19

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Ingi, Samfylkingin og VG misskildu hvað fólkið var að biðja um, og nú verður þeim hent út eins og hverju örðu rusli. Búið er að tryggja að það verður ekki önnur vinstri stjórn næstu öldina. Þeir sem studdu þessa óstjórn bera líka ábyrgð, þar á meðal þú.

Sigurður Þorsteinsson, 8.12.2010 kl. 18:25

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

hehe.. Ekki allt í lagi Sigurður minn ?? Þessi ríkisstjórn nýtur meira trausts en stjórnarandstaðan samkvæmt Capacent.. 35% traust á ríkisstjórn ( mætti vera betra en fer batnandi ) en stjórnarandstaða naut 22 % trausts... kanntu á þessu skýringar...ágæti Sigurður.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.12.2010 kl. 18:31

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er þetta ekki sama vg liðið sem gekk berseksgang í búsáhaldabyltingunni - hvort önnur vinstri ríkisstjórn verði aftur myndið er ólíklegt - en við erum með ríkisstjórn sem minnir á margt á hvernig gömlu sóvétríkjunum var stjórnað -

Óðinn Þórisson, 8.12.2010 kl. 19:08

6 identicon

Skríllinn var allur í þingsalnum, sérstaklega sú sem í forsetastóli sat. Upphlaupið fyrir 2 árum var ekki til fyrirmyndar en að hafa frumkvæði að því að ákæra níumenningana fyrir landráð, eins og ÁRJ gerði, er fyrir neðan allar hellur. Sýnir best í hvaða fílabeinsturni hún lifir.

Jónas hefur þetta.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 20:37

7 Smámynd: Magnús Ágústsson

er Steingrímur J Ástmaður þinn Jón Ingi

hef ekki séð nokkurn annan verja þessa stjórn af jafn mikilli hörku og þú gerir 

Magnús Ágústsson, 9.12.2010 kl. 01:59

8 identicon

Á einhverjum tímapunkti mun almenningur átta sig á að aðeins skrílslæti/bylting sé vænleg til árangurs... það verður að brjóta egg...
Þetta er spurning um að vera víkingur eða vesalingur..

doctore (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband