Verkin að skila sér og trúverðugleiki stjórnarandstöðunnar lítill.

 

Ríkisstjórnin nýtur nú stuðnings 36% svarenda í Þjóðarpúlsi Gallup, og er það sex prósentna aukning frá síðustu mælingu.

Fylgi Samfylkingarinnar eykst en fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar.

Ég spái því að stuðningur við ríkisstjórnina aukist næstu mánuði. Allir nema fylgismenn stjórnarandstöðuflokkanna sjá að árangur er að byrja að sjást í slag ríkistjórnarflokkana við hrunið.

Gengið styrkist, verðbólga komin niður í markmið Seðlabanka, Icesave að ná lendingu með miklu betri hætti en svartnættisspámenn spáðu, aðstoð við skuldug heimili að aukast, stórverk að fara af stað með fjármögnun lífeyrissjóðanna, atvinnuleysi undir spám og fjármagn og neysla í þjóðfélaginu að aukast hægt og bítandi. Vöruskiptajöfnuður hagstæður mánuðum saman og vel á annað hundrað milljarða komu í tekjur af ferðamönnum og ferðamannastarfssemi.

Veiði er að aukast í ýmsum stofnum, síldin lofar góðu, loðnukvóti verður gefin út og góðar líkur eru á aukningu þorskkvóta.

Ég held að öllum liði betur ef þeir fókusera á þessar staðreyndir í stað þess að leita logandi ljósi að ástæðum til að nöldra, gagnrýna og tala kjarkinn úr þjóðinni.

Sannarlega hefur dregið úr svartnættis - harmagráti formanna stjórnarandstöðuflokkanna enda eru þeir að vera hriklega hjáróma í gagnrýni sinni og svartagallsrausi.


mbl.is Stuðningur eykst við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvernig dettur þér í hug Jón hrósa ykkur fyrir icesave - þú veist það að þið eigið engan þátt í því nema skynsama deildin í vg sem sá ljósið og vann með stjórnaranstöðunni með þjóðinni á móti sjs og samningi Svavars sem hann hefði verið samþykkur værum við nú búin að borga 70 milljarða í vexti -
Aðgerðarleysi, sundurlyndi og skjaldborg um völdin - það er vinstri stjórnin

Óðinn Þórisson, 1.12.2010 kl. 20:24

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já við eigum Ólafi Ragnari margt að þakka.

Víðir Benediktsson, 1.12.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband