4.11.2010 | 19:45
Klúður L-listans heldur áfram.
Erindi dags. 22.10.2010 frá Bergi Þorra Benjamínssyni f.h. framkvæmdadeildar þar sem hann óskar eftir leyfi til að setja niður grenndargáma til sorpflokkunar.
Þessa setningu bar að líta í bókun skipulagsnefndar frá fundi á miðvikudag. Um þetta verður að hafa nokkur orð.
Það er ljóst að bæjaryfirvöld ætla ekki að fara með þetta mál í eðlilegan farveg deiliskipulagsferlis. Mér sýnist að hér sé verið að sækja um að fá að setja niður gáma í tugatali víðsvegar um bæinn án þess að fara með það í ferli sem gefur íbúum tækifæri til að segja skoðun sína og hafa áhrif á það hvar og hvernig þessu verður fyrir komið. Í hverri einingu er fjöldi íláta misstóra eins og gefur að skila og allir sem til þekkja vita að þeir gámar sem hafa verið staðsettir á bílastæðum stórmarkaða fram að þessu eru til lítils sóma og umgengni og utanumhald til skammar í mörgum tilfellum. Ástæða er til að óttast að svo verði með þessar tólf fyrirhuguðu grenndarstöðvar.
En það er ekki alvarlegasti hluti þessara tillagna. Maður getur ekki annað en lýst furðu sinni á að bæjaryfirvöldum og kjörnum fulltrúum skuli detta í hug að setja slíkar stöðvar á skólalóðir og við leikvelli. Allir vita að svona starfssemi kallar á gríðarlega aukningu bílaumferðar og það verður að lýsa ábyrgð á hendur bæjaryfirvalda sem láta sér detta í hug að beina stóraukinni umferð bíla inn á skólalóðir. Að láta sér detta í hug að búa til slysagildrur sem ógna börnunum okkar er fordæmalaust og verður að stöðva. Að mínu viti kemur ekki til greina að staðsetja flokkunarstöðvar inni á skólalóðum Giljaskóla, Síðuskóla, við leikskóla í Naustahverfi og við leikvöll í Hafnarstræti. Maður er eiginlega orðlaus. Auk þess er ekki nokkur leið að sjá fyrir sér slíka stöð við Byggðaveg 98 á því litla bílastæði sem þar er. Eini staðurinn sem hefur lögformlega stöðu er svæði við Bónus við Kjarnagötu en þar gerði síðasta skipulagsnefnd ráð fyrir að þar yrði slík stöð og gekk frá því þannig á sínum tíma.
Þessar tillögur eru sorglegar og ramma reyndar inn það klúður sem breyting L-listans á úrgangsflokkun á Akureyri eru í reynd. Ég get ekkert annað en skorað á bæjarfulltrúa og fulltrúa í skipulagsnefnd að hugsa þessi mál til enda. Þessar hugmyndir eru algjörlega óásættanlegar fyrir bæjarbúa og ætla að reyna að koma sér hjá því að deiliskipuleggja þessar stöðvar og aðkomu að þeim er á gráu svæði. Skólalóðir eru helgir staðir og hugmyndir að að nota þær fyrir flokkunarstöðvar úrgangs eru óskiljanlegar.
Jón Ingi Cæsarsson
f.v formaður skipulagsnefndar.
( grein í Vikudegi )
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.