4.11.2010 | 12:14
Utanþingsstjórn án þingmeirihluta er gagnslaus.
Að sögn Ástu Hafberg, eins skipuleggjenda mótmælanna, hafa þegar um 800 manns skráð sig á undirskriftalista þar sem skorað er á forseta Íslands að skipa utanþingsstjórn.
Mér finnst það augljóst að sumir eru ekki að skilja það stjórnarfar sem er hér og á öllum vesturlöndum. Þingbundið lýðræði byggir á að ríkisstjórn hafi að baki sér meirihluta Alþingis.
Að skipa utanþingsstjórn þar sem "einhver" handvelur ráðherra er eins ólýðræðislegt og hægt er að hugsa sér. Slík ríkisstjórn er jafnframt ónýt ef hún hefur ekki tryggan meirihluta þingmanna að baki sér og komi í gegn öllum málum nokkuð hiklaust.
Þeir sem hafa séð vinnubrögð þingmanna undanfarna mánuði vita það vel að slíkt er ekki til staðar og af hverju ætti það frekar að vera ef einhverjir handvaldir sérfræðingar ætla að stjórna landinu.
Mér finnast þessar hugmyndir benda til þess að fólk haldi að handan hornsins sé eitthvað sem breytir öllu...vandi okkar hverfi eins og dögg fyrir sólu og kraftaverkatímabil hefjist.
Ég veit satt að segja ekki hvort á að hlægja eða gráta...en því miður eru þessar hugmyndir afar illa ígrundaðar og bera vott um þekkingar og kunnáttuleysi um stjórnarfar okkar og hlutverk Alþingis og alþingismanna og það stjórnarfar sem stjórnarskráin ákveður að hér sé.
Krefjast utanþingsstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll her ríkir flokksræði en ekki lýðræði ef þú hefur ekki tekið eftir því þá er ekki annað hægt en að vorkenna þér nema þú sért svo hrifin af þessu fyrirkomulagi að ekki komi annað til greina!
Sigurður Haraldsson, 4.11.2010 kl. 12:29
Sigurður ég verð nú eiginlega að taka undir sjónarmið Jóns.
Ríkisstjórn án stuðnings frá Þingi getur ekki komið miklu í verk. Kerfið sem slíkt er ekki vandamálið heldur fólkið sem í kerfinu er. Jóhanna og Steingrímur hreinlega valda þessu ekki og vinstri stefna hefur aldrei verið neinni þjóð til framdráttar.
Fréttir og umræðuþættir tala um "fjórflokk" en nú er enginn fjórflokkur við stjórn. Þetta er hrein vinstri stjórn og hægri menn fá ekki að koma að. Góðar hugmyndir eru hundsaðar bara afþví að þær koma frá hinum vængnum.
Núverandi stjórnvöld eru barnaleg, gagnslaus og gjörsamlega vanhæf og hafa ekki hugsað um neitt nema hagsmuni fjármagnseigenda og lífeyrissjóða.
Fyrir utan það augljósa vandamál að stjórn án þingmeirihluta sé gagnslaus að þá kemur ennþá stærri hængur á þessari ósk en það er hvernig á þá að velja í stöðu ráðherra ? Og hverjir eiga að velja það ? Stjórnarflokkarnir sem eru með Þingmeirihluta ?
Besta lausnin væri að vantrausti væri lýst yfir núverandi ríkisstjórn og forseti boðaði til kosninga. Þá gæfist tækifæri til að fá inn nýtt fólk. "Fjórflokkurinn" fengi ekki nema svona 60% atkvæða skipt sín á milli og ekki nóg til að mynda ríkisstjórn. nú er sóknarfæri fyrir ný framboð sem gætu myndað ríkisstjórn með einhverjum af fjórum stæðstu flokkunum.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 13:43
Forseti skipar ráðherra samkvæmt stjórnarskrá. Hann myndi því velja ráðherra í utanþingsstjórn.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.11.2010 kl. 15:15
Ásta Hafberg er varaformaður Frjálslynda flokksins.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2010 kl. 17:41
Utanþingsstjórn kemur engum málum í gegn nema semja við Alþingi... merkilegt að menn skuli virkilega trúa því að þetta sé lausn... æbarasta,
Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2010 kl. 17:56
Ráðherrar eru handvaldir og þannig hefur það alltaf verið. Spurning hvort ekki sé kominn tími til að breyta því.
Víðir Benediktsson, 4.11.2010 kl. 19:15
Víðir...af hverju ertu þá ekki í framboði til stjórnlagaþings...ef þú vilt breyta þessu þá leggur þú inn sem breytingu á stjórnarskrá.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2010 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.