Mun VG svíkja þjóðina um þjóðaratkvæði ?

 

Kverúlantarnir innan VG fara nú offari. Það er augljóst að þeir óttast þá breytingu á afstöðu þjóðarinnar sem mun koma fram þegar sannleikurinn nær yfirhöndinni og lýðskrumarar eins og Ásmundur Daði og Ragnar Arnalds hætta að komast upp með þá lygi og þvætting sem þeir bera á borð fyrir okkur.

Afstaða íbúa á Möltu breyttist td á síðustu mánuðum fyrir kosningar þegar fyrir lá hvað græddist og hverjir voru kostir fyrir íbúa þar til framtíðar.

Nú sér maður og heyrir að þessir sömu lýðskrumarar óttast að þjóðin skipti um skoðun þegar þeir verða kveðnir í kútinn með þvættinginn.

Reynt er að spila á veikleika VG sem stjórnmálaflokks þar sem smákóngaveldið er allsráðandi. Reynt er að grafa undan formanninum með dyggri aðstoð Davíðs Oddssonar greifa af Hádegismóum.

En ef VG vill svíkja þjóðina um að fá að taka ákvarðanir um eigin framtíð í þjóðaratkvæði er ljóst að þeir eru ekki samstarfshæfir. Svona lið á bara að setja í stjórnarandstöðu og mynda ríkisstjórn með hófsömum öflum sem treysta þjóðinni og halda ekki uppi svikamálflutingi og þar sem viljinn er að taka ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar í reykfylltum bakherbergjum stjórnmálaflokka.


mbl.is Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað verðum við andstæðingar ESB kveðnir í kútinn. Það ræður enginn mannlegur máttur við áróðursmaskínu ESB þegar hún tekur til starfa. Þetta hefur marg sannast, meðal annars á Möltu. Einstaka ríki hefur þó tekist að standa aðeins í þessari maskínu en þá er bara kosið aftur og vélin látin vinna á fullu afli fyrir þá kosningu. Þetta gerðist á Írlandi þegar Lissabonsáttmálinn var keyrður í gegn.

Að kalla andstæðinga sína lýðskrumara og gera fólki upp að það láti stjórnast af pólitískum andstæðingum sínum er í besta falli rökþurrð en þó frekar í ætt við rætni!!

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2010 kl. 13:04

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er lýðskrum að halda uppi röngum málflutingi og ósannindum...sbr fullyrðingum ónefndra um Evrópuherinn og aðild íslenskra ungmenna þar að. Eitt dæmi af ótalmörgum.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.10.2010 kl. 13:11

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ertu að meina að þjóðin verði svikin um þjóðaratkvæðagreislu með þjóðaratkvæðagreiðslu?

Víðir Benediktsson, 23.10.2010 kl. 13:20

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

hversvegna vildi sf ekki leifa þjóðinni að segja til um hvort farið yrði í þennan  esb leiðangur - var sf hrædd við vilja þjóðarinnar
kv.úr kópavoginum

Óðinn Þórisson, 23.10.2010 kl. 14:13

5 identicon

Og enn er verið að rugla með nafn Ásmundar Einars (Daðasonar)...

Skúli (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 14:30

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju eru nei-sinnar svo hræddir við að fá samningin á borðið ÁÐUR en þjóðin kýs um samningin, ef nei-sinnar fá sitt fram þá vilja þeir kosningar um samning sem enginn veit hvernig lítur út.. en íslenska þjóðin fær það sem hún á skilið geri ég ráð fyrir..

Óskar Þorkelsson, 23.10.2010 kl. 16:58

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

ég ætlast til þess að vg standi við sína landsfunarályktun varðandi esb - drögum umsóknina til baka og tökum umræðu um málið og leyfum þjóðinni að segja til um hvort eigi að fara af stað í þetta -
18% bera trayst til esb og 70% þjóðarinnar vilja draga esb - umsóknina til baka
það verður að stoppa þetta esb - aðkögunarferli.

Óðinn Þórisson, 23.10.2010 kl. 17:53

8 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þvættingur! það sem er að gerast er að landið siglir inn í EU  án kosninga og lög þeirra færð inn á samþykkis landsmanna. Hvaða fífl sem er utanlands getur séð þetta án þess að vera flokksbundin.

50caliber

Eyjólfur Jónsson, 23.10.2010 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband