Jólakötturinn mætir fyrir mannréttindaráð.

 

Einu sinni bönnuðu Finnar Andrés önd. Boðskapur sögunnar var slæmur. Einstæður frændi, buxnalaus, geðvondur, atvinnulaus og með alvarlega skapgerðarbresti. Eðlilegt að frændur okkar á Norðurlöndum hefðu áhyggjur af börnunum. Boðskapurinn var ekki samkvæmt norrænum uppeldisstöðlum að þeirra mati.

Ég veit ekki hvernig það mál stendur nú.

Á Íslandi hafa nú risið upp miklir snillingar sem vita hvað er börnunum okkar fyrir bestu. Til mikillar gæfu fyrir ungviði Reykjavíkur eru þeir í mannréttindaráði borgarinnar og geta því beitt sér börnunum til blessunar.... samkvæmt sínum viðmiðum.

Jesúbarninu hefur nú verið útskúfað og heyrst hefur að næsta mál á dagskrá sé að kalla Jólaköttinn fyrir ráðið og ræða stöðu hans í sögum og sögnum. Í framhaldi af því verður það væntanlega ákveðið hvort þessu fræga ketti úr þjóðsögnum verði úthýst eins og Jesúbarninu. Það verður að hraða þessu því það styttist í jólin.

Jafnframt þessu hefur jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og Mikka mús verið send bréf og þeir munu mæta fyrir ráðið til að gera grein fyrir stöðu sinni og uppeldislegum áherslum.

Síðan koma þeir koll af kolli, Andrés önd, Ripp, Rapp, Rupp og Bakkabræður. Allir eru þeir með vafasaman feril þegar kemur að uppeldislegum gildum.

Ég vona sannarlega að þetta skili árangri til framtíðar og gera sannarlega ráð fyrir að bækur eins og Grimmsævintýri og H.C. Andersen verði bornar á bálið við áramót.

Væri við hæfi að brenna þær í Viðey..undir friðarsúlu Yoko Ono.


mbl.is Afstaða fólks verði könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Glæsilegt Jón !! að þú ílkæðist búningi krossfarans og verjir "þjóðkirkjuna" á kostnað hinna "heiðnu", en ég myndi nú draga í efa trúarsannfæringu manns sem líkir saman jólakettinum og Jesú Kristi .

En hafandi "pillað" þessu á þig,(ekki illa meint heldur) þá tek ég heilshugar undir það sem Marta segir í fréttinni, þessi umræða, hversu þörf sem hún kann að vera réttlætis vegna, er alls ekki tímabær núna í samfélagi í sárum og lyktar langar leiðir af "populisma".

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 22.10.2010 kl. 09:37

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það merkilega við þetta að ég er einn þeirra heiðnu.. og sæki aldrei kirkjur eða guðlegar samkomur.. mér blöskrar þetta af öðrum ástæðum.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.10.2010 kl. 09:43

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ég skil þig svosem, það er of mikið um að "fáir" ætla alltaf að vita hvað er best fyrir "alla", en semsagt, þetta er eitt af því sem gjarnan má bíða aðeins og allavega ekki fara of geyst fram, miklar tilfinningar eru tengdar þessum málum hjá mörgum.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 22.10.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband