Flopp í uppsiglingu.

 

Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ekki liggi ljóst fyrir hverju þurfi að breyta í stjórnarskránni. Hann leggur til að Íslendingar byrji á að fara eftir stjórnarskránni áður en þeir fari að breyta henni.

Það er eitt á tandurhreinu hvað mig varðar. Ég ætla ekki að taka þátt í vinsældakeppni bloggara og gamalla ritstjóra og fjölmiðlamanna.

Hér er í uppsiglingu fáránlegt flopp og það versta við það er að það kostar meira en hálfan milljarð.

Gæluverkefni 101 elítunnar sem telur þetta voða fínt og hið jákvæða lýðræði. Ég kalla það meiriháttar óvænt ef næst 30% kjörsókn og jafnvel gæti það orðið um 20% því almenningur sér ekki tilgang í að eyða tíma sínum í að kjósa á þriðja tug einstaklinga sem munu þegar upp verður staðið ekki breyta neinu í þessari vinnu.

Stjórnlagaþing er aðeins ráðgefandi og við þekkjum af biturri reynslu hvar slík vinna endar á Íslandi.


mbl.is Líst ekkert á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef stjórnlagaþingið sendir sína tillögu í þjóðarkosningu áður en þær eru afhentar Alþingi þá er nú ansi erfitt fyrir ónytjungana þar að hunsa þær.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 18:18

2 identicon

Verðum við ekki að ákveða að láta þetta virka?

Ég hef verið á sömu línu og þú; Mér finnst þetta svipað og að semja fallegt regluverk fyrir villimenn. Ég sé ekki að það muni breyta neinu. Það þyrfti að byrja á að kenna öllum Íslendingum að virða "sína persónulegu stjórnarskrá", sem hún hefur ekki. Engin sjálfsvirðing. Annar hver maður beinn eða óbeinn þjófur. Búnir að stela öllu sem heita þjóðarverðmæti (Bisnessmenn og Stjórnmálamenn) og óbreyttir vinna svart og sykurlaust.

En úr því sem komið er þá verðum við að styðja dæmið og gera kröfu um að þetta verði virt. 

Villi (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:05

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ertu ekki í stjórnmálum Jón? Nálgast þú mikilvæg viðfangsefni oft með svona hugarfari? Getur þú ekki séð ljósan punkt í því að rúmlega 500 manns bjóði sig sjálfviljugir fram til þátttöku í stjórnlagaþingi og gerð nýrrar stjórnarskrár? Það eru hreint ekki allir frambjóðendurnir bloggarar úr 101 Rvk., gamlir ritstjórar eða fjölmiðlamenn. Það er alls konar fólk að bjóða sig fram. Er til of mikils mælst að fólk taki höndum saman og reyni að skapa grundvöll fyrir skárra stjórnkerfi?

Sigurður Hrellir, 18.10.2010 kl. 20:12

4 identicon

Einfaldast að gefast bara upp fyrirfram, ha? Það er ekki undarlegt hvernig fyrir okkur er komið ef þetta er ríkjandi viðhorf hjá almenningi að það þjóni engum tilgangi að reyna að hafa áhrif þegar færi gefst.

Dagný (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband