6.10.2010 | 12:03
Stjórnarandstaðan sýndi þeim puttann.
Það hefur komið fram að stjórnarandstaðan mætti ekki á samráðsfund í morgun. Með því eru þeir að staðfesta að allt hjal um samráð og samvinnu er ekki á dagskrá að þeirra hálfu.
Mótmælin í fyrrakvöld voru áminning til Alþingis um að fara að vinna vinnuna sína og það átti bæði við um stjórn og stjórnarandstöðu.
En stjórnarandstaðan skildi ekki þau skilaboð og virðast ætla að halda uppteknum hætti við að vera á móti öllum og rakka og tala niður allt það sem ávinnst og áætlað er að gera.
Framkoma þeirra frá því í fyrradag er til skammar og sýnir okkur innræti þessar gömlu valdaflokka sem eru að fara á límingunum að hafa ekki tögl og hagldir á Íslandi.
Stjórnarandstaðan hefur nú sýnt þjóðinni og þeim sem vilja vinna heilshugar að endurreisn Íslands putta...þeirra mál er fyrst og fremst flokkapólitík og hagsmunagæsla fyrir flokkinn og áhrifamenn innan þeirra.
Í morgun fékk ríkisstjórnin puttann frá stjórnarandstöðunni og hagsmunsamtök heimilana ekki síður.
Þetta var gott samtal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona frá okkur í vinafélagi Ara fróða; það hefur komið fram í fjölmiðlum í morgun að stjórnarandstaðan fékk ekkert boð frá bankaparinu S&J. Svo eru þetta allt gamlir valdaflokkar sem sitja á þingi nema Hreyfingin þannig að pistillinn missir marks. Hvet þig hinsvegar til að hringja í flokkseigendafélag Samfylkingarinnar eða stjórnarformanninn Jóhönnu og hvetja hana til aðgerða.
Einar Guðjónsson, 6.10.2010 kl. 12:10
Var stjórnarandstaðan boðuð á fundinn? Það er ekki að heyra á formönnum stjórnarandstöðu flokkanna að það hafi verið haft fyrir því. Dæmigerð aðferðarfræði stjórnarflokkanna, boða ekki menn á fund og skella svo skuldinni á þá um að ekkert hafi komið út úr fundinum.
Kjartan Sigurgeirsson, 6.10.2010 kl. 12:13
Hrannar segir hinsvegar að á fundinum í gær hafi komið skýrt fram að næsti fundur yrði í Stjórnarráðinu klukkan níu í dag.
Klukkan tíu hófst síðan fundur ráðherranna með Hagsmunasamtökum heimilanna.
( Hafa þá sofið á fundinum í gær !! )
Jón Ingi Cæsarsson, 6.10.2010 kl. 12:18
Hrannar er nú varla heimild sem hægt er að taka mark á. Össur er nú sá eini sem sefur ásamt félögum sínum í Bankastjórninni enda ræður AGS ferðinni.
Einar Guðjónsson, 6.10.2010 kl. 12:29
Sammála þér Jón Ingi!
Dagrún (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:44
Einar...þetta er bara væl.. væri ekki ráð að taka eftir aðalatriðum.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.10.2010 kl. 12:47
Gaman að þessu. Hrannar segir að hann hafi boðað stjórnarandstöðuna á fund, stjórnarandstaðan segist ekkert fundarboð hafa fengið. Ekkert mál þá fyrir Hrannar að legga fram fundarboðspóstinn og staðfestingu stjórnarandstöðufólks á honum.
Sigurður H (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:51
Þá væl í Jóhönnu geri ég ráð fyrir '' stjórnarandstaðan mætti ekki í ammælið mitt''.
Einar Guðjónsson, 6.10.2010 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.