Býður svindlgenið í Íslendingum ekki upp á frelsi.

Enn einu sinni verðum við vitni að sjálftöku og græðgi þegar kemur að því að auka frelsi og bjóða upp á valkosti. Eigandi þessa skóla virðist hafa brugðist trausti og svikið fé út úr samneyslunni og þjóðfélaginu. Það gerir það að verkum að maður fær ótrú á svipuðum tilraunum sem gerðar hafa verið í anda frelsis og frjálshyggju. Nógu mörg eru þau dæmi og sum hræðilega sársaukafull.

Þar kemur fram að skólinn hafi fengið tæplega 200 milljónum of mikið frá ríkinu. Á sama tíma hafi eigandi skólans greitt sér 82 milljónir í arð og aðilar tengdir eiganda skólans hafi fengið 50 milljónir að láni frá skólanum.

Kannski er okkur ekki treystandi fyrir frelsi... dæmi um misnotkun, svik, pretti og svínarí eru allt of mörg og dýr.


mbl.is Mun endurskoða samstarfið við Hraðbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frelsi einstaklingsins til orða og athafna eru grunnvallar mannréttindi. Það er mjög hættulegur leikur að efast um að frelsið sé gott. Í dæmi þessa skóla lýtur hút fyrir að hið opinbera eftirlitskerfi hafi brugðist. Ráðuneytið gaf skólanum eftir fjármuni, á þessum tíma voru arðgreiðslu sjálfsagður hlutur. Eðlilegsta væri að þessi skuld væri gerð upp og skólinn fengi séns í nýju efnahagsumhverfi. En gleymum ekki að fjölmargir nemendur hafa sparað 2 dýrmæt ár í lífi sínu. Nemendur frá þessum skóla geta sparað ríkinu með því að koma 2 árum fyrr út á vinnumarkaðinn og greitt skatta. Þetta hefur reynst mörgum góður valkostur.

Elli (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 11:45

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Skólastjórinn er vel skólaður í sjálfgræðgisflokkinum

Óskar Þorkelsson, 1.10.2010 kl. 12:11

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

'´Einkarekstur '' í ákveðnum  stéttum er allur svona. Einkaháskólarnir eru svona, Keilir er svona, Hraðbraut er svona. Ráðgjafaþjónustan er svona, margar lögfræðistofur eru svona. Sveitarfélögin '' reka'' sig svona og eru m.a. núna farin að fela kunningjum '' innheimtu'' á sköttum og þjónustugjöldum svona.Samt minnkar sveitarfélaga og ríkisbáknið ekkert, ekki heldur skattarnir.

Einar Guðjónsson, 1.10.2010 kl. 12:54

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Einkarekstur á þennan hátt er á algerlega röngum forsendum. Að halda að menntun sé eins og hver önnur áfyllingarstarfsemi í kókverksmiðju, er mikill missiklningur.

Hugsjónin um menntaskólann Hraðbraut var að stofna skóla fyrir gáfnaljós. Leyfa þeim að fara í gegnum studentinn á styttri tíma en öðrum. Það var vitað mál að þetta gæti verið arðbært fyrir rekendur skólans, því samviskusamir og gáfaðir nemendur læra sjálfir. Kennarinn gat verið í golfi á kaupi. Fengið skólagjöld sem plús. En þetta var ekki nóg, Það þurfti líka að setja í reikninginn að nemendur væru fleiri en þeir í raun voru.

Þetta er saga um einkarekstur, græðgi og spillingu. Allt í einum pakka.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.10.2010 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband