10.8.2010 | 15:15
Eygló Harðardóttir verður sér til skammar.
Eygló Harðardóttir talar oft hraðar og meira en hún hugsar. Hún fór mikinn í fjölmiðlum og krafðist afsökunarbeiðna og viðhafði stóryrði. En svo kemur hreinlega í ljós að hún fer með rangt mál og hefur greinilega ekki skilið ræðu ráðherra og ekki heldur um munin á lánum í erlendri mynt og lánum með erlendri gengistryggingu. Maður hefur smá áhyggjur ef margir svona eru á þingi og ekki von á góðu ef svo er.
Mbl.is segir.
Ranglega hefur verið vitnað í ummæli Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra um lán á erlendri mynt í þingræðu þann 1. júlí 2009, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar er vísað í kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins í gær þar sem sagði að ráðherra hefði í ræðunni fullyrt að lögfræðingar ráðuneytisins teldu að gengistryggð lán væru lögleg.
Að sama skapi vísar ráðuneytið á bug þeirri fullyrðingu Eyglóar Harðardóttur þingmanns í viðtali við Ríkisútvarpið í morgun að ráðherra hefði veitt Alþingi rangar upplýsingar varðandi gengistryggð lán. Ráðuneytið segir Eygló fara með rangt mál, þvert á móti komi skýrt fram í ræðunni að ráðherra vitni til niðurstöðu sérfræðinga um lögmæti lána í erlendri mynt.
Skyldi hún finna hjá sér löngun til að biðjast afsökunar á ruglinu... held ekki.
Ranglega vitnað í ræðu ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja... rólegur Jón.
Í þessari frétt er heldur betur verið að rífa ummælin úr samhengi. Því þó svo að spurning sjálf hafi vissulega verið svona
„Telur [ráðherra] lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?"
þá er alvarlegt að reyna að afvegleiða umræðuna með því að sleppa viljandi samhengið.. en það er nefnilega svona:
"Frú forseti. Í ljósi þessarar fyrirspurnar langar mig að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra. Svo virðist sem myntkörfulánin séu í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti slíkra lána hafið yfir allan vafa þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001, um vexti og verðbætur? Þar kemur fram að ekki megi miða lán við neitt annað en það sem þar stendur. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?"
Nú er ég engin prófessor í útúrsnúningum en ég get ómögulega skilið þessa spurningu öðruvísi en að fyrirspyrjandi sé að spyja hvort ráðherra telji löglegt eða ólöglegt að gengistryggja íslensk lán.
stebbi (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 15:22
Stebbi, ég er alveg sammála þér og það er Jón Ingi C (eða joningic eins og heitir á Eyjunni) sem er að misskilja hlutina. Lánin sem við köllum "gengistryggð lán" í dag, eru líka sögð vera myntkörfulán, þó það þurfi ekki alltaf að eiga við. Í fyrra notaði nær enginn hjá stjórnsýslunni hugtakið "gengistryggt lán".
Marinó G. Njálsson, 10.8.2010 kl. 16:01
Jón Ingi, ef þú ert með innstu koppum í búri samfylkingarinnar þá er þessi tilraun þín til að verja viðskiptaráðherra kanski skiljanleg. Fyrir mig sem einn af fjölmörgum ábyrgðarmönnum þess að hann er í þessu embætti er hún bara útúrsnúningur. Það eróásættanleg stjórnsýsla að ráðherra viti ekki (eða hafi ekki viljað vita) um svona þýðinagarmikil mál í hans eigin ráuneyti.
Ég geri einfaldlega meiri kröfur til þeirra sem starfa í mínu umboði á Alþingi Íslendinga. Ég veit alveg að þú hefðir verið hjartanlega sammála mér ef um hefði verið að ræða ráðherra í Sjálfstæðisflokknum.
Meðan kjósendur almennt gera ekki meiri kröfur en þetta fáum við ekki betri stjórnmálamenn en þetta.
Landfari, 10.8.2010 kl. 16:13
íslendingar eru skuldseig kvikindi. Í mínu ungdæmi var það almennt viðurkennt "að borga eftir minni." Það þýddi yfirleitt að maður borgaði ekki lán og lét víxla falla á ábeking. Traust var þó almennt sýnt í viðskiptum á milli óskyldra aðila enda pólitík sem réði því hver fékk traust og hver ekki. Nú er þetta orðið "lagaleg" flækja og orðhengilsháttur og bókstafslestur það sem gildir. Það að ríkisstjórnin lét þessi mál fara í dóm alveg fyrir hæstarétt án þess að reyna að greiða úr þeim með sanngjörnum samningum á milli lántakenda og lánveitenda voru stærstu mistökin. Hvað ráðherra sagði í fyrra og hvað hann vissi þá er aukaatriði. Stjórnvöld héldu að þau gætu keypt sér tíma með þessu. Venjuleg íslenskt tregðulögmál að takast á við vandamál áður en þau verða "óleysanleg". Mín vegna mætti öll stjórnin segja af sér. Vandamálið eru aularnir sem þá tækju við.
Gísli Ingvarsson, 10.8.2010 kl. 16:44
Ekki í fyrsta sinn sem Jón Ingi hleypur á sig og verður sér til skammar. En svona verða oft örlög flokkshestanna sem taka að sér að verja flokkinn sinn fram yfir gröf og dauða
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.8.2010 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.