Kominn tími á að skipta út yfirstjórninni.

 

Á fundi sem aðstandendur Spaugstofunnar áttu í morgun með forráðamönnum RÚV var tilkynnt um að Spaugstofan yrði ekki á dagskrá Sjónvarpsins í vetur. Hefur þeim verið boðið að sjá um áramótaskaupið um næstu áramót.

RÚV er bara svipur hjá sjón. Allt nýtilegt íþróttaefni svo sem Enski boltinn, Formúlan, Íslenski boltinn eru komin annað. Kvikmyndaval á föstu og laugardögum er orðið niðurdrepandi þriðja flokks myndir eða endursýningar á endursýningar ofan.

Nú fer sá dagskráliður sem mest áhorf allra liða hefur haft til fjölda ára. Maður spyr sig hvert stefnir með aðalfjölmiðil landsmanna. Ríkisútvarpið er í dauðateygjunum.

Nú væri ráð að hætta að skera niður af handahófi og skipulagslaust eins og þegar svæðisstöðvarnar voru skornar við trog.

Nú viljum við eigendur skipta út yfirstjórn og úvarpsstjóra ... þetta er ekki hægt lengur.


mbl.is Engin Spaugstofa í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Blessaður ég er samála þér núna Páll M hefur orðið spillingunni að bráð og mafían er búin að ná tökum á stjóranum því ber honum að víkja!

Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 15:29

2 identicon

Talandi um endursýningarnar þetta eru jafnvel endursýningar á þriðjaflokks myndum.

Kristján Birnir (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 18:28

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sorglegast af öllu er að maður getur ekki sagt upp þessari ruslstöð þ.e. RÚV

Páll Jóhannesson, 11.8.2010 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband