Er landbúnaðarmafían með VG í vasanum eins og Framsókn ?

Það hrollvekjandi að hlusta á þingmann Framsóknarflokksins bergmála ástand í í landbúnaðarmálum og neytandamálum frá því á síðustu öld.

Sigurður Ingi Jóhannsson hljómar eins og bændurnir sem riðu til Reykjavíkur og mótmæltu símanum og þingmennirnir sem studdu tillögu Höllustaða - Páls um bann við litasjónvarpi.

"Fulltrúi Framsóknarflokks í landbúnaðarnefnd segir ekkert nýtt í umsögn Samkeppniseftirlitsins um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra, en eftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Hann segir að reglur þurfi að gilda um markaðinn og óheft samkeppni og markaðshyggja hafi ekki farið vel með Vesturlönd." ( visir.is ) Hann telur þetta frumvarp réttlætanlegt..samkeppni eigi ekki við í þessari grein.

 „Engu að síður senda samtökin hér með umsögn sína um frumvarpið um leið og þau lýsa furðu sinni á því að þau samtök sem hafa innan sinna vébanda flest þau fyrirtæki sem sjá um að koma mjólkurvörum til neytenda, skuli af Alþingi ekki vera talin þess umkomin að láta í ljós álit sitt á efnisatriðum þessa frumvarps.  Samtök verslunar og þjónustu telja það einnig furðu sæta að frumvarpið skuli hafa verið samið í beinni samvinnu við hagsmunasamtök bænda og afurðastöðva, án þess að nokkrir aðrir hafi haft möguleika á aðkomu að þeirri vinnu."

Það virðist sem VG hafi tekið upp hagsmunagæslu fyrir bændamafíuna í stríði hennar við neytendur. Þessi síðasta tilraun er ein ljótasta tilraun sem sést hefur til fjölda ára til að koma í veg fyrir samkeppni. Með því væri komið í veg fyrir að verðmyndun á mjólkurafurðum lúti nokkurri samkeppni og neytendur látnir blæða til að tryggja framleiðendum..en þó aðalega framleiðendum ( MS ) fullkomna einokun. Jón Bjarnason landbúnarráðherra er fortíðin holdi klædd og ég skil ekki af hverju sá maður er ekki í Framsóknarflokknum.

Kannski ekki undarlegt þó þessir menn berjist gegn aðild að ESB þar sem svona miðaldafyrirkomulag er bannað og réttur neytenda virtur til jafns á við framleiðendur.

 


mbl.is SVÞ: Verið að innleiða algera einokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar eitthvað álit kemur frá "samkeppnisstofnun" og allir gleypa við því eins og þar sé um heilagan sannleika að ræða.  Málið er að á Íslandi þrífst engin samkeppni, ENGIN.  Hér er hinsvegar fákeppni meðhöndluð eins og samkeppni og almenningur borgar brúsann.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.8.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála Jóhannesi

Jón Snæbjörnsson, 9.8.2010 kl. 13:30

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er fátt fyndið við álit Samkeppnisstofnunar..hún hefur mikið vald og er ætlað að standa vörð um hag neytenda.. Og þið Jón og Jóhannes náttúrulega styðjið þessa einokunartilburði af því allir gera það..er það svo ? Veit ekki betur en nokkur fyrirtæki hafi verið sektuð um milljónatugi ...jafnvel hundruð milljóna vegna brota og úrskurða þeirra... fátt fyndið við það fyrir þá sem í lenda.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2010 kl. 14:42

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú skilur greinilega ekki gagnrýnina sem felst í athugasemdinni að ofan Jón Ingi.  Og að halda það að sektir skrípastofnunarinnar skipti fyrirtækin einhverju sýnir bara einfeldni þína. Þessu er öllu velt út í verðlagið.  Eina rétta er að skilgreina markaðinn rétt og láta eftirlitið beinast að stjórnendum fyrirtækjanna persónulega. Það eru ekki fyrirtæki sem brjóta reglur, það eru stjórnendurnir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.8.2010 kl. 15:39

5 identicon

Það er sorglegt að þingmenn skuli vera svona algerlega í vasanum hjá mjólkursamsölunni.Maður fer að halda að þeir fái eitthvað í vasan frá mjólkrsamsölunni

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband