31.7.2010 | 09:45
Fylgið hrynur af VG.
Af hverju hrynur fylgið af VG ? Spurning sem vert er að skoða. Flokkurinn fékk mesta fylgi í sögu sinni síðast og fylgi þeirra hefur aldrei mælst meira en í eftirmálum hrunsins 2008.
VG tók virkan þátt í andófi gegn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og uppskar mikið fylgi fyrir sýnileika sinn í þeim aðgerðum. Sumir þingmenn þeirra mættu meira að segja til leiks í umdeildum mótmælum td þegar ráðist var að lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
VG bætti við sig gríðarlegu fylgi og var um tíma að mælast stærsti flokkur landsins, sem er afar sérstakt í vestrænu ríki. Hvergi í nágrannalöndum okkar væri mögulegt að flokkur eins og VG gæti verið að mælast með um og yfir 30% fylgi. Þröngsýnn, afturhaldsamur ríkisforsjárflokkur mælst ekki á þessum nótum nema eitthvað stórt hafi gerst eins og var hér á Íslandi við hrunið.
VG kom svo með ábyrgum hætti að myndun ríkisstjórnar sem hafði það risastóra hlutverk að endurreisa Ísland eftir skipbrot frjálshyggjunnar. Formaður flokksins og ýmsir aðrir þingmenn flokksins voru afar áberandi og töluðu á traustvekjandi og öruggan hátt um endurreisn landins í anda norrænnar jafnaðarmennsku. Flokkurinn flaug með himinskautum og nú reyndi á hvernig VG kæmi til leiks eftir frábært gengi í kosningunum 2009.
En VG hefur brugðist sem flokkur. Formaður flokksins og nokkrir öflugir þingmenn hafa staðið sem klettur í samstarfi við Samfylkinguna og hafa ekki misst sjónar á hlutverki þessarar ríkissstjórnar að endurreisa Ísland. En vandinn sem veldur þessu er augljós en ekki eins einfaldur og margir hyggja.
VG er ekki að tapa fylgi eingöngu af því fjórðungur þingmanna flokksins eru óáreiðanlegir í stjórnarsamsarfi og tala gegn stjórnarsáttmálanum við hvert tækifæri. Það er auðvitað ástæða og stefnufesta flokka er mikilvæg. Allir vita að þessi fjórðungur þingmanna væri eftir sem áður óáreiðanlegur og þjónaði eigin lund í samstarfi við alla flokka, td ekki síður í samstarfi við Sjálfstæðisflokk.
VG er líka að tapa fylgi því allir sem vilja sjá það málflutningur og forsjárhyggja flokksins er að skaða Ísland til lengi tíma. Að vinna gegn þróun í atvinnulífi og velja sér þóknanlegar og óhreinar atvinnugreinar er skaðlegur hugsunarháttur. Að vinna gegn erlendum fjárfestingum er líka stórhættulegur málflutningur og er ekki ábætandi það vantraust sem erlendir fjárfestar hafa á landinu. Magma málið og fleiri í þeim dúr eru auðvitað mælistika á hversu forpokaður og þröngsýnn flokkur VG er í raunveruleikanum. Formaður flokksins hefur reynt að keyra skynsamlega millileið í málefnum erlendra fjárfesta en því miður hefur fámennur öfgahópur flokkinn og að hluta til ríkisstjórnina í gíslingu. Það auðvitað gengur ekki til lengdar.
Tækifærissinnaður hópur þingmanna VG er því ein af stóru ástæðum þess að fylgið hrynur af flokknum. Fylgið hrynur líka af flokkum af því öfgasinnaðir afturhaldsinnar og ríkisforsjármenn hafa tapað trú á flokknum því hann hefur orðið að taka ábyrgar ákvarðanir sem tengjast niðurskurði í ríkisfjármálum. Það vita flestir að það er hinn sársaukafulli hluti endurreisnarinnar. Vandi VG er því tvíþættur og ljóst að erfiðleikar og fylgishrun flokksins mun halda áfram. Ásýnd flokksins er óáreiðanleiki og tækifærismennsa, þökk sé 5-6 þingmönnum sem hafa notað hvert tækifæri til að að stinga samstarfsflokkinn í bakið og vinna leynt og ljóst gegn formanni og forustu flokksins. Slíkt rýrir trúverðugleika til lengri tíma bæði í augum kjósenda og ekki síður í augum annarra stjórnmálaflokka sem geta ekki treyst á samsstarfsflokk sem þennan til lengri tíma. Ásýnd flokksins er líka að hann sé að leggja hömlur á fjárfestingar og vilja loka landinu fyrir erlendum fjárfestum.
VG er að tapa fylgi bæði lengst til vinstri og lengst til hægri í flokknum. Öfgasinnar og afturhaldsliðið horfir til smáflokka sem stofnaðir verða um trúar og kennisetningar socialisma síðustu aldar en þeir sem eru opnari og meira tilbúnir til að viðurkenna samtíman færa sig yfir á Samfylkingu eða jafnvel Sjálfstæðisflokk. Sjálfstæðisflokkurinn er vænlegur kostur fyrir þá sem vilja loka landinu fyrir erlendum árhrifum frá Evrópu.
Fylgið sem hrynur af VG virðst færast á þessa tvo flokka en Framsóknarflokkurinn undir stjórn Sigmundar Davíðs er í áhugaverðri pattsstöðu þar sem kjósendur virðast ekki hafa nokkurn áhuga þeim flokki sem framtíðarafli í stjórnmálum á Íslandi.
Ef VG næri ekki að týna saman liðið og sýna á sér traustari og trúverðugri ásýnd við landsstjórnina mun fylgið halda áfram að týnast af ríkisstjórninni og starfsorka hennar mun beinast í æ ríkari mæli að því að halda samstarfinu saman. Slíkt er auðvitað óástættanlegt í þeim erfiðu ákvörðunum sem framundan eru.
Það eru mörg og ánægjuleg merki þess að þokist í rétta átt. Hættumerkin eru að annar ríkisstjórnarflokkurinn, eða hluti hans, vilja að Ísland verði socialiskt ríki þar sem ríkisforsjá og þröng sýn á alþjóðasamskipti er rauði þráðurinn. Slíkt sýn og framtíð á ekki upp á pallborið hjá kjósendum og ef þessi öfgahópur sem heldur ríkisstjórninni í gíslingu hættir ekki að vinna gegn stjórninni er þessi ríkisstjórn ekki á vetur setjandi.
Kjósendur hafa talað með afgerandi hætti í þessari könnun.
Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En afhverju hrynur fylgid ta af samfo Jon ertu ekki til i ad skilgreina tad lika.
Þorvaldur Guðmundsson, 31.7.2010 kl. 11:13
Þetta er kolröng greining hjá þér.
Auðvitað minnkar fylgi beggja Ríkisstjórnarflokkanna vegna erfiðra mála og svo er Ríkisstjórnin í heild ekki vinsæl, s.s. vegna ESB umsóknarinnar og Magma klúðursins og hversu illa það hefur gengið að slá þessa svokölluðu skjaldborg um heimilin.
En ef þú skoðar þetta sanngjarnt þá hefur Samfylkingin hlutfallslega tapað talsvert meiru fylgi frá sjálfum kosningunum heldur en VG í þessari einstöku könnun.
Ef þú tekur t.d. 3 síðustu kannanir og tekur meðaltal þeirra og berð saman við kosningafylgi þessara tveggja flokka þá er þetta enn meira sláandi hvað Samfylkingin hefur misst talsvert meira fylgi en VG.
Ég tel reyndar báða flokkana hafa tapað fylgi vegna ESB umsóknarinnar því það hefur reynst mörgum VG stuðningsmönnum um megn að styðja flokkinn eftir þetta og einnig hefur það alltaf komið betur og betur í ljós að fylgið við ESB umsóknina innan Samfylkingarinnar er alls ekkert svo afgerandi. Samkvæmt könnunum hafa allt frá 33 til 40% þeirra sem enn telja sig styðja flokkinn, annaðhvort vera mótfallnir ESB aðild eða vera í vafa og ekki styðja ESB helförina til Brussel. Hvað margir af þeim þúsundum sem yfirgefið hafa flokkinn undanfarið hafa gert það vegna ESB stefnu flokksins.
Athyglisvert er líka að eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók eindregið og ærlega af skarið með algjöra andstöðu sína við ESB umsóknina og að afturkalla ætti ESB umsóknina þegar í stað, þá hefur flokkurinn stöðugt verið að bæta við sig fylgi.
Alveg gengur það þvert á kenningar ESB innlimunar sinna sem sögðu að flokkurinn væri að einangrast í íslenskri pólitík og þetta myndi stórskaða flokkinn.
Það er hinns vegar reynst alveg þveröfugt eins og svo margt annað sem ESB innlimunarsinnar hafa sagt og haldið fram.
Gunnlaugur I., 31.7.2010 kl. 11:24
Samfylkingin bætir við sig sömuleiðis, mælist nú með 24 prósent, og hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í ársbyrjun.
Félagar Gunnlaugur og Þorvaldur.. ég legg til að þið kynnið ykkur betur hvað þessu könnun er að segja á milli mánaða..en mér sýnist að þið eigið það alveg eftir miðað við það sem þig skrifið.
Jón Ingi Cæsarsson, 31.7.2010 kl. 11:37
Við erum að tala um fylgistap frá kosningum sem er miklu ábyggilegri mæling heldur en mæling frá einni könnun til annarrar þar sem vikmörk geta verið 2 til 3% í könnunum en eru engar í kosningum.
Þú leggur ekki í að útskýra fylgistap Samfylkingarinnar frá s.l. kosningum og þar til nú og afhverju það er hlutfallslega meira heldur en VG.
Gunnlaugur I., 31.7.2010 kl. 11:55
Gunnlaugur.. það urðu straumhvörf í ýmsum málum síðustu tvo mánuði og það það sem þessi könnun er að mæla. Fylgi Samfó er að rísa og er skammt rétt neðan við síðustu kosningaúrslit og þremur prósentum meira en í síðustu könnun sem er hlutfallslega meiri aukning á milli mánaða en hjá Sjálfstæðisflokki.. og hvað gerðist þá síðasta mánuð.. ESB umræður hófust og í Magmamálinu og umræðum tengdum uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi kom sterkt fram hvað Samfylkingin er miklu heilsteyptari flokkur en VG.. Þú mátt svo alveg hafa þína skoðun á þessu... þetta er mín.
Jón Ingi Cæsarsson, 31.7.2010 kl. 11:59
Jón Ingi.
Kallar þú að missa fylgið úr 29,85% niður í 24% eða 5,85 prósentustig sé rétt neðan við úrslit síðustu kosninga.
Þetta þýðir einfaldlega það að Samfylkingin hefur tapað nær 20% af fylgi sín frá síðustu kosningum til þessarar könnunar og myndi því líklegast missa 4 þingmenn flokksins fyrir borð.
VG hinns vegar fékk 21,7% fylgi í síðustu kosningum sem var metfylgi og lang mesta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni fengið í sögu sinni.
Nú í þessari könnun mælist hann með 19% fylgi eða 2,7 prósentustig undir kosningafylginu, sem er nú samt alveg innan vikmarka þar sem þetta er nú bara skoðanakönnun og líka þrátt fyrir að vera í stjórn með Samfylkingunni.
Það sér það hver heilvita maður sem eitthvað kann fyrir sér í tölfræði að fylgistap Samfylkingarinnar er miklu meira og og verra og í raun meira en helmingi meira en VG.
En þú mátt alveg skoða þetta og ESB málin líka með þínum Samfylkingargleraugum !
Gunnlaugur I., 31.7.2010 kl. 13:28
Það verður borin fram vantraust á alþingi á ríkisstjórnina í haust - þá kemur í ljós hvað þriðji ríkisstjórnarflokkurinn gerir - annaðhvort axla þeir pólitíska ábyrgð á ríkisstjórninni eða fella hana en það væri mikið hagsmunamál fyrir þjóðina -
Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að njóta góðs af því að hafa tekið skýra afstöðu í ESB - málinu á landsfundi um að draga umsóknina til baka -
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu í öllum skoðanakönnunum frá kosningum - nú með 35%
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Óðinn Þórisson, 31.7.2010 kl. 13:49
Gunnlaugur..ef þú nennir að lesa og skilja þetta blogg snýr það að atburðarás síðustu vikna og mánaða. Einverntíman hefði td 35% fylgi Sjálfstæðisflokks flokkast sem afleitt..en þegar miðað er við kosningar síðast eru allir voðalega glaðir þó svo 35% væri þriðja minnsta fylgi við þann flokk frá lýðveldisstofnun.
En þetta er bara könnun með frekar lágu svarhlutfalli og þannig ber að horfa á hana til að horfa á þróun í núinu en ekki sem viðmið kosninga.
Jón Ingi Cæsarsson, 31.7.2010 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.