Stórklúður í uppsiglingu ?

 

Óhagstæð sjávarskilyrði urðu til þess að ekki var nóg dýpi í höfninni og sat Herjólfur fastur um tíma. Verið er að athuga með ferðina klukkan þrjú, en nánari upplýsingar liggja fyrir um hádegisbil.

Margir hafa haft þá skoðun að Landeyjarhöfn verði erfið og þeir svartsýnustu hafa haldið því fram að hún yrði ónothæf við vissar aðstæður.

Veðurhæð er gríðarleg og sjávarlag við suðurströndina er oft erfitt. Sandburður er mikill og það ættu menn svo sem að vita eftir aldalanga baráttu við sandinn á þessu svæði.

En að vandræðin yrðu sjáanleg með afgerandi hætti fyrstu dagana og um hásumar áttu fæstir von á. Vonandi fer þetta ekki eins og sumir hafa óttast.. að Landeyjarhöfn verði minnisvarði um alvarleg mistök í samgöngusögunni.


mbl.is Herjólfur tafðist um þrjá tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt búið sé að opna höfnina er ekki áætlað að vinnu við hana ljúki fyrr en 10.október þ.m.t dýpkun hennar, og eins og við allar aðrar hafnir landsins þá verður líka unnið við dýpkun hennar allt árið, búið að ganga vel hingað til og ég á ekki von á öðru en að þetta verði gott, það má líka geta þess að aldrei var ætlað að núverandi herjólfur myndi sigla þarna þar sem hann hentar ekki nógu vel, en annars var alltaf viðbúið að það yrðu einhverjir byrjunarerfiðleikar á þessu eins og flest öllu öðru.

Gummi (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 12:59

2 identicon

Fall er farar heill.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband