Vinstri grænir. Hnífar enn á lofti.

 

Vinstri grænir halda uppteknum hætti og tala gegn stjórnarsáttmála og samstarfsflokki í fjölmiðlum. Nú er það hinn afar víðsýni og málefnalegi sjávarútvegsráðherra sem byrjar enn einu sinni.

Í stjórnarsáttmála er skráð að hefja skuli viðræður við ESB um aðild. Samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina og henni falið að samþykkja eða hafna aðild.

Það er orðið tímabært að VG fari að skilja að traust í stjórnmálum er lykilatriði til þess að samvinna gangi. Þingmenn og nú ráðherra VG halda uppteknum hætti og stinga samstarfsflokkinn í bakið við hvert mögulegt tækifæri.

Fjölmiðagleði og tækifærismennska þessa fólks er með ólíkindum og ég öfunda enga af því að eiga eftir að vinna með þessu fólki í stjórnmálum á Íslandi til langrar framtíðar.

Þeim er einfaldlega ekki treystandi þeim sem þannig vinna.  Ég veit ekki hvort formanni flokksins hugnast tækifærissinnarnir í flokknum hans því hann vinnur af festu og heiðarleika.


mbl.is Jón vill hætta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tillaga verður lögð fram á alþingi í haust um að draga umsóknina til baka - ég býst við miklum stuðningi frá þingmönnum vg við þá tillögu -

Þjóðin fékk ekki að kjósa um það hvort farið yrði í þessar viðræður - þökk sé vg og sf - vg hlítur að vilja að leiðrétta þau mistök hjá sér -

Óðinn Þórisson, 28.7.2010 kl. 11:25

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Lýðræði er ekki mikils virði í augum þingamanna sem vilja ekki að þjóðin fái að segja sitt.

Óðinn..áttum við svo ekki að kjósa síðan um hvort þjóðin ætti að fá að kjósa um að kjósa um að fá að kjósa.. það sjá nú flestir í gegnum þennan skollaleik Sjálfstæðisflokksins.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.7.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband