24.7.2010 | 00:22
Er verið að ögra þjóðinni ?
Þetta sem ég set inn hér að neðan fer eins og eldur um sinu í bloggheima og á facebook.
Héraðsdómarinn sem dæmdi í gengislánamálinu sem Lýsing hefur höfðað, er gift Brynjari Níelssyni, sem rekur lögmannsstofu með Sigurmari Albertssyni lögmanni Lýsingar og eiginmanni eins ráðherra í ríkisstjórninni Álfheiðar Ingadóttur
Ég spyr eins og margir aðrir gera nú... er þetta virkilega rétt ? Þó svo ekki sé verið að fullyrða að dómarinn hafi verið að draga taum einhvers er þetta í besta falli óheppileg tenging ef rétt reynist.
Mér hefði eins og flestum þó eðlilegt að dómarinn segði sig frá þessu máli. Þjóðin er í uppnámi og þegar svona tengingar opinberast brestur hátt í því litla trausti sem ríkir á Íslandi í dag.
Vonandi fullvissar mig einhver um að þetta sé rangt sem hér er skrifað að ofan með rauðu.
Engar ákvarðanir á fundi ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uppfletting á ja.is leiðir í ljós að Brynjar og Sigurmar vinna á lögmannsstofunni Lagastoð í Lágmúla þar sem sá síðarnefndi (eiginmaður ráðherrans) er einn eigenda en sá fyrrnefndi ekki.
Brynjar var lögmaður Lýsingar í málinu. Vitaskuld er dómarinn, Arnfríður Einarsdóttir (skv. domstolar.is) ekki konan hans! Það hefði samstundis gert hana vanhæfa!!
Einföld leit á ja.is leiðir enda í ljós að þau eiga heima á sitt hvorum staðnum í bænum.
Þannig að rauðletrið er bull, þvættingur og kjaftæði að öðru leyti en því að ráðherrann er tengdur einum eiganda lögmannsstofu þeirra sem Lýsing kaus til að flytja mál sitt. Sem er alfarið þeirra mál.
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 01:09
Sæll og heill, Jón Ingi.
Því miður er þetta víst rétt. Það kom fram fyrir allnokkru. Bæði dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og dómarinn sjálfur þurftu að skera úr um vanhæfi og báðir úrskurðirnir voru á sama veg. Dómarinn taldist ekki vanhæfur.
Ég dreg ekki í efa að það sé samkvæmt lögum. Ég er ekki 100% viss en held að málum sé úthlutað til dómara eftir tilviljanakerfi. Það er út af fyrir sig gott kerfi. Í þessu máli hefði auðvitað verið heppilegra að annar dómari hefði fengið málið. Þessi tengsl - þótt þau falli utan vanhæfisreglna - hljóta að vekja tortryggni.
Hitt skiptir þó meira máli, að sama hver héraðsdómarinn er, þá skiptir þessi úrskurður engu máli. Hæstiréttur hefur síðasta orðið.
Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 01:21
Vegna athugasemdar "Ybbar gogg" er rétt að taka fram að lögmaður Lýsingar var EKKI Brynjar Níelsson, heldur Sigurmar Kristján Albertsson, sem reyndar er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra.
Einföld leit á Ja.is leiðir ekki í ljós sameiginlegt heimilisfang þeirra sem hér um ræðir.
En hvernig sem fólk veltir þessu, ætla ég að leyfa mér að bera traust til dómaranna og dómskerfisins. Á endanum verður það úrskurður Hæstaréttar sem gildir.
Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 01:51
Nei ybbar gogg.
þetta er svona
http://www.svipan.is/?p=9674
http://lagastod.is/starfsfolk.php
Ég veit ekki hvað Ja.is gefur þér... en einföld leit í þjóðskránni sýnir að þau eiga bæði heima í birkihlíð 14... :S go figure.
btw.. sigmar... "yfirmaður" manns Arnríðar var lögmaður lýsingar.
Stebbi (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 02:05
Eiginmaður Dómarans er ekki starfsmaður lögmannstofunar heldur samstarfsaðili eins og fram kemur á síðunni. Hann er fráleitt undirmaður lögmanns Lýsingar.
Næst munu einhverjir halda fram að hæstaréttadómararnir 5 hafi allir geysilegra hagsmuna að gæta þar sem þeir sjálfir, fjöldskylda og vinir hafi verið með gengistryggð lán og þar með vanhæfir!
AJ (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 02:16
þessi fullyrðing er eflaust rétt Jón.. það er gott að búa erlendis..
Óskar Þorkelsson, 24.7.2010 kl. 07:49
Biðst afsökunar á fljótfærninni í mér. Hafði rangt fyrir mér í öllum atriðum. Vildi bara ekki trúa þessu; hélt í einfeldni minni að svona hagsmunaárekstrar gætu bara ekki átt sér stað í siðmenntuðu samfélagi....
Þakka Jóni Daníelssyni, Stebba og Aj fyrir að leiðrétta þessa vitleysu í mér.
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 10:09
Já Ybbar gogg. Ég vildi ekki trúa þessu sjálfur. En eins og ég sagði.. það er ekki verið að halda því fram að dómarinn væri hlutdrægur en allir sjá að þessar tengingar eru afar óheppilegar og rýra traust almennings á dómskerfi og dómurum.
Það var afar kjánalegt af þessum dómara að segja sig ekki frá málinu.
Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2010 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.