23.7.2010 | 21:32
Leyningshólar..sęlureitur.
Fyrir 10.000 įrum hafši ķsaldarjökullinn grafiš sig inn ķ hlķšar fjallsins ofan Leyningshóla og fyrir a.m.k sex til sjö žśsund įrum hefur hlķšin hlaupiš fram ķ ógurlegu berghlaupi, sem viš ķ dag žekkjum sem Leyningshóla. Hlaupiš er um 3.200 metrar frį fjallsrótum og fallhęš um 800 metrar. Rśmįl efnis er tališ nema ca 80 til 100 milljón rśmmetra.
Öll öskulögin, H3, H4 og H5 hafa fundist ķ hólunum sem bendir til lįgmark 7.000 įra aldurs.
Ķ Leyningshólum er stórvaxinn birkiskógur og svęšiš er ķ umsjį skógręktarfélag Eyfiršinga. Žaš er oršiš langt sķšan ég kom ķ Leyningshóla fyrst og žaš er mikil framför ķ öllum gróšri og mér sżnist sem leikmanni aš birkiš sé aš dreifa sér hratt śt fyrir žau svęši sem hann nįši ķ ęsku minni. Verulega įnęgjulegt aš sjį žaš.
Leyningshólar voru girtir 1936-1937. Žetta voru einu skógarleyfarnar ķ Eyjafirši sem myndušu samfelldan skóg. Skógurinn var aš syngja sitt sķšasta vegna beitar og uppblįsturs. Girta svęšiš var stękkaš 1972. Ekkert hefur veriš gróšursett žarna seinni įrin en lögš įhersla aš vernda gamla birkiskóginn sem er einstakur ķ Eyjafirši.
Žaš er ekki mikil umferš ķ Leyningshólum og žeir eru ekki hinn hefšbundni śtilegustašur. Sennilega ręšur algjört vatnsleysi į svęšinu miklu um žaš og sjaldan hef ég séš tjöld eša feršamenn. Žaš er ķ sjįlfu sér gott mįl žvķ į tķmum mikillar feršamennsku er gott aš varšveita svona staši sem hęgt er aš koma og njóta frišar og kyrršar um stund og fara svo annaš til nętursetu.
Mér sżnist aš umferš hafi heldur minkaš meš įrunum frekar en hitt. Svęšiš er allt aš gróa upp eins og ég nefndi įšan og žaš žrengir aš bķlslóšum og flötum vegna mikillar grósku ķ trjįm og öšrum gróšri.
Žaš var meirihįttar aš dvelja ķ hólunum ķ dag. Ķ skjólinu varš algjör hitapottur og samkvęmt hitamęlinum ķ bķlnum var um 23 stiga hiti og jafnframt var nįnast logn. Virtist vera tveimur svörtum hefšarhundum sem meš voru ķ för frekar erfitt lķf.
Gönguleišir eru nokkar žarna en flestar fremur stuttar og gróšurinn sękir mjög aš žeim. Žaš er žvķ eiginlega hįlfgeršur barningur aš ryšja sér leiš eftir stķgunum en óskaplega notalegt aš komast ķ jafn ósnortiš land eins og žarna er aš verša.
Ašstaša fyrir gesti er ekki mikil. Fįein borš sem sum hver eru farin aš lįta nokkuš į sjį fyrir aldurs sakir. Eldstęši er hlašiš į tveimur stöšum og į öšrum žeirra į heldur glannalegum staš, undir vöxtulegum birkitrjįm sem hafa lįtiš į sjį og svišnaš undan eldinum.
Leyningshólar er stašur sem gott er aš heimsękja og velta fyrir sér jaršfręši og skoša blóm og tré.
En žaš er augljóst aš umrįšamenn svęšisins eru ekkert aš gera til aš lokka fólk į stašinn..sem gęti veriš mešvitaš af žeirra hįlfu.
Um bloggiš
Jón Ingi Cæsarsson
Fęrsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Athugasemdir
Jį, kannski mešvitaš aš vera ekkert aš halda hlutum of mikiš viš. Ég er žvķ eiginlega fegin, ef žaš er įstęšan fyrir žvķ hve lķtil umferš er um svęšiš. Žar sem ég eyddi žessum dżršardegi meš žér og hefšarhundunum (og nokkrum fleirum) vil ég žakka fyrir góšar stundir.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 23.7.2010 kl. 23:51
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.