Hlutur í HS Orku ekki vænlegur kostur ?

 

Ríkið og ríkisfyrirtæki athuguðu möguleika á að kaupa hluti í HS orku þegar Orkuveita Reykjavíkur seldi hlut sinn og einnig áður en hlutur Geysis Green Energy var seldur til Magma Energy. Lífeyrissjóðir hafa þrisvar komið að slíkum viðræðum, ýmist með ríkinu eða sjálfstætt. Þessar athuganir hafa ekki leitt til fjárfestinga.

Ólga hefur verið innan VG og víðar vegna einkavæðingar á orkuvinnsluhluta Hitaveitu Suðurnesja, HS orku. Nú hafa vel á tólfta þúsund manns skrifað undir áskorun á netinu um að stjórnvöld komi í veg fyrir sölu á félaginu.

Svo segir í frétt MBL í dag. Mér sýnist að íslendingar hafi fengið ótal tækifæri til að kaupa hluti í HS Orku og mér finnst satt að segja ómaklega vegið að þessu kanadíska fyrirtæki sem tilbúið var að koma með fjármagn í áhætturekstur sem öflugustu íslensku fjárfestarnir voru ekki tilbúnir að gera.

Mér finnst líka að skinhelgin leki af VG í þessu máli því síðast þegar ég vissi fór Steingrímur Sigfússon fyrir fjármálaráðuneytinu sem hefur haft það hlutverk að ræða aðkomu ríkisins með engum árangri.

En það var í sjálfu sér skiljanlegt. Ríkissjóður Íslands hafði enga burði til að taka þátt í áhættufjárfestingu af þessu tagi ... nánast gjaldþrota. Svo er það annað mál með lögmæti þessa.. það hefðu stjórnmálamenn átt að kanna fyrir löngu í stað þess að láta stöðug að því liggja án þess að hafa hugmynd um hvort svo sé.

Veikleikar Alþingis og stjórnsýslu opinberast okkur borgurunum í þessu máli.. 

og svo þó það sé annað mál... ég er hissa hversu litlar skoðanir menn hafa á þessum gjörningi.. ekki nema örsmátt brot af kjósendum hafa skrifa undir áskorun Bjarkar og co þó svo til hafi verið tjaldað með söng og spurningabanni fyrir fjölmiðla.


mbl.is Athuguðu HS orku þrisvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband