14.7.2010 | 15:48
Sannar enn og aftur rangfærslur ESB andstæðinga.
Eitt að því sem ESB andstæðingar hafa notað sem rök í áróðri sínum gegn umsókn Íslands er að við höfum ekki efni á þeim 800 milljónum sem talið er að þetta ferli kosti. Sú tala hefur reyndar ekki verið staðfest.
Stefan Füle, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lýsti því yfir í dag að Ísland eigi nú rétt á fjárstuðningi frá sambandinu til að búa sig undir aðild. Segir Füle, að þessi ákvörðun endurspeglaði vilja Evrópusambandsins til að styðja aðildarferli Íslands.
Þessi yfirlýsing sannar enn og aftur að ESB andstæðingar svífast einskis í áróðri sínum gegn umsóknarferlinu. Fullyrðingar þeirra um að Ísland hefði ekki efni á slíku er því rakalaus þvættingur því alla tíð hefur legið fyrir að ríki fá styrki til að standa straum af slíku og Ísland er þar engin undantekning.
Ekki veit ég hvað Ísland hefur aðgang að miklu fé en nefndar hafa verið tölur allt að fjórum milljörðum eða meir. Gott væri að það kæmi fram einhversstaðar.
Að mínu viti hefur Evrópusamabandið mikinn áhuga á að Ísland komi inn í samfélag Evrópuþjóða og það munum samningamenn okkar nýta sér til fulls. Jafnframt hefur komið fram að yfir 70% styðja aðild Íslands að ESB svo framarlega að yfirráð okkar yfir auðlindunum verði tryggð og það vita ESB ríkin mæta vel.
Hér er komin skýringin á að afturhalds og einangrunarsinnnar hafa jafn mikinn áhuga á að Ísland hætti við aðildarviðræður án þess að láta á það reyna hvað er í boði. Þeir óttast að greidd verði atkvæði um samning sem verði Íslandi afar hagstæður og innganga þar með tryggð í þjóðaratkvæði.
Rökin um kostnað eru í það minnsta kolfallin um sjálf sig.
Ísland á nú rétt á ESB-styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið ykkur einangrunnarsinna sem viljið loka Ísland inni í ESB þegar hægt er að versla við allan heiminn. Nú hefur Ísland fleirri fríverslunarsamninga en ESB, stöðugri efnahag en flest ESB ríkin og minna atvinnuleysi.
Ég legg til að þú kynnir þér ESB áður en þú ferð að tjá þig um það. Hér eru nokkrir linkar sem sýna m.a. hvað mikið af lögum ESB við höfum tekið upp, sveiflur gjaldmiðla, yfirráð yfir auðlindum s.s. Olíu o.fl.
http://docs.google.com/viewer?a=v&pid=sites&srcid=dGlsdmVyYW5pZXNiLm5ldHwxOTQ0fGd4OjQ4NjlmNThmNWI5M2M2ZDc&pli=1
http://www.business.dk/finans/smaa-banker-drukner-i-lovkrav
http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Ymislegt/Altingi_-_EES_tengd_loggjof.pdf
http://krugman.blogs.nytimes.com/2010/06/30/the-icelandic-post-crisis-miracle/
http://www.eudemocrats.org/fileadmin/user_upload/Documents/D-Reader_friendly_latest%20version.pdf
http://www.evropuvaktin.is/pistlar/15445/
http://www.bbl.is/index.aspx?groupid=38&TabId=46&ModulesTabsId=191&NewsItemID=5218
http://blogs.telegraph.co.uk/news/danielhannan/100046759/european-parliament-demands-new-concessions-from-iceland-over-banking-and-whaling/
http://euobserver.com/19/30444
Það er alveg ljóst að innlimunarsinnar eru rökþrota og keyra núna bæði á hræðsluáróðri og nú nýlega styrk sem ekki nemur heildarkostnaði við aðlögunarferlið.
Landið (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 15:59
Landið.. eimitt.. en þú hefur ef til vill ekki tekið eftir því að ESB ríki hafa sjálfstæði til þess að versla við allan heiminn þó þau séu aðildarríki ESB. Það þarf ekki að ætla neinum þá heimsku að trúa því að Þýskaland, Bretland, Svíþjóð, Danmörk og Finnland ásamt 25 öðrum ríkjum hafi afsalað sér sjálfstæði...
Þetta er móðgun við almenning að halda að hann falli fyrir jafn barnalegum rökum og þú setur hér fram.
Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2010 kl. 16:13
Landið, Öllum aðildarríkjum ESB er frjálst að versla við hvert það ríkið (sé ekki í gildi viðskiptabann) sem því dettur í hug. Tollastefna ESB er sameiginleg vegna þess að þetta er einn markaður. Í dag tekur Ísland þátt í innri markaðinum, en þó ekki í tollabandalaginu.
Í dag eru 27 aðildarríki að ESB, og þeim fer fjölgandi með hverjum áratugnum sem líður. Hérna má sjá kort yfir aðildarríki ESB og umsóknarríki (Candidate Countries).
Jón Frímann Jónsson, 14.7.2010 kl. 16:27
Við sjáum það svart á hvítu alla daga að Ísland hefur ekki burði til að halda uppi nútímasamfélagi örðu vísi en tengjast Evrópu með afgerandi hætti. Við höfum ekki efni á að halda úti heilbrigðisþjónustu, landhelgisgæslu, öryggisgæslu, löggæslu og ráðum ekki við að halda úti utanríkisþjónustu um allan heim ein og óstudd. Við verðum því dæmd í hlutskipti annars flokks ríkis ef við einöngrum okkur frá Evrópu og höldum áfram að belgjast út eins og hani á haug...þessar þrjúhundruðþúsund hræður úti við ysta haf.
Við erum aðilar að innra markaði ESB í gegnum EES og allir sem ekki eru haldnir öfgakenndu hatri á Evrópusamvinnu sjá og vita hverju þetta samstarf hefur skilað landi og þjóð. Að stíga inn... alla leið, er lokaskref á ferli sem hófst um 1970 með EFTA samvinnu. Þeir sem vilja stíga öll þessi skref til baka og trúa því að þjóð með íbúafjölda á við gott fjölbýlishús í New York geti haldi úti boðlegu samfélagi næstu árin og áratugina eru staddir í heimi sjálfsblekkingar og þjóðrembu.
Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2010 kl. 16:45
Það ber vott um frekar lélegan og ósannfærandi málstað þegar menn þurfa að grípa til fúkyrða í málflutningi sínum.
Ef einhverjir eru einangrunarsinnar þá eru það þeir sem aðhyllast ESB-aðild frekar en nokkrir aðrir. Það er rétt að ESB-ríki hafi sjálfstæði til þess að verzla við allan heiminn... en aðeins á forsendum ESB.
Annars skil ég ekki hvernig Ísland geti verið komið á fullt í aðlögunarferli að einhverju því bandalagi sem ekki er einu sinni víst að þjóðin vilji að það gangi í.
Hvað 70% og auðlindaryfirráðin varðar, þá er það líka nokkuð víst að yfir 70% Íslendinga myndu vilja setja vatn á benzíntankinn sinn ef bílar gætu gengið fyri vatni... en bílar ganga einfaldlega ekki fyrir vatni.
Emil Örn Kristjánsson, 14.7.2010 kl. 16:58
Merkilegt að þið ESB innlimunarsinnar eruð sífellt að vitna í einhverja huldu skoðanakönnun sem engar sönnur hafa verið færðar á hvort hún hafi yfirleitt farið fram eða hverjar niðurstöður hennar hafa yfirleitt verið, ef hún hefur þá nokkurn tímann farið fram.
Einu opinberu skoðanakannanirnar sem farið hafa sannanlega fram og niðurstöðurnar verið birtar lið fyrir lið sýna að andstaðan við ESB aðild er yfirgnæfandi og vel yfir 70% meðal þjóðarinnar. Úr þeim skoðanakönnunum gerðuð þið bara grín og tölduð ómarktækar.
Þið viljið ennþá með þessari ótrúlegu ESB þrákelkni ykkar ala á enn frekari sundrungu og óeiningu íslensku þjóðarinnar.
Þessi ESB umsókn er einhver mesta ógæfa þessarar þjóðar.
Við hugsum ykkur þegjandi þörfina fyrir allan yfireganginn þegar þjóðin loks stöðvar þessa vitleysu, það styttist óðum í það.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 17:44
Hér kjósa ESB-sinnar (einangrunnarsinnar) að túlka orð mín á þann veg að ríki ESB geti ekki verslað við önnur ríki utan ESB. Til að þetta sé alveg skýrt og sagt á barnamáli fyrir þá er ég að meina að í ESB verðum við að versla við önnur ríki í samræmi við samninga ESB og getum ekki gert okkar eigin fríverslunarsamninga.
Það eru fjöldi ríkja smærri en Ísland og pluma sig vel. Íslendingar voru 150 þúsund 1944, ekki stöðvaði það okkur að sækjast eftir sjálstæði. Af hverju að afsla okku fullveldinu þegar við erum orðin 320 þúsund á forsendum fámennis?
Ef ríkið er orðið of stórt þarf að sekera niður, ekki hlaupa í arm ESB.
Það er líka gaman af því hvað ESB strákarninr hérna forðast að ræða heimildirnar sem ég bendi á og fara báðir beint í að mistúlka orð mín.
Landið (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 18:03
70% myndu vilja ganga í ESB ef auðlindir okkar yrðu tryggðar.
Hvernig á að tryggja þær?
A.L.F, 14.7.2010 kl. 18:58
Landið, ESB er tollabandalag. Það er því augljóst af hverju ríkin geta ekki gert sína eigin fríverslunarsamninga. Það mun hvort sem er ekki breyta miklu fyrir íslendinga. Þar sem ESB er núna í dag með fríverslunarsamninga við flest þau ríki sem EFTA er með samning í dag (þann fær Ísland langflesta fríverslunarsamningina í dag).
Það er afskaplega barnalegt að tala um tvíhliðasamninga við önnur ríki. Sérstaklega í ljósi þess að íslendingar hafa enga burði til þess að halda úti hundruðum tvíhliða samninga við nágrannaríkin eins og marga dreymir um.
Jón Frímann Jónsson, 14.7.2010 kl. 19:07
A.L.F... nú eru að fara í gang aðildarviðræður.. ( ef þú vissir það ekki ) Í þeim kemur í ljós hvort Ísland nær samningi sem tryggir slíkt..ef ekki verður málið einfaldlega dautt og enginn samningur.
Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2010 kl. 21:56
Jón Frímann nú ferðu með rangt mál því ESB er ekki með fríverslunarsamninga við þau ríki sem EFTA hefur gert samninga við. Eina ríkið sem mig mynnir að ESB hafi gert mjög opnan viðskiptasamning, ekki fríverslunarsamning, við er Chile. ESB lítur á samninginn sem fríverslunarsamning en EFTA og NAFTA hafa bæði flokkað hann sem viðskiptasamning. Þetta ætti ég að vita sem fyrverandi starfsmaður EFTA.
Hvaða burði þarf til að hada úti fríverslunarsamningum? Síðast þegar ég vissi þá eru flestir okkar samnignar í gegnum EFTA og þeir sem eru það ekki þarf ekki mikla burði til að halda úti.
Svona til fróðleiks fyrir þig Jón minn þá er ESB með fríverslunarsamninga við Tyrkland, Balkanskagan, EFTA ríkin og mjög opin viðskiptasamning við Chile. Það er allt of sumt.
Landið (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.