Tillögur AGS skammsýnar og heimskulegar.

 

Forsvarsmenn hljómplötuverslana og útgefenda eru sammála um, að hækkun virðisaukaskatts á plötur úr 7 í 25,5%, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til, myndi koma hart niður á þessum greinum, sem þegar eigi undir högg að sækja.

Það er auðvelt að setjast niður með exelskjölin sín og líkindareikninginn og reika sig að gróða og jákvæðri niðurstöðu. En AGS virðist aðeins horfa á aðra hlið málsins og allir sem til þekkja að hækka álögur á ýmsar vörur á Íslandi mundi ekki leiða til tekjuaukningar heldur mjög líklega draga úr tekjum ríkissjóðs, minnka neyslu og auka atvinnuleysi. Slíkt væri ekki bara heimskuleg nálgun heldur einnig hættuleg fyrir þjóðarbúið og þjóðina.

Auknar álögur á eldsneyti mundi draga stórlega úr akstri, hækkun á áfengisgjaldi hefur þegar dregið úr áfengiskaupum niður fyrir þau við mið sem áttu að skila tekjum og hafa því leitt til tekjurýrnunar ríkissjóðs.

Hækkaðaður virðisaukaskattur á bækur og tónlist mundi sannarlega ekki auka tekjur, líklega mundi leiða til gríðarlegs samdráttar því þjóð í vanda sleppir þá innkaupum á slíkum varningi. Það myndi aftur leiða til fjöldagjaldþrots í þeim greinum, verslanir og framleiðendur bóka og tónlistar mundu leggja upp laupana og ríkisstjóður missa tekjur í stórum stíl, auk þess sem það atvinnuleysi yrði meira.

Hækkaður virðisaukaskattur á matvæli mundi ríða mörgum heimilum að fullu og neyðin aukast. Fleiri yrðu háðir stoðkerfum og hjálparstofnunum og þeir sem þó skrimmtu mundu draga stórlega úr neyslu. Heimilin eiga einfaldlega ekki peninga til að skila í ríkissjóð til að bæta þar í tekjuhliðina.

Maður er því fyrst og fremst undrandi á sjá þessar tillögur og mér sýnast þær staðfesta að AGS hefur lítinn skilning á því sem er að gerast á Íslandi. Tillögur þeirra eru vondar og heimskulegar og byggja á órökstuddum væntingum og þekkingarleysi.


mbl.is „Gerði út af við verslunina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband