Siðblindan byrjar snemma í Sjálfstæðisflokknum. !

 

"Ungir sjálfstæðismenn hafna öllum fullyrðingum um að hér á landi hafi frjálshyggjan kollvarpað kerfinu."

Maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta. Fyrst datt mér í hug að þetta væri grín og þeir væru að gera að gamni sínu.

En svo verð ég víst að viðurkenna að komandi kynslóð Sjálfstæðismanna er nákvæmlega jafn siðblind og ábyrgðarlaus og sú kynslóð Sjálfstæðismanna sem kom Íslandi á hliðina með spillingu, einkavinavæðingu og óstjórn efnahagmála. Eftirlitskerfin voru markvisst lömuð undir leiðsögn Davíðs Oddssonar og miðstjórnar flokksins.

Ef þetta er viðhorf hins " nýja " Sjálfstæðisflokks eru þó hreinar línur. Þeir skilja ekki, heyra ekki, sjá ekki og hafa ekkert lært.

Það er þó góð leiðsögn fyrir kjósendur framtíðarinnar að risaeðlan sem eyðilagði Ísland hefur ekkert lært og mun halda áfram á sömu braut fái hún völd á ný.


mbl.is SUS: Ekki frjálshyggjunni að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þei hljóta að líta inn postularnir Hjörtur Guðmunds, Sigurður Lúðvíks og Fannar frá rifi. Þeim er misboðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.6.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ah strákar - "common"

Jón Snæbjörnsson, 29.6.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvaða flokkur var það aftur sem barðist harðast gegn því að það yrði dreifð eignaraðild á bönkum og fjölmiðlum? er það kannski flokkurinn þinn Jón Ingi? hvaða maður skuldar íslandi meir en tvöfalt það sem stærsti útfluttningsiðnaður landsins skuldar? hvaða maður hefur þinn flokkur studd með ráðum og dáðum frá stofnun?

ekki kasta steinum úr glerhúsi. 

og hvað er málið með ykkur ellismellina og Davíð Oddsson? árið er 2010. það er mörg ár síðan þessi maður fór úr pólitík. það er engin að spá í því hvað hann er að segja að gera nema froðufellandi vinstrimenn sem eiga sér enga hugsjón eða stefnu aðra en að amast útí gamlan fyrrverandi stjórnmálamann. 

Fannar frá Rifi, 29.6.2010 kl. 13:12

4 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Ég held að menn ættu ekki að nefna einkavinavæðingu eftir að þessi ríkisstjórn tók við, því önnur eins vinavæðing hefur sjaldan sést á landi voru. Er Framsókn frjálshyggjuflokkur og er Samf. það þá líka, voru líka í stjórn og ekki stjórnuðu XD öllum bönkunum.

Haukur Gunnarsson, 29.6.2010 kl. 13:15

5 identicon

Mig langar að vera spakur en hefur fólk virkilega skoðað frjálshyggju og vitað um hvað hún snýst um? Það er svo ríkjandi reiði í þessu þjóðfélagi og því verður að finna einhvern sökudólg og kenna honum um allt sem hefur misfarist. Í þessu tilviki hafa einstaklingar bent á hugmyndafræði sem hefur ekkert ríkt hér á landi.

Í fyrsta lagi þá snýst Frjálshyggja um að einstaklingurinn beri ábyrgð á sjálfum sér og gjörðum sínum, þ.e. berð ábyrgð á þínu frelsi, og skaði ekki aðra með hegðun sinni (því fylgir að skerða ekki frelsi annarra). Þessi staðreynd kollvarpar þinni staðhæfingu að "komandi kynslóð Sjálfstæðismanna er nákvæmlega jafn siðblind og ábyrgðarlaus". Sjálfstæðisflokkurinn hefur skitið uppá bak með ábyrgðina og ekki hefur frjálshyggja ríkt í þeim flokki heldur einfaldlega einkavinaskandalar en þeir leynast víða. ;)

Í öðru lagi snýst hún um frelsi til athafna en það þýðir einnig að það eigi ekki að skerða frelsi annarra. Ég tel frelsi einstaklinga hafi verið skert gífulega mikið í bankahruninu. Getur það verið frjálshyggju að kenna? Ég sé bara enga frjálshyggju í þessu, því það fylgir ekki stefnunni að brjóta lög. :)

Ég mæli með að allir kynni sér stefnuna. Ekki láta menn eins og Hannes Hólmstein hræða ykkur frá stefnunni, því t.d. Nietzsche var geðbilaður en það sem hann skrifaði var mjög góð rit. :) (ég er þó ekki að líkja nietzsche við hannes, vildi bara gefa dæmi að menn ættu frekar að lesa ritin og svo dæma þau heldur en að dæma ritin fyrirfram vegna mannnanna sem skrifa). þau).

Indriði Einar Reynisson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 13:20

6 Smámynd: K.H.S.

ER ÞAÐ RÍKISSKATTSTJÓRA AÐ KENNA ÞEGAR ÞÚ SVÍKUR UNDAN SKATTI. Er það skattstjóra að kenna þegar þú lætur viina fyrrir þig svart. Er það löggunni að kenna þegar þú berð konuna þína. Að gefa fólki frelsi til athafna er ekki óheilbrigt eða siðlaust, en að misnota frelsið er siðlaust. Það gerðu vinir ykkar og þið stóðuð þétt við bakið á þeim fram í rauðann dauðann. Það er aðferð skúrkanna að þegar að þeim er þjarmað eins og Davíð gerði þá er að æpa um pólitíska árás og þá hoppar stjórnarabdsstaðan um borð hjá skúrkunum. Nákvæmlega það sem Ingibjörg Sólrún gerði og allir Hagkaupsrithöfundarnir þeas lygamerðirnir ásamt Samspillingarliðinu. Þér tildæmis. Það er ekki siðblint að gefa frelsi heldur að misnota það. Að kalla 30 40 % þjóðarinnar siðblint fólk segir meira um þig og þitt vandamál.

Njóttu frelsisins meðan þú getur og taktu þig taki. Það er alltaf von að geta bætt sig og sitt siðferði.

K.H.S., 29.6.2010 kl. 13:33

7 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég sé að vinstrimenn eru staðráðnir í að ræna hugtakinu frjálshyggja og gera úr því grýlu svo þeim líði nú aðeins betur og geta klappað sér á öxlina og sagst hafa fundið ófreskjuna og sigrað. Maður má sín lítils þegar öfl óttans, hatursins og skilningsleysisins hafa tekið völdin og því sé ég fram á að við verðum að finna okkur nýtt nafn á gömlu frjálshyggjuna sem hefur verið dregið í gegnum svaðið að ósekju. Einhverjar hugmyndir?

Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.6.2010 kl. 13:59

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki voru það frjálshyggjumenn sem báðu ríkið um að stimpla bankana í fínasta lagi ár eftir ár og mánuð eftir mánuð því ríkið hafði gefið til kynna að allar áhættufjárfestingar þeirra væru ríkistryggðar.

Hvaða reglur vantaði sem nú á að koma á?

Eftirfarandi voru a.m.k. í gildi:

http://www.andriki.is/vt/myndir09/her_voru_engar_reglur05022009.pdf

Geir Ágústsson, 29.6.2010 kl. 14:41

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

SUS var að gefa út álit, eftir að hafa farið yfir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og kemst auðvitað að nákvæmlega sömu niðurstöðu og nefndin sjálf í skýrslu sinni.

Inngangsorð formanns nefndarinnar, þegar skýrslan var kynnt, hófst á þeim orðum, að bankahrunið væri fyrst og síðast eigendum og stjórnendum bankanna að kenna, enda hefðu bankarnir verið rændir innanfrá.

Sé niðurstaða SUS byggð á einhverri siðblindu, hvað eru þá að gefa í skyn um rannsóknarnefndina, Jón Ingi?

Axel Jóhann Axelsson, 29.6.2010 kl. 15:01

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Axel..ég held að þú sért sleginn svipaðri blindu. Hverjir ákváðu að einkavæða bankana..hvernig og hverjir fengu. Svívirðilegasta rán Íslandssögunnar og hörmulegar afleiðingar þess..eftir að öll öryggis og eftirlitskerfi voru aflögð af Sjálfstæðisflokknum... common strákar..bjóðið lesendum ekki upp á svona blindu og afneitun.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.6.2010 kl. 17:09

11 identicon

Ég veit ekki betur en að stefnan í núverandi ríkisstjórn sé einnig að einkavæða bankana. Held þetta sé ekki bara sjálfstæðisflokks "thing", afsakið að ég sletti.

Fannar (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 17:14

12 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ég veit ekki betur en að ESB (sem þið Samfylkingarmenn eruð svo æstir í að komast í) fyrirskipi að ríki eigi ekki að reka banka og þar af leiðandi verða bankarnir einkavæddir til að greiða götuna að aðild.

Ég veit ekki betur en að þið börðust á móti dreyfðu eignarhaldi á bönkunum.

Hvernig á að skipta bönkunum núna?,  dreyft eignarhald eða selja hann einkavin einsog þið vilduð síðast.

Svona þegar ég pæli í því þá eru þið ekkert mikið fyrir dreyft eignarhald ef marka má söguna (Fjölmiðlamálið).

Jóhannes H. Laxdal, 29.6.2010 kl. 18:22

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, getur þú alls ekki sleppt þessu ofstækisfulla slagorðaglamri í einni færslu og svarað bara spurningunni, sem ég beindi til þín?

Axel Jóhann Axelsson, 29.6.2010 kl. 19:35

14 identicon

Menn eru bara húmoristar hér ......eða er ykkur kannski alvara með þessum skrifum?.

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 22:49

15 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þegar nefnd er "frjálshyggja" koma postularnir og boða hina "réttu" trú því sú sem var við lýði undir forysty sjálfsæðisflokksins er víst ekki sú rétta. Já auðvitað eru stjórnmálaskoðanir þessara manna bara trúarbrögð um það eina rétta sem mun frelsa okkur sem á hana trúum. Vandamálið er einog í kirkjunni að prestarnir eru syndugir og skemma fyrir hinni réttu boðun.

Gísli Ingvarsson, 30.6.2010 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband