Rugl og rangfærslur hjá Einari.

 

"Þetta þrengir ekki stöðu Sjálfstæðisflokksins. Enginn stjórnmálaflokkur nema Samfylkingin, vill skilyrðislausa aðild að ESB. "

Veit ekki hvort Einar veit ekki betur eða hann beitir vísvitandi blekkingum í málflutningi sínum.

Samfylkingin vill EKKI skilyðislausa aðild. Samfylkingin vill aðildarviðræður og hugsanlega samning sem lagður væri í þjóðaratkvæði.

Þetta er allt annað en bullið í Einari... sem fjölmiðlar eru svo gjarnir á að kaupa og birta skilyrðislaust.


mbl.is Þrengir ekki stöðu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvers vegna hefur Samfylkingin þá aldrei skilgreint svokölluð samningsmarkmið þrátt fyrir að hafa talað um að gera það í meira en áratug? Svar: Vegna þess að forystumenn flokksins gera, og hafa gert sér fulla grein fyrir því, að þegar allt kemur til alls er ekkert að semj um. Annars væri þessari vinnu auðvitað fyrir löngu lokið ef menn sæu einhvern tilgang með henni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 11:02

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekki stjórnmálaflokkanna einna að skilgreina samningsmarkmið.. ég held satt að segja að skilningur ykkar Sjálfstæðismanna risti grunt í þessu máli.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.6.2010 kl. 11:14

3 Smámynd: Benedikta E

Málflutningur Samfylkingarfólksins er alltaf samur við sig.

" Aðildarviðræður " hvað fellst í þeim ? Er það ekki það aðlögunarferli sem nú-verandi stjórnvöld standa fyrir með breytingum á lögum og stjórnsýslu háttum t.d á ráðuneytunum - sameiningu þriggja lykil ráðuneyta - landbúnaðar - sjávarútvegs og iðnaðar og orkumála - eftir fyrirmælum ESB............

Ef ég misskil málið þá væri gott að fá leiðréttingu þína sem Samfylkingarmanns á því.

Benedikta E, 28.6.2010 kl. 11:30

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Innlimun Íslands í Evrópusambandið hefur verið til umræðu í 20 ár. Allan þann tíma hafa Sossarnir verið nær þeir einu sem hafa haft á þessu áhuga. Allan þennan tíma hafa flestir Sjálfstæðismenn verið andstæðir innlimun og hefur það komið fram á hverjum landsfundi flokksins af öðrum.

 

Að sjálfsögðu hafa Sossarnir verið einangraðir með sína skoðun, en vegna óheppilegra hlutfalla á Alþingi hefur þeim tekist að þvinga fram aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1994 og síðan umsókn um innlimun 2009. Samfylkingin vill innlimun hvað sem það kostar, enginn velkist í vafa um það og Jón Ingi ekki síður en aðrir.

 

Hvað segir neyðarhróp Jóhönnu Sigurðardóttur um stöðun í þessu gæluverkefni Sossanna ? Hún segir að ef ekki verður gengið frá innlimunin í þessari lotu, þá verði alldreigi af þessum draumi. Hún segir að öllu skuli kostað til að ná markmiði, sem allur þorri almennings vill ekki sjá. Hér eru skoðanakannanir sem staðfesta andstöðu almennings:

 

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1067209/ 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.6.2010 kl. 11:35

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Ingi, voru raðir forystumanna innan Samfylkingarinnar, þ.m.t. bæði formennirnir Össur og Ingibjörg, bara að bulla um þessi samningsmarkmið sem flokkurinn þyrfti að skilgreina? Og hvað með allar ályktanirnar í þá veru og samþykktirnar? Er Samfylkingin bara einhver grínflokkur sem meinar ekkert með slíkum ítrekuðum yfirlýsingum? En auðvitað er Samfylkingin bara grínflokkur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 11:53

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það sem ég sé hér staðfestir það sem ég segi... ekki er skilningurinn djúpur á því sem fram er og er framundan.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.6.2010 kl. 12:03

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef þú ert þokkalega læs Hjörtur þá segi ég " Það er ekki stjórnmálaflokkanna einna að skilgreina samningsmarkmið" Að þessi verki koma allir okkar sérfræðingar í hinum ýmsu málaflokkum en ekki pólitíkusar nema að hluta.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.6.2010 kl. 12:05

8 Smámynd: Benedikta E

Jón Ingi - Á ég að taka færslu 6 hjá þér sem svar til mín ?

Það er ekkert svar - eru "sérfræðingarnir" í sumarfríi ?

Benedikta E, 28.6.2010 kl. 13:29

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir eru hræddir við að leyfa þjóðinni að kjósa um Esb. Sjálfstæðismenn vilja ekki leyfa fólkinu að kjósa um þetta mikilvæga mál. Til að við getum kosið um Esb verðum við að vita hvað í aðild okkar felst.  Það skyldi þó ekki vera að hræðsluáróður þeirra sem eru andstæðingar frelsis í almennum viðskiptum, sé hugarburður?

Jón Halldór Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 13:55

10 identicon

Jón Halldór,  er það eitthvað leyndarmál hvað fellst í aðild?...það hefur slatti af þjóðum gengið í ESB og enginn af þeim farið nokkuð í grafgötur með það hvað það þýðir.  Þú samþykkir að samlagast ESB og taka upp þeirra lög og reglur.  Það er tilgangurinn með inngöngu í ESB.  Hér er talað um einhverjar voðalegar samings umleitanir og hugsanlegar undanþágur í þessu og hinu.  Þetta er ekki til staðar, einungis hugsanlegt tímabundið aðlögunarferli að lögum og reglum sambandsins er í boði,.  Það virðist vera ómögulegt hér á landi að skilja þetta eða koma hreint fram og viðurkenna þetta hvort sem fólk vill inngöngu eða ekki.

Ætlast er til að þjóð sem gengur til viðræðna ætli ganga í ESB en sé ekki bara að spá í það.

itg (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband