Sjálfstæðisflokkurinn grefur sig ofan í fortíðina.

 

Þá liggur það fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að keyra fortíðarstefnu í anda flokksræðis og bælingar. Sjónarmið stórra hópa innan flokksins eru kýld niður og engar málamiðlanir eiga sér stað.

Mér þætti undarlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn klofnar ekki núna. Það er hreinlega valtað yfir stóra hópa fólks og ljóst að flokkurinn stendur klárlega undir gælunafni sínu " Íhaldið"

Ætla Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn að láta bjóða sér slíka foresku sem þessi niðurstaða lýsir. Ég hefði nú varla trúað því að skörungurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir léti bjóða sér slíkar trakterningar en svo virðist nú samt ætla að fara.

Það verður fróðlegt að sjá hversu vel framfarasinnar í flokknum lúta flokkaga. Munu þeir lyppast niður og taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti eða munu þeir leitast við að mynda samtök sem hafa meiri skilning á framtíðinni en steintröllið Sjálfstæðisflokkurinn.


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill nafni.

Sjálfstæðisflokkurinn er að eðli til dálítið öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Hann mætti kalla „regnhlífarsamtök“ þar sem enginn þorir að standa einn úti í rigningunni. Flokkurinn er samsettur úr hagsmunahópum sem margir hafa gerólíka hagsmuni. Það sem er þeim öllum sameiginlegt er einmitt það, að hafa hagsmuna að gæta.

Ég dreg mjög í efa að þessi viðburður dugi einn til að kljúfa þessi furðulegu regnhlífarsamtök.
Það sem hefur haldið lífi í flokknum er valdastaðan. Þegar menn standa við tertuborðið, fær hver sína sneið.

En takist okkur að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum í svo sem tvo áratugi, hygg ég að það muni duga til.
Þegar menn fá ekki lengur „daglegt brauð“, helst með sultu og rjóma, er líklegt að þeir yfirgefi samkvæmið.

Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 21:47

2 identicon

Hverju orði sannarra Jón Daníelsson.  Og samfylkingin er nákvæmlega sömu regnhlífarsamtökin.  Bara pínu önnur samtök þar sem skarast þó mjög oft inn í sjálfstæðisflokkinn.

itg (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:10

3 identicon

Í lýðræðisflokki ræður meirihluti.

 Svo ofur einfallt er það !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:48

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón, horfðu nú aðeins út "fjörðinn" með okkur .................

Jón Snæbjörnsson, 26.6.2010 kl. 23:20

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Jón Ingi

Nei, við ætlum ekki að láta bjóða okkur þetta. Hafðu engar áhyggjur nú mun ESB flokkunum fjölga! 

Það er alveg ljóst að ég og fleiri verðum mjög fegin að losna frá öllum þessum þjóðernissinnum eins og voru á landsfundinum í dag! 

Og síðan er mér og öðrum hreinlega létt að losna frá þessum spillingaröflum og sérhagsmunagæsluliði!!!

En við ESB-aðildarviðræðusinnar ætlum okkur hins vegar stóri hluti, því við erum ekki aðeins að tala um 1/4 af þeim 24% sem nú kjósa Sjálfstæðisflokkinn en munu nú yfirgefa hann, heldur stóran hlutan þeirra 12%, sem yfirgáfu flokkinn í síðustu kosningum. Þessu til viðbótar koma síðan óánægðir Framsóknarmenn 6-8% og hægri kratar 5-10%.

Slíkur heiðarlegur og óspilltur miðju/hægri flokkur gæti náð allt að 25-30% fylgi og 16-18 mönnum á þing!

Með góðri kveðju,

Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.6.2010 kl. 23:25

6 identicon

Hvað er fólk eiginlega tilbúð að fórna miklu bara fyrir tryggð sína við flokk á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Hugsið ykkur að ef við göngum í ESB þá lækka vextir á öllum lánum til heimilanna og fyrirtækja um 228 miljarða á ári, já 228 miljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem ég og þú eigum og verðum að vinna hörðum höndum fyrir og láta síðan af hendi við fjármagnseigendur. Að ganga í ESB yrði þess vegna mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman standa til boða. Hugsið ykkur einnig allar vinnustundirnar sem almenningur þarf að leggja á sig til að borga þessa 228 miljarða á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að vera ekki í nánara samstarfi við aðrar þjóðir, og husið ykkur einnig hve við gætum búið börnunum okkar betra líf ef ekki kæmi til þetta rán á hverju ári. Einnig má velta því fyrir sér allan þann frítíma sem fólk hefði ef það þyrfti ekki að vinna myrkran á milli til að borga þessa okurvexti. Áfram ESB!!!!

Svona lán munu bjóðast Íslendingum ef þeir ganga í ESB. Þeir gætu valið á milli

   1. Lán með 4 prósenta föstum vöxtum til 30 ára.

   2. Lán með breytilegum vöxtum til 30 ára. Vextirnir á því láni eru nú 1,9 prósent og geta aldrei farið upp fyrir 5 prósent.

  

Sumir Íslendingar vilja borga sín lán með verðtryggingu og vöxtum 17 falt til baka, þ.e. þeir sem eru á móti því að ganga í ESB. Þessi kjör hér að ofan standa dönskum almenningi - og öllum Evrópubúum ef út í það er farið - til boða. Og þau eru öll óverðtryggð enda slíkt fyrirbæri óþarft í heilbrigðum hagkerfum. Þau sem sagt lækka í hvert skipti sem borgað er af þeim. Ef við tökum lán til 40 ára hér á landi og miðum við 5% vexti og 5% verðbólgu, sem sagt allt í fína lagi, þá þurfum við að borga hátt í 200 miljónir til baka á þessum 40 árum. Ef við tökum lán á evrusvæðinu 20 miljónir til 40 ára, þá þurfum við að borga 24 miljónir til baka. Hvort vilt þú?

Gott fólk, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur persónulega vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?
Lestu eftirfarandi og spurðu sjálfan þig hvort það sé þess virði að styðja við bakið á kvótagreifum og óðalsbændum? Hversu miklu ertu tilbúinn að fórna svo sérhagsmunaaðilar sofi rólega á meðan þú borgar af láninu þínu?



Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni. Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.

Valsól (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 00:03

7 Smámynd: Sigurjón

Eftir þetta copy/paste hjá Valsól, langar mig að spyrja: Hvers vegna er samspillingarmönnum svona umhugað um hvað landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir?  Kemur þeim þetta e-ð við?  Mér sýnist að sá ljóti flokkur eigi nóg með sitt og að friða Vinstri Galna sem eru að fara á límingunum vegna einmitt Evrópumálanna.

Sigurjón, 27.6.2010 kl. 01:58

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

D þorði allavega að halda fund.... B þarf engann fund .... V mótmæltu og klofnuðu yfir bókun fundar.... S... já vildu ekki fund þar sem að lýðræði hentar ekki eins og er....

Óskar Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 12:09

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hversvegna treystir Guðbjörn sér ekki til að berjast fyrir sínum skoðunum innan flokksins ?

Þær prósentutölur sem hann nefnir eru hlægilegar og tilheyra ekki raunvöruleikanum - það veit hann -

Óðinn Þórisson, 27.6.2010 kl. 17:03

10 identicon

Guðbjörn er ekkert ólíkur Ólafi baugspenna.Hef alltaf  haldið að Guðbjörn væri í Samfylkingunni ef svo er þá er hann nokkuð heiðarlegur að drífa sig í burtu, hans tími er kannski kominn í staðin firrir Jóhönnu S einræðisherra.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband