Sjálfstæðisflokkurinn lítilsvirðir rétt þjóðarinnar.

 

Það liggur fyrir að þjóðaratvæðagreiðsla um hugsanlegan samning okkar um ESB aðlild verði náist þau markmið í aðildarviðræðum.

Nú vill Sjálfstæðiflokkurinn koma í veg fyrir að þjóðin fái að ráða og vill halda þessu fyrir pólitíkusa í gömlu fúlu flokkunum að ákveða framtíð okkar. Það var kannski ekki við því að búast, að valdaflokkurinn sem olli hruni Íslands skilji að það eru nýjir tímar þar sem fólki á sinn rétt. Krafa þjóðarinnar er að hún sjálf fái að ráða..ekki flokksþing Sjálfstæðisflokksins.

Það er réttur og krafa þjóðarinnar að öll spil verði sett á borðið og fólkið í landinu ákveði það sjálft hvort það vill semja sig inn í samfélag Evrópu eða standa utan þess með veikan gjaldmiðið og einangrað án þess að láta á það reyna hvort betri kostur er í boði.

Þetta er til skammar fyrir flokkinn en mátti svo sem búast við öðru ? Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn skilji ekki enn að það eru komnir aðrir tímar. Helmingaskiptareglan góðvinum flokksins er ekki í boði þó svo flokkurinn geri allt sem í hans valdi stendur til að stöðva rás tímans og stuðla að því að Ísland verði nútíma ríki með nútíma stjórnarhætti.


mbl.is Vilja draga umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

1. Það er ekki ókeypis að sækja þarna um, ættir kanski að kynna þér það

2.ESB hefur sýnt sig sem kvalara, það eru bara satistar, hálvitar og meðlimir ákveðins sértrúasafnaðar sem vilja þarna inn enda er fylgið bara bundið við um 20%

3. Allt sem samfylkingin hefur sagt hefur reynst vera hauga lýgi, slæmu spilunum hefur verið stungið undir stól og þegar spurt er um þau er svarað "það er ekki til, ég veit ekkert um það". Það eru hérum bil allir á móti þessu þó að allt það slæma sé ekki komið fram

 4.Hvaða góð vinum...???? já þú meina þjóðinni, já það er rétt hjá þér; það á ekki að hjálpa sérvin besta eins og þjóðinni

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 18:32

2 identicon

Enn ertu byrjaður Jón Ingi viltu ekki bara fara að átta þig á því að þinn flokkur er búinn að skíta hressilega uppá bak :(

Ein spurnig er þér kunnugt að ef við göngum í ESB þá erum við búin að opna landið fyrir allskonar hiskjum sem munu þurrmjólka heilbrygðiskerfið okkar sem má ekki við miklu núna?

Er þér kunnugt um að aðild að ESB þá missum við landbúnaðinn okkar eða viltu það kannski?

kv Páll Ingvarsson

Páll Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:41

3 identicon

Það fólk sem ég þekki erlendis, jafnt heimamenn sem Íslendingar, líður mjög vel með Evruna sína. Eldri systkyn mín vilja ekki búa aftur á Íslandi vegna þess að okrið hér á landi fer illa með venjulegt fólk. Ég er til dæmis einn af þeim sem er með þessi ,,venjulegu" lágu laun sem ríkið telur nóg fyrir þá sem geta ekki unnið fyrir sér, vegna ævarandi veikinda. Því miður þá get ég sannað hversu ódýrt er að lifa erlendis.

Heiðar (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 19:02

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Samfylkingin og VG vildu ekki leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort farið yrði í þessa vegferð

Þessi aðildarumsókn er ekki í umboði Sjálfstæðisflokksins

SF&VG bera jafna/alla ábyrgð á þessari umsókin -

Ég fagna þessari ályktun Sjálfstæðisflokksins -

Óðinn Þórisson, 26.6.2010 kl. 20:09

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gröfin blasir opin við Sjálfstæðisflokknum. Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn munu stofna annan flokk sem hefur meiri skilning á framtíð þessa lands innan alþjóðasamfélagsins en þessi flokkur sem líkist æ meir gamla Sovéska kommunistaflokknum þar sem bæling og flokksagi réð ferð og málamiðlanir og breytingar voru ekki á dagskrá.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.6.2010 kl. 21:14

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Páll... svona kjánalogía er ekki marktæk og það veistu vel.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.6.2010 kl. 21:15

7 identicon

Þeir sem ekki vilja leyfa þjóðinni sjálfri að taka afstöðu til ESB hafa oftast eitthvað að fela. Einkum og sér í lagi eigin setu í kringum kjötkatla valdsins og þ.a.l. þátt sinn í Hruninu. Nema VG; þeir eru á móti því þeir vilja komast að sömu kötlum og fela það svo. "Nýja Ísland" hvað...?

Betra þykir nú oftast í samningaviðræðum að sjá samninginn áður en honum er hafnað.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 21:35

8 Smámynd: Páll Bernharður Ingvarsson

djöfull ertu heilaþveginn af ESB, þá er bara eitt að segja við þig er að þér er EKKI annt um land þitt og þjóð eins og samfylkingin

Páll Bernharður Ingvarsson, 26.6.2010 kl. 21:57

9 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Hann hlýtur að vera mjúkur ESB steinninn sem þú ert svo drjúgur að berja höfðinu við Jón Ingi, sértu ekki kominn með heilahristing af þessu. Það er alltaf eins og þið Samfylkingarfólk gleymið því alveg, að 16 af 34 stjórnarþingmönnum ætla sér að vinna gegn aðild Íslands að ESB. Það er því aðeins rétt rúmur helmingur ríkisstjórnarinnar sem er hlynntur aðildinni.

Það má vel vera að gröf íhaldsins blasi við opin, en drottinn minn dýri, standi þingmenn VG í lappirnar og hætti að láta kratana kúga sig til undirgefni og kosið yrði nú, yrði Samfylkingin aðeins ljótt nafn stjórnmálaafls á ruslahaug íslandssögunnar!!

Hafsteinn Björnsson, 26.6.2010 kl. 22:40

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flestir mæla hér maklega og réttilega fyrir utan síðuhöfund.

Vegna tals hans um, að Sjálfstæðisflokkurinn lítilsvirði hér "rétt þjóðarnnar", skal minnt á þetta:

1. Nýjasta skoðanakönnunin (MMR um 14. júní) sýnir, að 70,3% þeirra, sem afstöðu taka, vilja að stjórnvöld dragi ESB-umsókn til baka.

2. Það er réttur þjóðarinnar að hér verði áfram stundaðar selveiðar, hvala- og hákarlaveiðar, sem er m.a. nauðsynlegt til að halda niðri ágangi í nytjafiska og útbreiðslu hringorms í þorski. Evrópubandalagið myndi banna okkur þetta!

3. Samfylkingin ásamt hækju sinni FELLDI tillögu um að þjóðaratkvæði færi fram um umsóknina sumarið 2009.

4. Samfylkingin var á sama tíma svo hrædd við þjóðina og virðingarlítil við rétt hennar, að þingmenn hennar og viðhengisins FELLDU breytingartillögu þess efnis, að ef "aðildarsamningi" yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreislu eftir samningaviðræður í nokkur misseri, þá yrði niðurstaðan bindandi fyrir stjórnvöld.

5. Það er réttur þjóðarinnar að vera sjálfstæð og njóta sinna fullveldisréttinda, en Samfylkingin vill breyta Alþingi í 3. flokks undirþing Brusselvaldsins; sjá ennfremur nánar hér um réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið.

6. Í Evrópubandalaginu (EU, ESB, EB) fá fjölmennustu ríkin í bandalaginu stóraukið vægi í ráðherraráðinu frá árinu 2014 skv. Lissabon-sáttmálanum. Þýzkaland verður með 16,41% atkvæðamagns (nær tvöföldun frá því, sem nú er, þegar Þjóðverjar hafa 8,41% atkvæðanna), og samanlagt verða fjögur stærstu ríkin (af 27) með 53,64% atkvæða, en sex stærstu ríkin með 70,4% atkvæðamagns, en öll hin 21 verða samanlagt með 29,6%! Viðaukinn hugsanlegi, Ísland, hefði engin sjáanleg áhrif á það til breytingar! – það yrði með 0,06% atkvæða, sjá HÉR!

7. Hin lýðræðislega ákvörðun landsfundar Sjálfstæðisflokksins er fyllilega í takt við vilja yfirgnæfandi fjölda flokksmanna hans, sennilega um eða yfir 80%. (Tek fram, að ég er ekki meðlimur hans.)

Jón Valur Jensson, 26.6.2010 kl. 23:45

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ef að fólkið sjálft fengi að ráða þá væri þetta allt í lagi. Á meðan Samfylkingin er við völd þá er það ekki svo. Þjóðin hefur sagt sitt orð um þessa aðild í mörgum könnunum og öllum ber þeim saman að um 70% þjóðarinnar hafni aðild. Að hlusta á fólkið er ekki að gerast þar er það Jón Ingi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2010 kl. 00:46

12 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Síðuhöfundur er greinilega ekki með fullyfemm eins og einhver orðaði það!!

Guðmundur Júlíusson, 27.6.2010 kl. 01:30

13 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þöggunartilskipanir sjálfstæðisflokksins eru þeirra stjórnunarform inná við. Við megum ekki láta það hafa áhrif á okkur sem stöndum blessunarlega utanvið flokkinn. Að starfa í stjórnmálaflokki sem leyfir aðeins eina skoðun og framfylgir henni er örugglega hundleiðinlegt. Sérstaklega þegar menn græða ekki lengur á daginn og orðið of dýrt að grilla á kvöldin.

Gísli Ingvarsson, 27.6.2010 kl. 17:11

14 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það er réttast að draga umsóknina til baka strax og leyfa þjóðinni að ráða hvort það eigi að umturna allri stjórnsýslunni til að ísland passi inn í ESB eða ekki.

 Hættið þið ESB sinnar þessum kjánagangi um að ísland eigi eftir að fá einhvern tímamóta samning við ESB sem engin önnur lönd hafa fengið.  Það nægir að lesa stofnsáttmála ESB og kynna sér þá samninga sem aðrar þjóðir hafa fengið. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband