Eru Akureyringar gamaldags og haldnir fortíðarhyggju ?

 Vilja verslanir lokaðar á sunnudögum

Meirihluti bæjarbúa á Akureyri og nágrenni vilja að verslanir séu almennt lokaðar á sunnudögum, ef marka má niðurstöður úr vefkönnun Vikudags. Könnunin var framkvæmd um tveggja vikna skeið og voru þátttakendur hátt í 400 manns. Spurt var: Ert þú fylgjandi því að verslanir séu lokaðar á sunnudögum? Um 74 prósent þátttakenda svöruðu því játandi, 24 prósent svöruðu neitandi en tvö prósent höfðu ekki skoðun.

Þessi frétt birtist á vef Vikudags í dag. Maður getur ekki orðið annað en undrandi á því að 3/4 þeirra sem taka þátt vilja að verslanir séu almennt lokaðar á sunnudögum.

Þegar ég bjó í Reykjavík á árunum 1981 - 1984 voru búðir lokaðar í Reykjavík á sunnudögum og frá hádegi á laugardögum. Sem betur fer fyrir Akureyringinn sem var þó vanur að geta verslað í lúgum um helgar ( það var siður hér í bæ á þeim tíma) að á Seltjarnarnesi var hægt að bjarga sér um það nauðsynlegasta í verslun nokkra metra vestan landamæra Reykjavíkur-Seltjarnarness. Vegamót held ég að hún hafi heitið.

Ef að þessir 3/4 Akureyringa fengju sitt fram gæti svo farið að við bæjarbúar og gestir okkar þyrftum að bregða okkur til Dalvíkur eða Húsavíkur til að bjarga okkur um nauðsynjar um helgar. Það væri hressandi bíltúr og góðar tekjur fyrir verslanir á þeim stöðum.

Næst gæti ég séð niðurstöður þar sem bæjarbúar vilja að KEA verði endurreist, SÍS fari að súta gærur á Gleráreyrum og gamli Gagginn verði opnaður á ný. Það væri nú notalegt að geta farið og keypt sér KEA pylsur og KEA saxbauta í kjörbúðinni í hverfinu sínu á virkum dögum.

En að öllu gríni slepptu. Það er umhugsunarefni hvað það er sem kallar fram svona niðurstöðu. Auðvitað er fráleitt að hugsa sér að verslun og viðskipti leggist af á sunnudögum í nútíma samfélagi. Auðvitað loka menn ekki búðum og þjónustu árið 2010. Sjáum fyrir okkur ferðamannaiðnaðinn í bæjarfélagi þar sem allt væri lok og læs, eimitt þegar ferðamennska vikunnar stendur sem hæst.

Ég á svolítið erfitt með að neita því sem kunningi minn á höfuðborgarsvæðinu segir um okkur þegar maður sér svona. Þið eruð lokuð og gamladags og lifið í fortíðinni. Ég neita þessu auðvitað harðlega en viðurkenni að sú neitun verður nokkuð hjáróma þegar svona staðreyndir blasa við þeim sem halda þessu fram.

Já... ég er hugsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sunnudagsopnanir á verslunum hækkar vöruverð án þess að neytendur kaupi neitt meira !

Hér eru allar verslanir lokaða á sunnudögum og enginn saknar þess..  sunnudagsopnanir eru afkvæmi andskotans ;).. og auðvaldsins

Óskar Þorkelsson, 24.6.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar.. þú ert væntalega að tala um Norðmenn sem eru milljón árum á eftir öðrum í þjónustu við samfélagið. En það er auðvitað fullgilt sjónarmið að hafa árið 1955 ef manni sýnist svo.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Eitt af því sem ég hefði helst viljað breyta á Akureyri þau tvö og hálft ár sem ég bjó þar, var opnunartími verslana. Margar verslanir eins og Byko o.fl. voru með lokað á sunnudögum, sem kom sér oft illa. Þó var það kostur að Glerártorg og fleiri staðir voru með rýmri opnunartíma, sem og Bónus og Hagkaup.

Áður en ég flutti til Akureyrar man ég sérstaklega eftir einni helgi þegar ég var þar í heimsókn. Minnir að það hafi verið hvítasunnuhelgi, en það var alla vega einhver frídagur. Þetta var fyrir kreppu og mig langaði því að eyða einhverju í skemmtilegum búðum í bænum, en allt var harðlokað. Það skiptir nefnilega máli að það sé opið í verslunum og á veitingastöðum þegar ferðamenn koma í bæinn. Ef Akureyri vill vera ferðamannabær gengur gamaldags viðhorfið ekki, alla vega ekki ef menn vilja fá einhverjar tekjur af ferðamönnunum.

Svala Jónsdóttir, 24.6.2010 kl. 19:15

4 Smámynd: Katrín

Vilja menn ekki líka loka aðgengi ferðmanna að bænum á sunnudögum?Það væri fínt þá kæmi fólkið vestur :)D

Katrín, 24.6.2010 kl. 20:22

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Norðmen eru á undan íslendingum í flestu, líka verslunarmálum Jón, hroki íslendinga og LETI er að drepa íslenskt þjóðfélag.

Óskar Þorkelsson, 25.6.2010 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband