Þarna liggur meinið.. Svaf í tímum ?

 

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, er meðal þeirra fjölmörgu sem eru staddir í Agadir í Marokkó þar sem ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins stendur yfir. Hefur AFP fréttastofan eftir Kristjáni að hann sjái ekki muninn á hvalveiðum og öðrum fiskveiðum. „Hvalir eru eins og hver annar fiskur".

Þetta útskýrir margt sem frá þessum manni hefur komið í gegnum árin. Það væri ráð að hann fengi að sitja nokkra tíma í einhverjum grunnskólanum. Ég reikna með að einhverjum kennara yrði ekki skotaskuld úr að leiðrétta þessa ranghugsun sem hlýtur að byggja á að hann hefur sofið í líffræði og dýrafræðitímum í gamla daga.  LoL


mbl.is „Hvalir eru eins og hver annar fiskur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að Kristján viti eins og flestir aðrir að hvalir eru spendýr en ekki fiskar og þetta sé fræðileg samlíking en ekki alhæfing. Auk þess gæti verið að þýðing Mbl.is  væri, eins og oft áður, ekki sem nákvæmust.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sama hvað það er... maðurinn virkar eins og kjáni í mörgum yfirlýsingum sínum  enda vondan málstað að verja..    vill eyða milljónatugum í að veiða óseljanlega vöru.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2010 kl. 09:42

3 identicon

Ætli hann eigi ekki við, að það er sama að stunda hvalveiðar og fiskveiðar. Þessi tegund er ekki í útrýmingarhættu og þessvegna sjálfsagt að nýta hana. Þegar tegund er í útrýmingarhættu, og lítið fynst af henni á miðunum, þá sjálfkrafa hætta veiðarnar , því þær bera sig ekki. Þegar selapest drap tugi þúsunda sela í Östursjó, þá kom miljöpartied í Svíþjóð með þann áróður að selir dræpust af mengun frá iðnaði. Auðtrúa unglingar trúðu þessu og kusu partíið inn á þing (riksdag). Þessi trúarflokkur er pest í mannheimi og hefur gert stórann skaða í samfélaginu, m.a. fengu það í gegn að selur er friðaður í Eystrasalti og hefur hann fjölgað sér það mikið að margir sjómenn hafa hætt vegna tjóns á veiðarfærum og bitskemda á þessum fáu fiskum sem þeir hafa fengið. Það er sama fólkið sem er á móti hvalveiðum og það fylgir þessum pólutísku fávitaflokkum og því miður hafa þeir oft úrslitavaldi þegar kosið er um mikilvæg mál í þinginu, samber Svíþjóð.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 09:52

4 identicon

Það sagði við mig Svíi í vetur. Al besta kjöt sem ég hef borðað á ævi minni var í Noregi. Það var hvalkjöt. Það var ólýsanlega gott. En hvað með Lundann, á ekki að hætta að veiða hann. Hann er í útrýmingarhættu vegna fæðuskorts, því hvölum hefur fjölgað það mikið að þeir gleypa frá þeim sílinn. Eða hvað?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:00

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það fer tvennum sögum af því hvor kjötið sem Kristján flytur út sé seljanlegt eða ekki Jón. 

Þeir sem vilja trúa því að Kristján sé tilbúinn til þess að stunda hvalveiðar með ærnum kostnaði árum saman án þess að geta selt kjötið ættu ekki að kalla hann kjána.

Hvað Hrefnuna varðar er það dagljóst að engin skortur er á kaupendum hér innanlands og ég er einn af þeim.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 10:12

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég líka Axel..var eimitt að fjárfesta í 25 kg af hrefnukjöti...

Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2010 kl. 10:52

7 identicon

Það þó nokkuð munur á hvali og fiska.  Fyrir utan að það fyrrnefnda spendýr með heitu blóði og hitt fiskur með köldu blóði.  Hvalir þurfa öll að vera nálægt yfirborðinu öðru hvoru til þess að sækja sér súrefni.  Þannig það er mun auðveldari að finna og fylgjast með hvali en fiska.  Það er miklu auðveldara að útrýma spendýr en fiska í sjó.  Þegar að stofnstærðir á spendýrum ná ákveðnum lægð, þá útrímist stofninn að sjálfum sér.  Þar sem fæðingar er munn færri en afföll.  Mannkynnið hefur nú þegar útrýmt einhverja hvalategundir.  Þetta er ekki spurning um að Ísland eitt og sér sé að veiða hvali.  En ef það er engin mótspyrna við hvalveiðar, hvað gerist ef að hvern einasti ríki á jarðarhveli sendu út báta til að veiða hvali ???  Ísland er ekki einn í heimi.  Hafi þið góðan dag.

Ragnar (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:38

8 identicon

Hvers vegna hefur Hvalurinn þessa sérstöðu í augum margra ?

Ég veit vel að í áróðursstríðum nær sannleikurinn sjaldan upp á yfirborðið, en hvað er málið ??


Eru hvalfriðunarsinnar svona illa gefnir ???

runar (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband