13.6.2010 | 10:34
Sýndarmennska L-listans.
Í bænum er nú mjög rædd auglýsing eftir bæjarstjóra. Á henni má greinilega merkja að verið er að ráða skrifstofustjóra L - lista fólksins en ekki bæjarstjóra með raunverulega stöðu og vald í pólitíkinni.
Frá því 1994 hefur bæjarstjórinn á Akureyri átt sér bakland í póltitíkinni og forsendur hans hafa verið sóttar til þeirrar staðreyndar að hann hefur beint umboð bæjarbúa sem kjörinn bæjarfulltrúi. Nú er snúið aftur um tvo áratugi og í fyrsta sinn frá 1990 er bæjarstjórinn ráðinn sem óbreyttur starfsmaður án nokkurrar pólitískarar stöðu. Það er afturför að margra mati og gerir stjórnsýsluna veikari og dreifðari.
Bæjarstjórinn er í raun valdalaus skrifstofumaður með fínan titil.
Nú hefur bæjarslúðrið fengið byr undir báða vængi eftir að auglýsing birtist í bæjarblöðunum og auglýst eftir bæjarstjóra sem ekki þarf háskólapróf, ekki stjórnunarreynslu og megináhersla lögð á hæfni í mannlegum samskiptum. Það er sem sagt verið að auglýsa eftir hlýðunum og þægilegum einstaklingi til að vera starfsmaður L-listans í Geislagötu 9.
Bæjarslúðrið segir líka að búið sé að ákveða hver fær starfið og auglýsingin sé sýndarmennska og leiktjöld. Nafn Eiríks Björgvinssonar hefur verið nefnt þar til leiks.
Ég er ekki viss um að það sé rétt því það sem ég þekki Eiríks væri hann varla til í að taka að sér slíkt hlutverk sem blasir við bæjarstjóra Akureyrar næstu fjögur ár. En við sjáum til hvað verður.
Það hefur líklega engan tilgang að sækja um þessa stöðu því ef marka má bæjarumræðuna sem oft á við rök að styðjast er búið að eyrnamerkja þessa stöðu einhverjum... hver sem það nú er þegar upp er staðið.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.