Mistök Landsvirkjunar tefja að hjólin fari að snúast.

 

"Niðurstaða úrskurðarins er vonbrigði fyrir Landsvirkjun, þar sem hún hefur í för með sér að umtalsverðar tafir verða á upphafi framkvæmda við Búðarhálsvirkjun.  Líklegt er í ljósi úrskurðarins og þess tíma sem útboðsferli innan evrópska efnahagssvæðisins tekur að framkvæmdir við Búðarháls hefjist í fyrsta lagi á haustmánuðum þessa árs," segir í yfirlýsingu frá Landsvirkjun."

Landsvirkjun getur engum um kennt en sjálfri sér. Þeim hefði átt að vera það fullkomalega ljóst að verk af þessari stærðargráðu bæri að bjóða út á EES svæðinu.

Að lýsa yfir vonbrigðum er af sama toga og einhver er gómaður fyrir lögbrot en hefði getað sloppið með það.

Ógæfu landsins verður margt að vopni þessa dagana og ömurlegt þegar svona klúður seinkar enn uppbyggingu efnahagslífs og enn dregst að hjól atvinnulífsins farið að snúast.


mbl.is Auglýsa hefði átt á EES-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hverju máli skiptir seinkunin, Jón Ingi, úr því sem komið er.

Íslendingurinn hvort sem hann heitir Pétur eða Páll á ekki möguleika þegar EES veldinu er hleypt fremst á jötuna.

Góð tilraun, þótt mistækist, hjá Landsvirkjun að gefa íslensku verkafólki möguleika verður geymd en ekki gleymd - víða!

Kolbrún Hilmars, 10.6.2010 kl. 20:14

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru næstum 20 ár síðan við gerðumst aðilar að EES og hundruð ef ekki þúsundir verka hafa verið boðin út á því svæði á vegum ríkis og sveitarfélaga... Það er undarlegt ef stjórn Landsvirkjunar veit ekki betur..um það snýst málið og maður spyr sig um hæfi þeirra sem á þessu bera ábyrgð.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.6.2010 kl. 20:41

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Ingi, ef þessi Búðarhálsvirkjun kemur ekki til með að veita neinum atvinnulausum íslendingum vinnu þá má alveg gleyma framkvæmdinni mín vegna.

Hversu mörg íslensk fyrirtæki hafa boðið í og hlotið verkefni á EES svæðinu sem íslenskir starfsmenn hafa unnið við ytra. Manst þú eftir einhverjum slíkum?

EES samningurinn átti aldrei að vera svo einhliða að snúast bara um framkvæmdir á Íslandi - eða var það?

Kolbrún Hilmars, 10.6.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki hugmynd...en það er þá bara okkar aumingjaskapur að gera það ekki. ... Á Akureyri er verið að breyta úrgangstjórnun og sorphirðu og það verk var skylda að bjóða út á EES svæðinu..og það var gert og það komu aðeins íslensk tilboð..enda eru okkar verk flest hver það lítil að það tekur því ekki fyrir erlend fyrirtæki að takast á við þau hér úti í ballarhafi með tilheyrandi tilkosnaði . Þeir líta aðeins við því stærsta eins og Kárahnjúkum og slíku... og ef til vill Búðarhálsvirkjun ef það er þá nógu stórt.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.6.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband