3.6.2010 | 11:13
Þá rifjast upp gömul en sönn saga.
Akureyringur flutti í 8 íbúða stigagang í fjölbýli í Reykjavík. Um mánaðarmót barst honum hitaveitureikningur eins og eðlilegt var. Hann var ekki kunnugur innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur þannig að hann fór með reikninginn og greiddi fyrir hann með bros á vör. Veruleg lækkun frá hitaveitureikningnum frá nokkurra ára gamalli Hitaveitu Akureyrar.
Nú fór svo að húsformanni í stigaganginum fór að lengja eftir hitaveitureikning þegar líða fór á mánuðinn. Hann hafði samband við Orkuveituna og fékk að vita að reikningurinn var greiddur. Þá hóf hann eftirgrennslan hjá íbúunum í hinum sjö íbúðunum og þar á meðal dreifbýlingnum frá Akureyri. Hann gat ekki vitað að sameiginleg grind var fyrir stigaganginn og hússjóður greiddi hitaveituna.
Þá kom hið rétta í ljós. Akureyringurinn hafði greitt reikninginn fyrir allar átta íbúðirnar og þótti ekki dýrt.
Hvor sambærilegur munur er í dag og þarna var upp úr 1980 veit ég ekki en þykist þó vita að íbúar á höfuðborgarsvæðinu búa við verulega lægri hitaveitugjöld en víðast hvar úti á landi...gaman væri að fá tölur og bera saman.
Gjaldskráin verður að hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þessi er eldgamall.. enn og aftur, fólk velur sér búsetu og sætir sig við þær aðstæður sem eru áhverjum stað.. er ekki svo ?
Óskar Þorkelsson, 3.6.2010 kl. 17:08
Já..frá því 1979. Þá var munurinn 7 faldur en samkvæmt könnun hjá mér núna greiða höfðuborgarbúar um 1/3 af hitakostnaði á Akureyri.
Það þýðir að ég greiði um 78.000 á ári við að hita íbúðina mína en það mundi kosta mig um 26.000 krónur ef ég byggi í henni á höfuðborgarsvæðinu.
Jú það velur sér hver búsetu en það þýðir ekki að ekki megi benda á aðstöðumuninn því þessi munur er einn meiri þegar við færum okkur og skoðum svæðin td fyrir austan sem ekki búa við sambærilega möguleika og á heitari svæðum.
Þess vegna eiga menn ekki að væla þó vegafé fari í stærri stíl út á land því gatnakerfi suðvesturhornsins er aðeins örlítið brot af vegakerfi landsins þegar horft er til vegalengda. Höfuðborgarbúar verða bara að sætta sig við það enda velja þeir sér búsetu þarna sjálfviljugir.
Jón Ingi Cæsarsson, 3.6.2010 kl. 17:44
Góður, þó gamall sé.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.6.2010 kl. 15:54
ef þú byggir í rvk þyrftir þú sennilega að borga tvöfalt eða þrefalt meira fyrir íbúð'ina..
Óskar Þorkelsson, 4.6.2010 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.