Uppbygging Akureyrarflugvallar í fullum gangi.

flugstodin

 

  Skipulagsnefnd hefur verið að undirbúa framkvæmdir á Akureyrarflugvelli og færa skipulag svæðisins í það horf að uppbygging geti orðið í samræmi við áætlanir.

Það má merkja að vinnubrögð skipulagsyfirvalda á Akureyri eru markvissari og ákveðnari en sjá má við Reykjavíkurflugvöll.

Bókanir frá því á miðvikudag.

 

5.  Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018. Breyting á aðalskipulagi - flugvallarsvæði
SN100050

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni, dags. 20.05 2010.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
1) Breytt afmörkun flugvallarsvæðisins til samræmis við deiliskipulag.
2) Landfylling norðan flugstöðvar stækkuð lítillega til norðurs.
3) Landfylling gerð sunnan Leiruvegar undir aðflugsvita.
4) Göngu- og reiðleið sunnan flugvallar lagfærð til samræmis við deiliskipulag.
5) Færsla á legu Brunnár.
6) Syðri vegtenging flugvallarsvæðis við Eyjarfjarðarbraut færð til suðurs til samræmis við deiliskipulag.
7) Þéttbýlismörk aðlöguð breyttri afmörkun flugvallarsvæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


6.  Eyjafjarðarbraut, flugvallarsvæði. Breyting á deiliskipulagi
SN090134
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar. Tillagan er unnin af Páli Tómassyni frá Arkitektur.is ehf, dags. 20.05.2010 f.h. Flugstoða ohf.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
1) Breytingar á flugbrautum.
2) Breytingar á stærð og lögun vöruskemma.
3) Breytingar á byggingareit nýrrar flugstöðvar.
4) Breytingar á staðsetningu rotþróa.
5) Breytingar á aðkomu og bílastæðum.
6) Breytingar á landfyllingum.
7) Breytingar á legu göngu- og reiðstíga sunnan flugbrautar.

Skipulagsnefnd óskar eftir að bætt verði inn í greinargerðina ákvæði um tengingu fráveitu við bæjarkerfið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

borgað með skattfé reykvíkinga ;)

Óskar Þorkelsson, 28.5.2010 kl. 21:18

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar minn.. skattfé er sameiginlegur sjóður allra.. enda eru samgöngumannvirki þjóðareign.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.5.2010 kl. 21:19

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er merkileg staðreynd í ljósi þess að reykvíkingar fá um 5 % af þessu svokallaða almannafé til samgöngumála .. eða er það ekki svo ?

Óskar Þorkelsson, 28.5.2010 kl. 21:21

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mældu lengd vegakerfis innan Reykjavíkur... það er miklu minna en 5% af vegakerfi landsins.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.5.2010 kl. 21:29

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vegakefið í reykjavík fyrir utan stofnbrautir eru borgaðar af útsvari reykvíkinga en ekki sköttum landsmanna.. þetta áttu að vita Jón ;)

Óskar Þorkelsson, 29.5.2010 kl. 05:48

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Samgönguráðuneytið er búið að reyna að borga fyrir samgöngumiðstöð í Reykjavík en hingað til hafa Reykvíkingar ekki viljað hana. Það er varla hægt að kvarta þegar menn vilja ekki skattféð er það?

Lára Stefánsdóttir, 30.5.2010 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband