6.5.2010 | 16:48
Réttlæti nær vonandi fram að ganga.
Umræðan á Íslandi hefur verið út úr öllu korti. Frá hruni hefur verið æpt á torgum að handtaka þennan og hinn og taka fjármuni af þessum og hinum.
Eva Joly... sú dáða kona hefur hvatt fólk til stillingar og sýna þolinmæði. En það hefur gengið illa og kallað hefur verið eftir réttlæti götunnar... og " hengja " menn án dóms og laga. Þannig ganga hlutir ekki fyrir sig í réttarríkjum... þar eru menn sakfelldir..dæmdir og þá hefst refsing. Á Íslandi er ekki dæmt á líkum og alls ekki þannig að eitthvað gerist án dóms og laga..sem betur fer.
Nú sjáum við fyrsta mál þessarar tegundar birtast. Ein af aðalpersónum hrunsins er sett í gæsluvarðhald.. ef dómari samþykkir að það eigi að verða svo. Ef ekki verður honum sleppt en annars mun hann dvelja í fangaklefa í hálfan mánuð eða svo. Hreiðar er ekki dæmdur maður enn sem komið þannig að ég held að fólk ætti að stilla Þórðargleði sinni í hóf fyrst um sinn.
Þetta er einstakt mál sem er á byrjunarreit. Kannski sjáum við mörg þannig á næstunni. Þá er eftir að rétta yfir manninum, sanna á hann sök og dæma. Ef það tekst ekki gengur hann út úr dómssal frjáls maður. Ef ekki, verður hann dæmdur í fangelsi í einhvern tíma, ef til vill nokkur ár.
En þangað er enn langur vegur og ýmis ljón á veginum. En boltinn er farinn að rúlla og það er vel.
![]() |
Hreiðar Már handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 819287
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það eru ákveðnir "hlutir" sem ég vil fá til baka en to tre - hef lítinn áhuga á að halda þessum manni upp á hoteli næstu misserinn
Jón Snæbjörnsson, 7.5.2010 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.