Málþing um umhverfismál. Hvar eru frambjóðendur ?

 

Fífill á björtum degi-8580

 

Var með innlegg á fundi um umhverfismál á Hótel Kea í dag. Það var Norræna upplýsingaskrifstofan sem hélt þessa ráðstefnu og þar mætti umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir frá umhverfisráðuneyti..

Þarna voru margir skemmtilegir og gagnlegir fyrirlestrar m.a. mættu þarna Stefán Gíslason áður forstöðumaður Staðardagskrár 21, Georg Hollanders, Sigríður Stefánsdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkusetri, Drífa Þórarinsdóttir leikskólakennari, og undirritaður. Fundinum stjórnaði Pétur Halldórsson útvarpsmaður og umhverfisáhugamaður.

 

Ég fjallaði um verkefni og þátttöku Akureyrar í norrænu verkefni sem nefnist Countdown 2010 sem staðið hefur frá 2006 og gengur út á endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika á völdum svæðum. 14 önnur sveitarfélög á Norðurlöndum taka þátt.. þar á meðal Álftanes frá Íslandi.

En hvað er um að vera ?

Framundan eru bæjarstjórnarkosingar. Þess vegna hefði maður búist við að ekki yrði þverfótað fyrir frrambjóðendum og bæjarfulltrúum. En það var öðru nær.. mættir voru.

1 bæjarfulltrúi

 1 frambjóðandi frá  S - lista.

2 frambjóðendur frá L -  lista

1 frambjóðandi frá D - lista.

0 fulltrúar frá  B - lista.

0 fulltrúar frá A - lista.

1 frambjóðandi frá V lista.... ( bæjarfulltrúinn ofangreindi )

Ég verð að segja að þetta er ákaflega dapurlegt að sjá. Það er greinilegt að umhverfismálin eiga ekki hug og hjörtu stjórnmálaflokkanna á Akureyri og mér finnst þetta hálfgerð móðgun við Norrænu upplýsingaskrifstofuna og umhverfisráðherra. Maður veltir fyrir sér hvaða valkost umhverfissinnar eiga í komandi kosningum ef þetta endurspeglar áhuga framboðanna á þeim merka málaflokki.

Ég vona að þetta sé ekki sýn á umhverfismálaáherslur á næsta kjörtímabili.

Mér sýnist að þarna hafi mætt 8% bæjarfulltrúa og 0,7 % frambjóðenda á listum flokka á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég kom ekki heldur þótt ég sé áhugamaður um líffræðilega fjölbreytni.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband