Þetta mjakast. 6-7 eftir.

 

Ég sagði í bloggi að ég vildi sjá allt að tíu núverandi þingmanna hverfa af þingi vegna upplýsinga úr hrunskýrslu Alþingis.

Nú hafa tveir þeirra tekið pokann sinn, í það minnsta tímabundið. Þá eru enn eftir nokkrir sem eiga mikið eftir til að gera hreint fyrir sínum dyrum og eiga að taka þá Björgvin og Illuga sér til fyrirmyndar.

Þar ber fyrstan að telja Bjarna Benediksson sem hefur verið ákaflega klaufalegur síðustu daga í eigin réttlætingu. 

En það eru fleiri sem eiga að taka sér frí... til lengri eða skemmri tíma eftir atvikum. T.d. eiga allir þeir sem tilgreindir eru í samhengi við ofurlán langt umfram það sem eðlilegt getur talist fyrir einstaklinga.  Það er líka mín persónulega skoðun að hlutur Tryggva Þórs Herbertssonar þoli illa skoðun og hann ætti að mínu mati að gera landsmönnum þann greiða að víkja af þingi og snúa sér að öðru.

Það væri gott skref í þá átt að endurheimta trúverðugleika þingsins.


mbl.is Illugi fer í leyfi frá þingstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Bjarni getur manna síst vikist undan afsögn...

hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 14:24

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

strákar - þetta nálgast einelti hjá ykkur með Bjarna - bíðið aðeins rólegir

Jón Snæbjörnsson, 16.4.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Og á eftir upptalningu þinni en kannski ekki síst, eru það þau þrjú úr Samfylkingunni sem gengdu ráðherraembættum í síðustu ríkisstjórn og sitja enn, sem eiga að taka pokann sinn og víkja. Það er engan veginn trúverðugt að þau skuli sitja enn sem ráðherrar. Þau geta ekki á nokkurn hátt afsakað sig með því að þau hafi ekkert vitað um hvað var í gangi. Vertu nú sjálfum þér samkvæmur og hvettu þitt eigið fólk til að axla ábyrgð líka, þó varla sé við því að búast.

Hafsteinn Björnsson, 16.4.2010 kl. 15:41

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfstæðisflokkurinn stefnir í að verða minnsti flokkurinn á þinginu með sama áframhaldi.

Það hefnir sín illilega þegar ekki er hlustað á aðvaranir. Hvorki Davíð, Geir né Halldór sinntu aðvörunum og efasemdum um einkavæðingu bankanna og sitthvað fleir. Þeir töldu sig hafna yfir allt og alla.

Valdahrokinn kemur þeim í koll.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.4.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband