Kominn tími til að stöðva þessa vitleysu.!

 

Jón Bjarnson sjávarútvegsráðherra og vinstri grænn sýndi af sér lítt dulinn aumingjahátt að stöðva ekki veiðar á stórhvelum við Ísland í sumar.

Þetta rugl í Kristjáni Loftssyni er að skaða orðspor Íslands um hinn siðmenntaða heim og allir hlægja við vitleysunni. Þeir sem ekki hlægja grípa til aðgerða sem við munum aldrei ráða við.

Það er ekkert upp úr því að hafa að veiða langreyði við Ísland og berjast síðan blóðugri baráttu við að selja kjötið sem Japanir einir vilja kannski éta.

Svona mun þetta ganga og það er ekkert upp úr því fengið að berja sér á brjóst með þjóðernisfánann dreginn að húni... við verðum einfaldlega beygð í duftið af alþjóðasamfélaginu og töpum tugum eða hundruðum milljóna á bröltinu.


mbl.is „Þetta eru hryðjuverkamenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Já Jón Ingi...... þú ert greinilega sama sinnis og ríkisstjórnin að stoppa allt sem hugsanlega getur gengið

Stefán Stefánsson, 2.4.2010 kl. 16:17

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Hinar syndandi, heilögu kýr hins siðmenntaða heims. Beygjum okkur endilega fyrir þessu. Danir eru hættir að þora að hafa svínakjöt og nautakjöt í skólamötuneytum. Múslimar vilja ekki svín vegna trúarákvæða. Hindúar vilja ekki nautakjöt líka vegna trúarákvða, en "hinn siðmenntaði heimur". Hann bara vill ekki að hvalir séu drepnir, punktur, engin trú þar eða hvað, en auðvitað eigum við að beygja okkur undir hvaða vitleysu sem er og ekkert vera að fást um einhver rök. Það gera ekki "þær þjóðir sem við viljum helzt bera okkur saman við". Málið er bara að beygja sig og hlýða! Þeim gekk vel við það í Mið-Evrópu á síðustu öld.

Skúli Víkingsson, 2.4.2010 kl. 16:23

3 Smámynd: Ívar Pálsson

„...og berjast síðan blóðugri baráttu við að selja kjötið sem Japanir einir vilja kannski éta.“ Já, barátta okkar útflytjenda er að ná sem hæsta verði fyrir íslenskar afurðir á bestu erlendu mörkuðum, sem er Japan í þessu tilfelli. En mesti bardaginn er hér heimavið (sbr færslan) og við ESB, sem brennimerkir á válista þessa gæðaafurð sem nóg er af.

Ef þetta besta kjöt í heimi yrði tekið af válistum eins og eðlilegt er, þá er nægur markaður fyrir þetta gæðaprótein

PS: Ég seldi einmitt Japönum rækju af Oddeyrinni forðum. Þeir kunna að meta gæðin!

Ívar Pálsson, 2.4.2010 kl. 16:29

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JB er mesta tuska sem komist hefur í ráðherrastól á íslandi, og það kemur hvalamálinu ekkert við nema að það sannar hverslags mannleysa hann er.. afhverju eykur þessi aumingjastjórn ekki aflaheimilidir við landið og gefur krókaleyfið frjálst .. STRAX !!

Óskar Þorkelsson, 2.4.2010 kl. 16:31

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvernig er HAFNARVERNDIN hjá Hollendingum??? Allavega er það þannig hér á Íslandi sem er í þessu tollabandalagi schengen að það má enginn óviðkomandi koma inná hafnarsvæði þar sem millilandaskip eru...

Ef hafnir ega að uppfylla skilirði um hafnarvernd þarf að vera mannheld girðing umhverfis hafnarsvæðið þannig að enginn komist yfir nema fuglinn fljúgandi. Nú ætti semsagt að kæra hafnaryfirvöld þarna í Hamborg fyrir að standa ekki við reglugerð um hafnarvernd.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 2.4.2010 kl. 16:43

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Stórhveladráp er siðlaust hneyksli. Þar fyrir utan eru þetta flökkudýr sem tilheyra engu ríki og ekkert ríki getur gert tilkall til veiða á samkvæmt einhverjum sögulegum rétti hvað þá hafréttarlegs eðlis. Því fyrr sem við og Japanir áttum okkur á því, þeim mun betra.  Öðrum máli gegnir með hrefnuna, hana eigum við að nýta, svo og selinn sem allt er fullt af.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.4.2010 kl. 16:52

7 identicon

Ekki hef ég neitt á móti að hvalir séu veiddir,en aftur þá má líta á þetta svona.

Þessi bárátta er þúinn að standa í á milli 20-30 ár er ekki kominn tími til að viðurkenna að hún sé töpuð, almenningsálitið er á móti þessu. þetta basl í Kristjáni gerir ekkert nema að eyðileggja þá ímynd sem miklu fleirra fólk hefur verið að reyna að selja það er hreina og ósnorta nátturu.

Ef þið viljið meina að almenningur erlendis sé illa upplýstur, er þá ekki best að Kristján taki að sér að fræða þennan sama almenning um hans hlið á málinu, þar sem mér synist að eini aðilinn sem einhver hagsmuni  hefur af þessum drápum er hann.

Loki (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 16:57

8 Smámynd: Sigurjón

Það á ekki að beygja sig undir almmenningsálit ef það er illa rökstutt og illa fengið og hvað þá ef það er augljóslega rangt.

Sigurjón, 2.4.2010 kl. 19:27

9 identicon

Sigurjón.  Það er alveg rétt hjá þér það á ekki að beygja sig undir rangt almenningálit, en þýðir eitthvað að vera rembast eins og rjúpa við staur og öskra bara með frekju og hroka? Með þessari hegðunn færðu bara meira fólk upp á móti þér.

Er það ekki marg sannað að besta viðskipta aðferðin er að hafa fólkið með sér

Svo hér er mín tilaga, Látið Kristján Loftsson taka það að sér að kynna þessi málefni fyrir almenningi erlendis. Og svo þegar hann er búinn af því þá getur hann veitt hvali og bjargað þjóðarbúinu.

Loki (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband