Fámenn stétt með ofurlaun.

 

"Stjórn BSRB lítur það því mjög alvarlegum augum að stjórnvöld skuli hafa haft uppi hótanir um að grípa inn í kjaradeilu með lagasetningu á löglega boðaðar verkfallsaðgerðir og brjóta þar með á grundvallarréttindum launafólks."

Ég held að sjónarmið stjórnar BSRB njóti lítils hljómgrunns hjá almennum félögum innan BSRB.

Við sem erum á launum himinn og haf neðan við 900 þúsund króna tekjur flugumferðarstjóra á mánuði skilum ekki ályktun stjórnar BSRB.

Kannski verða þeir að gera þetta svona fyrir lúkkið...en flestir skilja vel þau áform að verði að stöðva verkfallsaðgerðir sem muna valda stórkostlegu tjóni fyrir land og þjóð auk þess tjón sem flugfélögin verða fyrir í erfiðu árferði.

Samúð mín er hjá stjórn BSRB að verða að segja þetta... trúlega með blendum huga.


mbl.is Líta hótanir stjórnvalda alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég er almennt á móti því að ríkið beiti sér fyrir lögum sem brjóta á rétti stéttarfélaga til notkunar verkfalls sem þvingunarleið...

Það að flugumferðastjórar hafi 900.000 kr. í tekjur á mánuði kemur málinu bara ekkert við.

Það er verkafallsrétturinn sem er til umræðu. Ef hann er tekinn af með lögum og ekkert er sagt við því, þá kemur ríkið bara með sama útspil þegar aðrir hópar fara í verkfall...

Hitt er svo að það er fáránlegt að flugumferðastjórar fari fram á launahækkun þegar sauðsvartur almúginn þarf að lifa á 1/3 af þessu oft minna.

Kveðja 

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.3.2010 kl. 15:21

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sammála... verkfallsréttur er heilagur...en hann er líka vandmeðfarinn og þegar hann er misnotaður þarf að grípa til einhvers.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.3.2010 kl. 15:45

3 identicon

Ég er í SFR sem er eitt aðildarfélaga innan BSRB. Allir sem voru með 200 þús og yfir fengu enga launahækkun. Mér finnst það ansi einkennilegt að flugumferðarstjórar sem eru hálaunastétt geti heimtað hærri laun á meðan þeir sem rétt skrimta fá enga hækkun. Eða eru bara þeir láglaunuðu sem eiga að sitja eftir og blæða í kreppunni? Hef enga trú lengur á BSRB eða öðrum stéttarfélögum.

Gína (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 16:10

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sjálfur er ég þeirrar skoðunnar að ekki hafi verið til virkt verkalýðsfélag í áratugi.

Sumir vilja meina að verkalýðsfélögin hafi dáið þegar Jakinn fór yfir móðuna miklu.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.3.2010 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband