19.3.2010 | 07:56
Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.
Kemur ekki á óvart. Það þarf meira en fullkomið hrun landsins á kostnað Sjálfstæðisflokksins til að hann komist á eðlilegt Evrópufylgi hægri flokka.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur oftast verið á þessu róli og það hefur gefið honum tækifæri til að eyðileggja fjárhagslega stöðu lands og þjóðar og allir sjá og vita hvernig spillingin og einkavinavæðingin fór fram.
En það breytir ekki því að 40% þjóðarinnar er tilbúin að veita þessum flokki aðstöðu til að taka land og þjóð í ..................
Eins og ég segi... af hverju kemur þetta mér ekki á óvart ?
Veit ekki hvort þetta er almenn heimska eða kannski bara gamla góða Stokkhólmsheilkennið.
Sjálfstæðisflokkurinn með 40,3% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ef það er rétt að fólk eigi að styðja þá flokka sem að kvelja þá hvað mest, þá ættu námsmenn að styðja Samfylkinguna eða VG fyrir að gefa þeim leyfi til þess að svelta næsta sumar. Þeir sem að ekki komast að í háskólum og fá þar af leiðandi ekki námslán í sumar, fá hugsanlega ekki vinnu, þeir fá heldur ekki atvinnuleysisbætur þökk sé ríkisstjórninni. Lánþegar í þessu landi ættu þá líka að styðja stjórnarflokkanna enda er skjaldborgin marglofaða ekki skjaldborg heldur umsátur. Ekki svo mikið sem litla fingri hefur verið lyft til handa heimilum og fyrirtækjum í landinu og þær aðgerðir sem að ríkisstjórin er að boða í tíma og ótíma er í besta falli hægt að kalla sýndarmennsku. Útgerðarmenn, sjómenn og landverkafólk ætti þá líka að styðja ríkisstjórnina fyrir það að ætla að koma á fyrningarleið, leið sem að virt endurskoðunarfyrirtæki segir að muni leggja atvinnugreinina í rúst. Allt launafólk ætti líka að styðja stjórnarflokkanna fyrir það að vera á svo gríðarlega háum ofurlaunum alveg heilum 200 þúsund krónum eða meira og þar af leiðdandi af því að við erum svo á háum launum þá eigum við auðvitað að leggja meira til samfélagsins. Þess ber að geta að atvinnuleysisbætur eru ca. 150 þúsund sem að sjálfsögðu að mati stjórnarflokkanna eru við það að vera ofurlaun. Ef að klárinn leitar þangað sem að hann er kvaldastur þá ættu bæði VG og Samfylking að vera með hreinann meirihluta, hvort um sig sem að er að vísu ekki hægt.
Það eina sem að vinstri menn hafa, hálmstráið sem að þeir halda í er að Sjálfstæðisflokkurinn stóð vaktina þegar að hrunið varð og á að sjálfsögðu sinn þátt í því. Það má alls ekki gera lítið úr þeirri ábyrgð en það kemur ekki í veg fyrir að þessi ríkisstjórn og flokkarnir sem að henni standa beri ábyrgð á því líka. Enn eru vinstri menn að reyna að velta fólki upp úr hruninu, aðdraganda þess og orsakir en vilja alls ekki líta á allt það sem að hefur gerst síðan, allar þær misgáfulegu ákvarðanir sem að þessi ríkisstjórn hefur tekið síðasta árið.
Jóhann Pétur Pétursson, 19.3.2010 kl. 08:34
Jóhann Pétur. Mér datt einmitt það sama í hug þegar ég las fyrirsögnina hjá Jóni Inga ef hún ætti við rök að styðjast þá þyrftu ríkistjórnarflokkarnir engu að kvíða.
Ragnar Gunnlaugsson, 19.3.2010 kl. 09:33
það er vandamálið hjá Vinstriflokkunum Jón að þar á bæ er engin framtíðar sýn. í raun er engin framtíð undir þeim hér á landi því þeim er að takast dæmalaust vel í því að gera landið að atvinnuleysisbæli. ekkert má gera í þessu landi og enginn má vinna nema að vera skattlagður upp í rjáfur.
fólk er farið að sjá að vinstriflokkarnir eru geta ekki stjórnað landinu. þeir og þú eru of uppteknir við að velta upp fortíðinni heldur en að stíga skref til framtíðar.
Fannar frá Rifi, 19.3.2010 kl. 09:37
65% þjóðarinnar treystu Jóhönnu Sigurðardóttur best til þess að leiða þjóðina út úr þeim erfiðleikum sem hún var í. Með reynslunni hefur þjóðin lært að hún hafði rangt fyrir sér og nú nálgast stuðningurinn hraðfara 5% mörkin, sem Þráinn Bertelsson hefur skýrmerkilega útskýrt. Það er ekki hægt að halda sjó, á spunanum einum saman.
Sigurður Þorsteinsson, 19.3.2010 kl. 09:38
Ég set nú stóran fyrirvara við þessa skoðanakönnun.
En góða vísbendingu gefur hún á því að fólk sé farið að sjá í gegnum sýndarmennskuna og spunann. Það er gott.
Carl Jóhann Granz, 19.3.2010 kl. 10:04
Jón minn, þú ert hreint óborganlegur
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.3.2010 kl. 10:19
Þessi kvaldi klár sem þú talar um Jón heitir venjulegi Launþegi. Hann þarf að láta afskrifa skuldir upp á 10 milljónir vegna kreppunnar, atvinnuleysis og myntkörfulána. Samflokksmenn þínir ætla að skattleggja afskriftina hans sem nemur tekjuskatt svo hann eigi örugglega engan séns til að ná sér á strik aftur. Þið eruð flottir í samfylkingunni!
Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 11:08
Það er margt sem bendir til þess að fólk í þessu landi sé búið að fá nóg af aðgerðarleysinu og getuleysi þessarar ríkisstjórnar - þjóðin er búin að hafna " samningasnilld " Steingríms og forystuhæfileikar frú Jóhönnu eru engir -
Óðinn Þórisson, 19.3.2010 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.