Bretum og Hollendingum er slétt sama.

 

Bretum og Hollendingum er nákvæmlega sama þó lánstraust okkar sé horfið og lánafyrirgreiðslur og fjármögnun fáist hvergi...

Það breytir engu fyrir þá þó Ísland engist í eigin heimsku og dómgreindarleysi.

Þeir bara bíða og láta okkur engjast í vantrausti og erfiðleikum meðan efnahagslíf þeirra tekur harðann kipp til hins betra.... tíminn vinnur með þeim.


mbl.is Erfitt að hefja viðræður aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er alrangt hjá þér.

Hollendingum og Bretum er miklu meira í mun en okkur að leysa þessa ICESAVE deilu, við eigum bara að þreyta þá því að pressan verður öll á þeim og okkar sanngirnissjónarmið og lagalegur réttur er alltaf að skýrast betur og betur okkar í vil.

Það  var mjög gott að forsetinn synjaði þessum kolómögulegu og ósanngjörnu ICESAVE lögum og vísaði þeim til þjóðarinnar og í framhaldinu var enn betra að þjóðin afdráttarlaust hafnaði þessum ólögum, fyrir utan fýluliðið sem var samt í skammarlegum minnihluta.

Allar heimsendaspár ykkar ICESAVE liða um að við færum fram af jarðarkringlunni og svo framvegis hafa reynst algjör della.

Frekar að gengið hafi styrkst talsvert og skuldatryggingarálagið er líka á niðurleið.

Meira að seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir allt þetta þá höfum við líka plan B og við munum vel getað ráðið við skuldbindingar Ríkissjóðs, það er annað en úrtölu- og fýluliðið þitt hefur getað talað um.

Þessi Ríkisstjórn er rúinn öllu trausti, ekki síst Samfylkingin sem aftur og aftur hefur sýnt það svo ekki er uma að villast að hún gengur ekki erinda þjóðarinnar. ESB átrúnaðurinn eru þeirra ær og kýr. Þess vegna eru þessi sértrúarsöfnuður ekki stjórntækur til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Opnaðu augun !

Gunnlaugur I., 18.3.2010 kl. 17:38

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það að klára Icesave er alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Björn Valur þingmaður vg hefur staðfest ríkisstjórnin hafi ekki meirihluta meðal stjórnarþingmanna að klára málið - ef ríkisstjórnin getur ekki klárað málið er bara eitt í stöðunni fyrir ríkisstjórnina - þjóðin er búin að fella sinn dóm á vinnubrögð Steingríms -

Óðinn Þórisson, 18.3.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband