18.3.2010 | 10:37
Veit Sigmundur Davíð af þessu ?
"Segir IceCell að aðal ástæða þess að ekki var hægt að standa við uppbygginguna sé sú að nær enginn vill eiga viðskipti við Ísland"
Vonandi fáum við ekki að sjá fleiri svona útskýringar en hætt við að þeim muni fjölga og sannleikurinn...sótsvartur renni upp fyrir þeim sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að rýra álit landsins í heiminum.
Nú er svo komið að Ísland er landið sem ætlar ekki að standa við skuldbindingar sínar í viðskiptaheiminum.... mjög víða.
Það er hrikaleg staða og hætt við að fjármagn til fjárfestinga verði ekki á lausu fyrir okkur til uppbyggingar næstu árin.
IceCell: Nær enginn vill eiga viðskipti við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á einum stað er spurt:
"Það má vel vera að það sé lítill áhugi á því almennt í fjármálaheiminum að lána til Íslands. En að það tengist Icesave með öðrum hætti en þeim að áhugi muni minnka enn frekar ef ríkissjóður verður hlaðinn skuldum er fjarstæða.
Miklu nær væri að líta til þeirra skemmdarverka sem ríkisstjórnin hefur unnið á skattkerfinu að undanförnu. Hækkun og flæking á tekjuskatti einstaklinga, hækkun á tekjuskatti fyrirtækja, hækkun á fjármagnstekjuskatti, hækkun á launaveltuskattinum tryggingagjaldi, hækkun á eldsneytisgjöldum, bifreiðagjöldum og áfengisgjöldum svo eitthvað sem nefnt eykur ekki líkur á að menn vilji leggja fé í íslenskt atvinnulíf."
Geir Ágústsson, 18.3.2010 kl. 10:48
Þetta er því miður bara byrjunin.
Ég sé sæng mína útbreidda í þessu landi, þó líklegast neyðist ég, vegna fjölskylduaðstæðna, að vera hér í hálfri vinnu um sinn a.m.k.
Ísland hefur fjárfest mikið í menntun minni sem ég vona að ég hafi skilað til baka (og hef svo sem ekki ástæðu til að ætla annað), en nú stendur mér til boða vinna annars staðar. Eftir nokkuð langa umhugsun hyggst ég taka hana.
Ég er sannfærður að margir aðrir með langa menntun að baki séu í álíka stöðu. "Þökk sé" þeim, sem kalla okkur sem vilja standa í skilum og bera ábyrgð, LANDRÁÐAMENN.... Hér er því miður allt með öfugum formerkjum.
Kári (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 10:50
Gæti verið að kostnaður upp á 2.493.750.000,- Eða 2,5 miljarða gæti hafa haft eitthvað að segja eða það hlytur að vera mikil áætluð framlegð í 330.000 manna markaði að ætla að ná þeim peningum til baka á ásættanlegum tíma eða eins og segir líka
"Þriðja vandamálið er of lítill markaður og fjórða vandamálið er mikil samkeppni að mati flestra fjárfesta sem skilja ekki vel hvernig íslenski markaðurinn starfar.“
Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.3.2010 kl. 11:14
Geir,
Ég held að þú þurfir nú að ná hausnum úr rassgatinu á þér
Það að íslensk efnahagslífs og viðskiptalíf nýtur ekki trausts erlendis hefur nákvæmlega ekkert að gera með það sem þú telur upp.
Þvert á móti, þarf einmitt að breyta mörgum reglum hér til að vinna upp traust erlendis!!
Garðar Sig. (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 11:22
Að sjálfsögðu vill engin lána þessu landi þar sem auðrónar og glæpakllíkur ráða ríkjum.
MargrétJ (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 11:27
Samkvæmt fréttinni vantar 2.5 milljarða í verkefnið. Það eru á annað þúsund milljarðar sem liggja ónotaðir í íslensku bönkunum. Og það er verið að tala um verkefni á Íslandi. Hvað er vandamálið?
Baldur Már Bragason, 18.3.2010 kl. 11:42
Það má skilja á skrifum Jón Inga og Kára að það, að það standi í Íslendingum að standa skil á skuldum annarra, valdi vantrú á því að Íslendingar vilji standa í skilum. Það getur verið að það séu landráð að ætla að láta íslenzkan almenning standa undir skuldum einkaaðila, en það bætir ekki álit á okkur í augum heimsins ef við tökum að okkur að greiða hinar og þessar skudlir okkur óviðkomandi. Skuldastaða ríkisins er slæm og alls konar aðrar hagstærðir eins og alkunna er, svo að það þarf ekkert að koma á óvart þótt ekki sé hlaupið til að fjárfesta hér í hlutum sem öðru jöfnu byggjast á góðum góðum almennum efnahag.
Skúli Víkingsson, 18.3.2010 kl. 11:47
Ég spyr aftur á móti Jón Ingi: Stýrir Sigmundur Davíð Ríkisstjórn Íslands?
Hve lengi ætlar þessi fyrsta (og vonandi eina) kommúnistastjórn íslands að kenna öðrum um eigð getuleysi við að stjórna landinu? Þau eru búin að gera það í eitt árog ég spyr: Hvenær verður eitthvað gert fyrir almenning?
Alli, 18.3.2010 kl. 12:02
Hvernig væri nú að fréttamenn mbl.is og svo aðrir sem um málið þurfa að tjá sig lesi nú skjalið sem vísað er í í fréttinni. Eftir að hafa lesið ákvörðunina tel ég að þetta fyrirtæki hafi engan vegin verið í stakk búið að standa við skuldbindingar sínar um þetta fjarskiptakerfi. Algjörlega óháð fjármálakreppunni eða ekki því að það átti að vera búið að setja upp fjarskiptakerfi í lok árs 2008, eða um 17 mánuðum eftir að það undirritaði samninginn um kerfið.
Í staðinn fyrir að flytja frétt um það að fyrirtækið hafi ekki getað staðið við skuldbindingar sínar er fyrirtækið gert að fórnarlambi kreppunnar. Það er kjaftæði í mínum huga.
Kristinn (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 12:07
Garðar,
Það að þú sem fjárfestir ert til í að leggja fé í verkefni í landi þar sem verið er að snúa öllu skatt- og stjórnkerfinu á haus fyrirvaralaust og án viðvarana gerir ekki að verkum að aðrir fjárfestar eru jafnhugrakkir.
Það að íslenskt efnahagslífs og viðskiptalíf nýtur ekki trausts erlendis hefur að því er nánast eingöngu með það að gera sem ég tel upp.
Geir Ágústsson, 18.3.2010 kl. 12:18
Ég bara spyr eins og einhver annar. Ef stjórn landsins er ekki í lagi er þá ekki við ríkisstjórnina að sakast og þá þingmenn sem hana styðja frekar en áhrifalausa sjónarandstöðu þó hún rífi smá kjaft eins og stjórnarandstöðu hættir til að gera? Hef reyndar spurt að því áður hér en geri það aftur, hver stjórnar?
Víðir Benediktsson, 18.3.2010 kl. 12:44
Geir,
Á meðan umhverfið var svo frábært, miðað við það sem þú segir, þá komu nánast engir hingað, nema þá álfyrirtæki. Í dag er fjárfestingarumhverfið líklega miklu betra en nokkurn tíma áður að fjárfesta á Íslandi!!!
Þú vilt líklega láta erlenda fjárfesta stjórna íslenskri skattalöggjöf!!(talandi um sjálfstæði), sem er væg miðað við vesturlönd, og þetta er hægt þrátt fyrir algjört efnahagshrun!!!
Þú hefur greinilega ekkert vit á þessu. Hættu að tjá þig um þetta.
Garðar Sig. (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 13:35
Síðan hvenær var Steingrími kennt um það sem ríkisstjórn og stjórnarliðar gerðu eða gerðu ekki þegar hann var í stjórnarandstöðu?
Nú er allt í einu allt Sigmundi Davíð að kenna. Maðurinn hefur engin völd - alls engin!!! Ég skil nú ekki svona orðræðu.
Svo þakka ég guði fyrir að Icesave sé ósamið frekar en að ógeðssamningarnir hefðu farið í gegn. Við spöruðum ansi mikið með því að hafna þeim. Koma tímar koma ráð - það er ekki öll nótt úti enn
Eva Sól (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 14:40
Ég ætla ekkert að tala um pólitísku hliðar þess sem eigandi vísar til. Enda tengist þetta einstaka mál ekkert hruninu né pólitík. Fyrirtækið átti að vera löngu búið að byggja dreifikerfið áður en hrunið kom. Þetta féll vegna þess að það eigandinn og yfirmaðurinn var einhver Svissneskur forritari sem hafði enga reynslu af uppbyggingu símkerfa og vissi ekkert hvað hann var að gera og hafði enga reynslu af farsímamarkaði.
Þannig að þetta er allgert bull í kallinum. Sannleikurinn er að það vil enginn eiga viðskipti við HANN. Fjárfestar mundu glaðir eiga viðskipti og fjárfestingar við íslendinga ef þeir sjá bara einhvern business í því.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.