Lýsa vantrausti á Sigmund Davíð og Bjarna Ben.

 

Meðal annars er í ályktuninni lýst vantrausti á þá þingmenn sem „spila á efnahagserfiðleika þjóðarinnar sér til framdráttar“. Þá segir að ef engin raunhæf úrræði komi fram á næstu vikum stefni í næsta hrun.

Það fer ekki á milli mála hverjir eiga þetta skeyti frá Samiðn. Það væri gott ef fleiri fara að sjá hvað þessir ágætu kumpánar eru að gera þjóðinni með því að setja flokkshagsmuni ofar þjóðarhag.

 


mbl.is Miðstjórn Samiðnar varar við öðru efnahagshruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já Jón það fer ekki á milli mála hverjir eiga þetta skeyti en þú misskilur það samt eins og flest annað.  Auðvitað er átt við stjórnarflokkana og þessa handónýtu ríkisstjórn.  Það er ríkisstjórnin sem á að stjórna og öflug ríkisstjórn á ekki í vandræðum með stjórnarandstöðu.  En fjölfötluð ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir getur ekki einusinni haft stjórn á eigin flokksmönnum. 

Hreinn Sigurðsson, 9.3.2010 kl. 07:44

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skil þig ekki svo oft Jón - því ertu að ráðast á þessa einstaklinga ekki voru þeir til staðar í síðustu ríkisstjórn ? þér er frjálst að djöflast í hinum sem þá voru og bæði tóku þátt og eða sátu hjá og gerðu ekki "rassgat" !

Jón Snæbjörnsson, 9.3.2010 kl. 08:18

3 identicon

Jón, þú hefur verið lengi í propaganda póítík, en veistu muninn á stjórn og stjórnarandstöðu ? annar ræður , hinn ekki, veistu hvor aðilinn ?

veistu hvað aukin skattheimta, og orðin "you aint seen nothing yet" þýðir..a) aukin fjárfesting eða B) minni fjárfesting?

helduru að Svandís Svavarsdótir hafi A) verið hjálpleg  eða B) verið fyrir, þegar erlendir fjárfestar skoði möguleikan á að koma hingað?

ertu sammála sigmundi Erni þingmanninum þinum að Jóhanna eigi að skila umboðinu, ef þjóðin kýs gegn stjórninni í Icesave?

og manstu orð Þórunnar Sveinbjarnardóttur " það eru engir biðleikir í stöðunni, annað hvort fer ríkisstjórnin frá eða forsetinn" ?

siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 08:45

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei Hreinn. Jón er ekki að misskilja neitt. Þessari sneið er eins greinilega beint að Bjarna Ben og Sigmundi Davíð og kostur er án þess að nefna nöfn. Fyrir þeim vakir það eitt að komast til valda og hika þeir ekki við að vinna gegn þjóðarhag til að ná því markmiði sínu. Það er þó mun greinilegra hjá lýðskrumaranum Sigmundi Davíð en Bjarna.

Ríkisstjórnin er að reyna eins og hún getur að koma efnahag landsins aftur í gant en Bjarni og Sigmundur gera ekkert annað en að þvælast fyrir í þeim efnum. Þeir hafa ekki komið fram með neinar raunhæfar lausnir en það vellur út úr þeim bullið um leiðir, sem hljóma vel en geta ekki gengið upp.

Hvaða aðra leið vilja menn fara til að eyða halla á rekstri ríkissjóðs en að hækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum. Það hljómar vel þegar menn segja að það eigi að lækka skatta og koma efnahagslífinu þannig í gang en gallinn við þá leið er sá að við það eykst ríksistjórnarhallinn enn meira og þá er hætt við að lánstraust ríkissjóðs fari endanlega þannig að ekki sé með nokkru móti hægt að fjármagna ríkissjóðshallan. Staðreyndin er nefnilega sú að þó eitthvað geti atvinnuleysið minnkað við það að lækka skatta og auka framkvæmdir þá munu tekjur ríkissjóðs af því aldrei getað náð kostnaðinum við það.

Ef lánstraust ríkissjóðs fer þannig að engin vilji lána ríkissjóði fyrir fjárlagahallanum þá getur komið til greiðslufalls ríkissjóðs með hræðilegum afleiðingum. Þá neyðist ríkissjóður til að skera niður og hækka skatta þannig að ríkissjóðshallanum sé eytt í einum áfanga. Slíkt myndi þá aftur leiða til hruns með fjöldauppsögnum án þess að ríkissjóður hafi burði til að hjálpa þeim fjölskyldum, sem færu illa út úr slíku.

Núverandi ríkisstjórn er því að fara einu raunhæfu leiðina til að koma okkur út úr þeim efnahagsþrengingum, sem við nú erum í þó það megi að sjálfsögðu deila um útfærslur í smáatriðum. Það má vel vera að hægt hefði verið að gera betur á ákveðnum sviðum en við skulum hafa það í huga að stjórnarandstaðan og þá sérstaklega Bjarni og Sigmundur hafa ekki beinlínis verið að hjálpa til. Sama má segja um ákveðinn arm VG. Það eru þessir aðilar, sem Samiðn er þarna að vísa til í ummælum sínum.

Hvað varðar ákvarðanir Svandísar þá hefur hún ekki gert neitt annað en að gera kröfum um eðlilega og faglega stjórnsýsku við þau verk, sem hún hefur þurft að kveða úr um. Það er eitt, sem menn verða einmitt að passa vel upp á að gera í kreppu og það er að freistast ekki til að slá af kröfum um umhverfisvernd og faglega stjórnsýslu til troða í gegn framkvæmdum í flýti eða til að koma í gegn framkvæmdum, sem annars hefðu aldrei verið samþykktar af umhverfisverndaraðstæðum ef ekki væri kreppa. Svo skulum við ekki gleyma því að faglegt umhverfismat stöðvar ekki framkvæmdir nema niðurstaða þess verði sú að umhverfisspjöll af framkvæmdinni verði óásættanleg. Það er skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum að kanna slíkt vel og faglega áður en farið er af stað með framkvæmdir. Ef niðurstaðan er hins vegar sú að umhverfisspjöll verði innan þeirra marka, sem við getum sætt okkur við þá stöðvar umhverfismatið ekki framkvæmdir. Þetta er aðeins tæki til að byggja faglega ákvörðun á og er því sjálfsagður hlutur bæði í góðæri og kreppu að framkvæma fyrst faglegt umhverfismat áður en farið er í framkvæmdir.

Kreppur koma og fara en óafturkræf umhverfisspjöll eru til frambúðar. Komandi kynslóðir munu fordæma þá, sem troða slíkum framkvæmdum í gegn þó það sé gert á krepputímum.

Sigurður M Grétarsson, 9.3.2010 kl. 09:54

5 identicon

sigurður , nú þá bara fylgjum við þessum öldruðu hjónum áfram , allt er í besta lagi

í ruglinu eru: stjórnarandstaðan, samiðna SA, ASÍ ofl. vertu bara blindur áfram Sigurður og haltu áfram að hita kalt hagkerfi með að frysta það

siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 11:45

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Siguróli. Það er alveg þekkt í hagfræði að með því að auka halla ríkissjóðs er hægt að minnka atvinnuleysi og hita þannig hagkerfið. Slíkt eykur hins vegar skuldir ríkissjóðs og því tekur það langan tíma að vinna ríkissjóð út úr skuldunum og hefur það því þannig "kælandi" áhrif á hagkerfið í framtíðinni.

Það fer því eftir skuldastöðu ríkissjóðs hversu langt er skynsamlegt að fara þessa leið. Þegar svo við það bætist að skuldsetning ríkissjóðs er orðin þannig að lánstraust er komið nánast niður í núll þá er þessi leið einfaldlega ekki fær. Hversu erfitt átt þú með að skilja það að ef ekki er sett upp trúverður áætlun um að eyða hallarekstri ríkissjóðs þannig að hægt sé að hefja það ferli að greiða skuldirnar niður þá mun engin vera tilbúin til að lána ríkissjóði fé til að fjármagna hallareksturinn.

Það er ekki hægt að reka ríkissjóð með halla ef ekki stendur til boða lánsfé til að fjármagna hann. Sú leið, sem Sigmundur Davíð og Bjarni Ben tala um að fara er því einfaldlega ekki fær.

Ríkisstjórnin er því að fara þá einu leið, sem möguleg er eins og staðan er í dag. Bjarni Ben og Sigmundur Davíð eru hins vegar að afvegaleiða þjóðina með bulli um aðrar leiðir enda það auðvelt þegar hægt er að vísa í það almenna hagfræðilögmál að skynsamlegt sé að reka ríkissjóð með halla í kreppu. Það gera sér ekki allir grein fyrir því að til þess að hægt sé að fara þá þeið þarf ríkissjóður að hafa lánstraust, sem er einfaldlega ekki tilfellið með ríkissjóð Íslands án trúverðugrar áætlunar um að eyða ríkissjóðshallanum á skömmum tíma vegna gífurlegrar skuldsetningar ríkissjóðs.

Sigurður M Grétarsson, 9.3.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband