Stjórnarandstaðan misreiknaði viðbrögðin.

 

Stöðnun á Íslandi er staðreynd. Það stafar að mestu leiti á skorti á lánsfé og áhugaleysi erlendra fjárfesta að mæta til landsins með fjármagn.

Spár sem sumir hafa sett fram að ef Ísland felldi Icesave samninga gerði okkur lífið enn erfiðara en áður. Það virðist nú vera að ganga eftir og nú kveður við enn harðari tón frá vinum okkar á Norðurlöndum.

Verdens gang kallar þjóðaratkvæðagreiðsluna skrumskælingu á lýðræðinu og samkvæmt því sem heyra má frá þeim, Svíum og Finnum verður ekki um neina aðstoð og fjárframlög að ræða frá þeim fyrr en Icesave er frágengið.

Sú barnalega trú stjórnarandstöðunnar að lífið yrði okkur miklu auðveldara ef við sýndum þjóðunum í tvo heimanna... og allir myndu þá snúast á sveif með okkur ef við værum svo töff reyndist tálsýn.

En það virðist sem sú trú sé að snúast upp í fullkomna andhverfu sína og nú kveður við miklu harðari tón í okkar garð en fyrir þjóðaratkvæði.

Þetta sýnir okkur svart á hvítu á hvaða villigötum Indefence, Framsóknarflokkurinn og fleiri voru í barnalegri trú sinni á eigið ágæti.


mbl.is Stöðnun blasir hvarvetna við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er nú bara eitthvað ekki í lagi hjá þér. Þér getur varla verið sjálfrátt.

Hefurðu verki með þessu, kansi ráð að kíkja til læknis.

Kv. með óskum um góðan bata.

Landfari, 8.3.2010 kl. 18:56

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru margir góðir geðlæknar í landi voru ennþá kæri Jón.

Sigurður Haraldsson, 8.3.2010 kl. 19:35

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Stöðnunin er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem ekki ræður við hlutverk sitt en ekki stjórnarandstöðunnar.

Hreinn Sigurðsson, 8.3.2010 kl. 20:12

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ææ..rétt hjá ykkur.. kannski er það bara mér að kenna að fjárfestar vilja ekki setja fjármagn til Íslands og kannski er það mér að kenna að erlendar vinaþjóðir drulla yfir okkur í fjölmiðlum í dag...

En strákar mínir það bara lagast ekkert þó ég fari til læknis...

Jón Ingi Cæsarsson, 8.3.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Neitunin á 1000 milljarða skuldapakkanum í erlendum gjaldeyri mun, þegar fram líður, hafa bætt áhrif á lánshæfi Íslands. Þegar oki Breta og Hollendinga hefur verið ýtt frá (á svipaðan hátt og oki Breta var ýtt frá á tímum þorskastríðanna), og heimnum verður ljóst að Íslendingar ætla ekki að bjarga regluverki ESB frá hugmyndafræðilegu gjaldþroti, þá rennur þetta upp fyrir umheiminum.

Svo má varla gleyma því að ef íslensk stjórnvöld geta ekki fengið lán, þá geta þau ekki skuldsett komandi kynslóðir á bólakaf með hallarekstri og viðhaldi á ofþöndu opinberu kerfi á Íslandi.

Þeir sem halda að það sé hægt að skuldsetja hagkerfi út í uppsveiflu hafa misskilið sögu hagkerfa heimsins mjög rækilega.

Geir Ágústsson, 8.3.2010 kl. 21:50

6 Smámynd: Jóhannes Þór Skúlason

Það er hreinlega ekki rétt setning í þessum ranti hjá þér Jón.

1. "nú kveður við enn harðari tón frá vinum okkar á Norðurlöndum." - Ekki rétt. Yfirlýsingar sænskra og norskra ráðherra eru bara nákvæmlega þær sömu, nánast orðrétt, og þær hafa verið frá því fyrir jól. Ekkert hefur breyst, enda var ekki von á því, hvorki til hins betra né verra.

 2. "Verdens gang kallar þjóðaratkvæðagreiðsluna skrumskælingu á lýðræðinu" - Er það skrýtið, þegar formaður þíns eigin flokks,sjálfur forsætisráðherra hefur tönnlast á því alla síðustu viku að atkvæðagreiðslan sé marklaus?  Þarna sérðu svart á hvítu hverju sá málflutningur hefur skilað. Það er ekki InDefence, stjórnarandstöðunni eða öðrum að kenna, heldur försætisráðherra, fjármálaráðherra og öðrum sem hafa keppst við að koma nákvæmlega þessum málflutningi í erlenda fjölmiðla. Til hamingju með þitt fólk Jón, Í Verdens gang sérðu hve vel þeim tókst upp. Og ekki vantaði hjálpina frá þér, t.d. hérna: http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/1026207/. Ekki kenna öðru fólki um þín eigin afglöp.

3. "og nú kveður við miklu harðari tón í okkar garð en fyrir þjóðaratkvæði." - Rangt. Bæði Bretar og Hollendingar vilja halda áfram að semja og bæði Darling og hollenski fjármálaráðherrann hafa verið jákvæðir eftir laugardag. Hvernig væri að leggja niður flokksgleraugun einu sinni og horfa á málið út frá staðreyndum, ekki út frá fyrirfram ákveðinni skoðun? 

Jóhannes Þór Skúlason, 8.3.2010 kl. 22:49

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þegar Samfó var utan ríkisstjórnar fannstu ríkisstjórninni allt til foráttu, nú er Samfó í stjórn og ætti þar af leiðandi að hafa stjórn á hlutunum en þá er eins og stjórnarandstaðan stjórni ef marka má orð þín og þá spyr maður sig. Hver stjórnar, stjórnin eða stjórnarandstaðan? Stjórn sem getur ekki stjórnað getur varla kallast stjórn. Því meira sem þú agnúast út í stjórnarandstöðuna, því meira frat ertu að gefa í stjórnina. Stjórnarandstaða getur ekki fengið betra komment en stjórnarliðar séu verulega óánægðir með hana, það staðfestir veikleika stjórnarinnar. En svona eftir á að hyggja þá var það ekki stjórnarandstaðan sem felldi Icesave heldur 90% kjósenda en ef þeir tilheyra allir stjórnarandstöðinni myndi ég í stjórnarinnar sporum athuga minn gang.

Víðir Benediktsson, 8.3.2010 kl. 22:59

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það hættulegasta af öllu er að skipta Íslendingum upp í stjórn og stjórnar-andstöðu á þessum svikulu tímum! Ef umræðan á að snúast um það áfram, geta allir tekið pokann sinn og farið burt úr þessum steinkubbald sem kallað er Alþingishús Íslands.

Það var væntanlega reist af þrælum þessa lands? Sjáið þið steinana í byggingunni! Kvennréttinda-konur á alþingi ættu kansku að prófa að lyfta svona stein, áður en þær setjast þarna inn til að verja "kvenréttindi-mannréttindi-barnaréttindi-landsréttindi"?

Barnaskapurinn sem fram fer í þessu húsi er alla vega ekki heilbrigt hugsandi fólki boðlegt lengur. Því miður er líklega ekki pláss í leikskólunum ennþá fyrir flokks-mútuþega, en þegar atvinnuleysið eykst verður pláss fyrir þá sem einungis hugsa um flokka-svindl-stefnu!

Það þarf vissulega að verja konur gegn ofbeldi og launa-vinnu-mismunun, innan eðlilegra velsæmis-marka (sama vinna: sömu laun), en að setja alla krafta í að verja flokka-svika-toppa er ekki boðlegt nokkurri manneskju.

Allar konur í erviðis-vinnu karla, og allir karlar heim að vaska upp og skipta um bleyjur! Atvinnulausir þrælar þessa lands borga svo laun þessa fólks, og afskriftir lána hjá eigendum þrælanna sem rífast um smá-atriði í þessu ó-þarfa alþingis-húsi?

Eigum við að ræða óháð réttlæti alþingis eitthvað nánar á þessum "svokallaða" kven-réttinda-degi?

Mannréttindi nær yfir bæði kven og karl-réttindi, og síðast en ekki síst barns-réttindi! Flokks-réttindindi eru ekki inni í mannréttindapakkanum, því miður fyriir svikula-pólitíkusa, sem stela öllu steini léttara frá saklausum almúganum.

Hver talar máli svikinna barna á Íslandi? Banaverndar-apparatið sem aldrei þarf að  taka afleiðingum ó-verndaðra barna á barna-verndar-stofnunum þessa lands, sama hversu alvarleg brotin eru? Hefur einhver barnaverndar-starfs-maður þurft að fara í fangelsi út af misnotkun á börnum og svik við þau, (barna-mannsal)??? Nei, þetta snýst allt um að vernda stjórnmála-svika-flokka???

Fóru sumar alþingis og ríkisstjórnar-frúrnar eitthvað framúr mannréttindum með sinni "flokks"-kvenréttinda-baráttu? (Lesið t.d. um Þuríði formann og berið hana saman við forsetis-ráðherra)! Hvað hefði Þuríður gert í stöðunni?

Það verður að gæta hagsmuna Íslendinga allra, en ekki svika-stjórnar-toppa þessa lands? Eða hvað finnst þessu liði sem ekki getur upplýst nokkurn mann um hvað gerist í þessu Frímúrara-spillingar-bæli síðustu áratugina?

OKKUR VANTAR MANNÚÐLEGT, ÍSLENSKT, SAMFÉLAG OG EKKI SEINNA VÆNNA AÐ SKILJA ÞAÐ!!!

Annars verður bráðlega full þörf á mjög færum geðlæknum og alríkis-lögreglu fyrir alla Íslendinga, óháð einhverjum kolrugluðum svika-flokks-stefnum! Það ættu allir að athuga fyrr en seinna!

Annars er ég sammála því að Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. eru ekki sendir til okkar sem englar af himnum ofan, því vængirnir eru svartir og spilltir og yfir-englar þeirra kanski frekar kenndir við víti en góðu himintunglin.

Nú er þolinmæði Íslensku alþýðunnar á þrotum og gott fyrir alla flokks-sértrúar-söfnuði að fatta það, og ekki seinna en strax!!!

Sameinuð stöndum við og sundruð FÖLLUM VIÐ ÖLL, óháð pólitískum klíkuflokkum! Það virðist ætla að taka alla þessa gáfuðu Íslendinga nokkra áratugi í viðbót að fatta það?

Hvers vegna?

Hver er að blekkja heiðarlega Íslendinga?

Hvers vegna frestast rannsóknar-skýrslan?

Hver hefur vald til að fresta henni?

Og hverjum er verið að bjarga með frestuninni?

Er skrýtið að almenningur í lýðræðis-ríki spyrji??? Við eigum rétt á að vita hvers vegna hún frestast!!! Forsetisráðherra hefur vald til að upplýsa okkur! Hvers vegna beitir hún því valdi ekki?

M.b.kv. ein ó-flokksbundin!

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2010 kl. 23:01

9 identicon

Það á að bíða eftir að sökin fyrnist.
Þessvegna hefur rannsóknarskýrslan ekki verið birt.

Þessir vitleysingar og gapandi ruglhæns í Alþingiskofanum við Austurvöll ættu að sjá sóma sinn i að breyta lögunum um fyrningu til þess að hægt sé að koma lögum yfir þessa glæpamenn.
Vandamálið er að þeir eiga sjálfir aðild að glæpnum og reyna að komast undan réttvísinni.

Jónsi (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 00:17

10 Smámynd: Landfari

Jón Ingi, það er því miður bara þannig að Icesave er bara nýasta afsökunin fyrir Samfylkinguna að gera ekki neitt. Ekki af því að hún vilji það ekki heldur er bara komið í ljós að hún getur það ekki.

Fyrst var ekkert hægt að gera af því að hún var í stjórn með sjálfstæðismönnum sem ekkert gátu aða vildu.

Svo var ekkert hægt að gera af því að Davíð var enn í Seðlabankanum og réði of miklu þar (stýrivöxtunum)

Svo var ekkert hægt að gera af því það var ekki búið að ganga frá umsókninni í Evrópusambandið.

Nú er ekkert hægt að gera af því að ekki er búið að ganga frá Icesave.

Það þarf ekki að ganga frá  Icesave til að leysa vanda heimilanna.

Það þarf ekki að ganga frá  Icesave til að lækka stýrivexti.

Það þarf ekki að ganga frá  Icesave til að auka framleiðslu og útflutning hér t.d. með auknum aflaheimildum sem nota bene yrðu seldar.

Það þarf ekki að ganga frá  Icesave til að stórfyrirrtæki rati ekki hendurnar á sömu mönnum og settu þau í þrot.

Það þarf ekki að ganga frá  Icesave til að velja fólk í opinberar og hálf opinberar stjórnunarstöður sem ekki er á kafi í kúlulánum.

Það þarf ekki að ganga frá  Icesave til að fá hér forsætisráðherra með bein í nefinu sem getur stjórnað.

Það þarf ekki að ganga frá  Icesave til að fá hér fjármálaráðherra sem stendur við kosningaloforð.

Það þarf ekki að ganga frá  Icesave til að fá hér ráðherra sem virða lýðræði.

Landfari, 10.3.2010 kl. 20:08

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Landfari frábært innlegg hjá Jóni

Sigurður Haraldsson, 10.3.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband