Fúsk á RÚV ?

 

Getur það verði að búið hafi verið að fræða fréttamenn RÚV á að frétt væri röng og þar af leiðandi beðir að birta hana ekki... maður spyr sig.

Ef það er rétt er það frekar óþægileg tilfinning að fúsk af því tagi geti átt sér stað á fréttastofu sem þekkt er fyrir vönduð vinnubrögð.

Er kannski búið að reka of marga þarna og gæðin á niðurleið... eða þykjast þeir hafa eitthvað í höndunum sem réttlætir fréttaflutning sem er sagður rangur og skaðlegur..

Páll skuldar okkur svör því við megum ekki við tjóni eða skaða í þessu máli... á þessu stigi.


mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Ertu ekki að grínast með þessar þvæluathugasemd?  Ef þetta væri í hina áttina, þá værir þú núna með pípandi munnræpu um einræði og misbeitingu á valdstjórn.  Í guðanna bænum farðu nú að toga höfuðið úr eigin....þú ættir að vera farinn að vita það.

Guðmundur Björn, 12.2.2010 kl. 08:26

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þarf kanski að herða regluverkið í kringum fréttafólk ? eða viljum við ekki hafa allt upp á borðinu Jón Ingi

Jón Snæbjörnsson, 12.2.2010 kl. 08:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

"fréttastofu sem þekkt er fyrir vönduð vinnubrögð"

Það var langt síðan.

Geir Ágústsson, 12.2.2010 kl. 08:49

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Guðmundur minn... þetta eru spurningar... langar þig ekki í svör við því hver og hvað ??

Ef fréttamaður fær vitneskju um að frétt sé röng fyrirfram... á hann þá að birta hana Jón ?? viltu að fréttamenn bulli einhverja vitleysu..

Þess vegna spyr ég... getur það verið að búið hafi verið að fræða fréttamenn um að fréttin væri röng ??

Merkilegt hvað sumir lesa ekki..eða skilja ekki blogg

Jón Ingi Cæsarsson, 12.2.2010 kl. 10:04

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

VG stýrir fréttadeild RÚV. Margir hafa furðað sig á fréttaflutningi RúV undanfarna mánuði og tengt það við óstjórn hjá Páli og tilraun til að kaupa sér velvilja hjá "eigandanum" Ékki var ég trúaður á slíkar samsæriskenningar fyrr en ég labbaði fram á útsendingarbíl RÚV fyrir ofan Fríkirkjuna í Reykjavík, síðastliðinn laugardag. Þetta var kl.16:00. Síðar þetta kvöld var svo bein útsending í fréttatímanum frá samkomusal Fríkirkjunnar þar sem Stefán Pálsson, sá mislukkaði formaður kjörstjórnar VG, las upp fyrstu tölur úr prófkjöri vegna vals á fulltrúum VG við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það skal tekið fram að kosningin fór fram í Kvennaskólanum og svo í hinum og þessum eldhúsum eins og frægt er orðið. Enginn annar flokkur hefur notið viðlíka fyrirgreiðslu og þessi uppákoma VG og RÚV. Útkall á bíl og mannskap á frídegi hlýtur að kosta mikla peninga og tilefnið var lítið. Hverjum varðaði um fyrstu tölur úr einhverju forvali???? Sett í samhengi er ekki annað hægt en stimpla þetta sem misnotkun og það rýrir traust okkar á miðlinum og VG

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.2.2010 kl. 14:34

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta eru fullkomnlega eðlilegar spurningar hjá þér Jón Ingi.

Áróðursmeistarar íhalds görguðu strax ritskoðun, þegar fréttist að Steingrímur bað RUV að birta ekki fréttina um Icesave kröfur Íslendinga.

Það sem slæmt var við birtingu fréttarinar er ekki bara að hún er ónákvæm ef ekki beinlínis röng, heldur skaðar hún hagsmuni okkar.

Jón Halldór Guðmundsson, 13.2.2010 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband