10.2.2010 | 16:22
Hin klofna tunga Sjálfstæðisflokksins.
Í drögum að lánasamningum vegna Icesave-málsins við Hollendinga og Breta frá því í desember 2008 var gert ráð fyrir föstum 6,7% vöxtum upp á 6,7% og 10 ára lánstíma með 3 ára afborgunarleysi á höfuðstól en ekki vöxtum.
Þetta var niðurstaða sem fengin var í viðræðum undir stjórn Baldurs Guðlaugssonar sérlegs trúnaðarmanns Sjálfstæðisflokksins.
Þessar viðræður fóru fram þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var við völd... Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra og Árni Matthiessen fjármálaráðherra. Baldur var sérlegur trúnaðarmaður Sjálfstæðisflokksins og áhrifamaður úr innsta hring. Hann hefur því örugglega unnið í fullu umboði og með samþykki Geirs Haarde forsætisráðherra á þeim tíma.
Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið þann pól að láta sem engin fortíð hafi verið í þessu máli og hefur ráðist á þá sem sátu í þeirri samninganefnd sem kláraði málið og landaði miklu skárri niðurstöðu en þeirri sem Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að skrifa uppá.
Ef þetta er ekki hin klofna tunga Sjálfstæðisflokksins... hentipólitík og populismi...er ekki neitt slíkt til
Málflutningur flokksins og sérstaklega formanns hans er nú hlálegur og sýnir með ótvíræðum hætti að Bjarni var fyrst og fremst að tala út frá flokkshagsmunum Sjálfstæðisflokksins en ekki þjóðarhagsmuna þegar hann fór offari í allir þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um Icesave.
Gert ráð fyrir 6,7% vöxtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta sýnir bara það sem vitað var, nuverandi stjórn er í alla staði ömurleg og henni ekki hægt að treysta fyrir nokkrum hlut, og að ríkistjórn sjáfstæðisflokks og samfylkingar var enn verri.
enginn stjórnmálamaður á skylið traust og ég tala sennilega fyrir hönd margra íslendinga þegar ég segi að stjórnmálamenn sukka feitt, allir sem einn...
joi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 16:39
Eins og ég hef oft bent á er fjórflokkurinn tímaskekkja á íslandi eftir hrunið vegna þess að þessir flokkar sem eru nú á alþingi eru allir meira og minna innvinglaðir í spillinguna og þjófnaðinn getuleysi þeirra til að leysa málin fyrir hin almenna borgara er enginn vegna hagsmuna tengsla við stórþjófana. Við verðum að fá ó spillta utanþingsstjórn.
Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 16:46
joi minn...ef allt er svona ömulegt hvernig væri þá að koma með tillögur til úrbóta í stað þess að gráta og kvarta Þetta á lika við þig Sigurður.. ekkert gagn í stórum orðum... ef ekkert gerist og þú bara nauðar í bloggheimum.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2010 kl. 17:08
Þú getur líka rétt ímyndað þér lætin innan sjálfstæðisflokksins ef þingmenn hans hefðu reynt að fá slíkan samning samþykktan hér.
Málið með Icesave er einfalt. Þetta er ekki flokkspólitískt mál. Þjóðin er gegn þessu.
Carl Jóhann Granz, 10.2.2010 kl. 17:13
Nei, þetta sýnir bara hversu erfitt er að treysta þessum &$("()#%/$# stjórnmálamönnum. Þetta djöfulsins loforðafyllerí fyrir kosningar sem breytast í ekkert nema fyrirlitningu á kjósendum sem komu þeim til valda, og eiginhagsmunapot. Fari allir stjórnmálamenn til helvítis!
Eiríkur (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 17:18
Tek undir þetta. Fjórflokkarnir eru tímaskekkja. Þeir eiga ekkert erindi á Íslandi lengur. Þ.e.a.s ekki ef nýtt Ísland á að byggjast. Þeir eru allir búnir að sanna það með sínum hræðilegu ákvörðunum að þeir eru óhæfir og tengdir hagsmunaaðilum.
Sjálfæsæðismenn eru verstir af þeim glæpakóngum öllum. Taki þeir við aftur þá er Ísland orðið álíka trúverðugt og Morgunblaðið með Davíð Oddsson í fararbroddi.
Ísland mun ekki ná sér á strik fyrr en þjóðstjórn kosinn af fólkinu tekur við.
Már (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 17:41
"Þú getur líka rétt ímyndað þér lætin innan sjálfstæðisflokksins ef þingmenn hans hefðu reynt að fá slíkan samning samþykktan hér"
Onei. Engin læti orðið. Sjallar hefðu samþykkt þetta umsvifalaust. Hafa nú samþykkt annað eins og þetta í gegnum tíðina.
En þessi kafli málsins skýrir sumt.
Að vísu, að vísu sko mátti alveg lesa þetta milli línanna úr gögnum er má finna á island.is. - svo umrætt kemur mér ekki svo á óvart.
Þau gögn hinsvegar lesa óskaplega fáir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2010 kl. 17:52
Má skilja þessa færslu þannig að hinn stjórnarflokkurinn (Samfylkingin) hafi ekkert vitað um hvað "sérlegur trúnaðarmaður" Sjálfsstæðisflokksins var að að semja fyrir hönd þjóðarinnar? Er það ekki vítavert gáleysi?
Víðir Benediktsson, 10.2.2010 kl. 18:18
Þetta er samt frekar hlægilegur spuni af hálfu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar.
Að halda það að þjóðin sé eitthvað sáttari við samningin af því að Sjálfstæðisflokkurinn kom að gerð hans í upphafi.
Carl Jóhann Granz, 10.2.2010 kl. 18:40
jón, eg er ekki stjórnýslu menntaður en havða barn sem er sér að þegar hagsmunamat stjórnmálamanna er "ég, vinir mínir, flokkurinn, ríkið, almenningur" þá er auðvelt að sjá að þetta kerfi þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar, ensog dæmin hafa sýnt.
þess vegna vil ég að landið verði gert að einu kjördæmi og einstaklingar kosnir og það verði refsívert að kjósa á alþíngi á móti sinni sanfærinnu, einsog ögmudur gerði um þjóðaratkvæi 30 des sl. svo á að banna stjórmáasamtök með lögum eða að minnsta kosti gera þau að vettfangi skoðana skipta en samtökin sjálf hafaekkert með þingmenn að gera.
forsetisráðherra kosinn í sér kostningu, helst ekki samhliða þingkosningum, og sá sem vinnur velur sér fólk í ríkisstjórn og þeir sem hann velur meiga ekki hafa sæti á alþingi.
að sjáfsögðu hef ég ekki lausnir sem ekki er hægt að gagrýna, en eitt er víst. ísland er fyrir íslendina og stjórnun þess ætti að enduspegla það.
joi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.