5.2.2010 | 07:32
Af hverju sagði Davíð þjóðinni ekki frá ?
Nú virðist ljóst að Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri vissi af grafalvarlegri stöðu bankanna á Íslandi þegar um mitt ár 2008.
Að vísu kom síðar í ljós að sá vandi var miklu fyrr á ferð en það þannig að seðlabankastjóri virðist hafa sofið svefni hinna réttlátu langt fram á árið 2008 eins og allir aðrir. Merkilegt í ljósi þess að allir þræðir bankastarfssemi á Íslandi liggja um Seðlabankann.
En spurningin er ... af hverju þagði Davíð Oddsson og sagði ekkert... nema ef til vill í tveggja manna tali í bakherbergjum...?
Það leiðir rannsóknarskýrslan örugglega í ljós og það verður fróðlegt að skoða þann þátt þegar þar að kemur
Lýsti miklum áhyggjum af stöðu bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri þér ekki nær að spyrja af hverju enginn Samfylkingarráðherra sagði þjóðinni frá því hvernig komið var. Þau vissu greinilega af því en gerðu ekki neitt. Greinilegt er að Samfylkingin og þá sérstaklega Björgvin G. Sigurðsson, yfirmaður bankamála á þessum tíma, eru stærstu sökudólgarnir.
Svo ekki sé nú talað um Fjármálaeftirlitið, með Jón Sigurðsson, fyrrum fjármálaráðherra Alþýðuflokksins, sem stjórnarformann !!
Sigurður Sigurðsson, 5.2.2010 kl. 08:21
eflaust vissi hann mikið Jón Ingi en það var ekki hans að koma fram á völl með þessháttar yfirlýsingar um hugsanlegt fall "sýndar" fjármálakerfis bankakrakkanna, gleymdu samt ekki að hann ræddi þetta við þáveraandi ríkkisstjórn eða hluta hennar - held að hér sé ekki hægt að kenna Davíðu um heldur þeim td sem kusu sér ráðherrasæti þáverandi ríkisstjórnar eins og td Björgvin G. Sigurðsson og aðrir.
Hættu svo þessari Davíðs dírkun ;)
Jón Snæbjörnsson, 5.2.2010 kl. 08:29
Þetta innlegg þitt er það vitlaust, að hér er klárlega komin skýringin á veru þinni í Samfylkingunni! Á seðlabankastjóri að koma í fjölmiðla og segja að hann telji að bankarnir séu að fara á hausinn? Þú gerir þér grein fyrir hvað hefði gerst?
Þar fyrir utan, eins og kommentið hér fyrir ofan segir... þá var samfylkingarfólk í lykilstöðum í íslenskum ríkisfjármálum.
Ófeigur (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 08:33
Eins og sjá má..er Davíðs-hirðin í því að kenna öðrum um... sbr comment
Jón Ingi Cæsarsson, 5.2.2010 kl. 09:12
Öll kommentin þrjú hér á undan byggjast á því að seðlabankastjórar eigi ekki að gera neitt nema tala. Seðlabankinn átti hins vegar að bregðast við strax og hann sá að það stefndi í þennan mikla vanda, það er lögbundið hlutverk hans. Sjá t.d. viðbrögð seðlabankans í Líbanon. En ekkert var gert hér og stóra spurningin er: Hvers vegna?
Matthías
Ár & síð, 5.2.2010 kl. 09:16
Ágæta hirð... ( náhirð ) bíðum bara eftir rannsóknarskýrslunni og bíðið með Davíðsvörnina.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.2.2010 kl. 09:17
Johnny boj
Jón Snæbjörnsson, 5.2.2010 kl. 09:18
Sæll Jón Ingi.
Það var ekki hlutverk seðlabankastjóra að upplýsa þjóðina um stöðu einkarekinna banka, frekar en rekstur annarra einkafyrirtækja.
Ráðherra bankamála á þessum tíma var Björgvin G Sigurðsson hans hlutverk var klárlega að upplýsa almenning um stöðu mála. kveðja Hreinn
Hreinn Sigurðsson, 5.2.2010 kl. 09:20
Jón Ingi: Enn og einu sinni....þú verður að fara taka höfuðið úr eigin rassgati! Þú bara getur ekki sætt þig við staðreyndir...eins og samfófólk almennt.
Guðmundur Björn, 5.2.2010 kl. 09:22
Spurt er: afhverju Davíð sagði ekki fleirum frá stöðu mála?
Svarið er einfaldlega að sem Seðlabankastjóri má hann það ekki. Peningakerfið sem við búum við byggir nefninlega á blekkingu, og um leið og sú blekking er afhjúpuð hrynur kerfið um sjálft sig eins og við þekkjum núorðið. Tilgangur Seðlabanka er að varðveita og viðhalda þessari blekkingu, þess vegna má Seðlabankastjóri alls ekki upplýsa um viðkvæmari hliðar hennar opinberlega.
Ef við ætlumst til að þetta breytist einhverntíma þá megum við aldrei gleyma þessari staðreynd og verðum linnulaust að leitast við að uppfræða þá sem við þekkjum, blekkingin virkar nefninlega ekki þegar allir sjá að keisarinn er nakinn. Fólk getur hinsvegar því miður verið fljótt að gleyma og hugsar sjaldan undir yfirborðið, þessvegna verður kreppa að jafnaði einu sinni á mannsævi.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2010 kl. 10:17
Davið sem seðlabankastjóri segir að hann hafi byrjað að aðvara í febrúar við stöðunni.
Seðlabankinn breytir reglunum þann 25. mars 2008. Sem afnemur bindiskyldu á erlendu útíbúum banka en frétt Seðlabankans er segir m.a. “…ætla að breytingin létti talsvert á bindiskyldu þeirra banka sem starfrækja útibú erlendis”. Skrýtið að þetta sé gert ef Davíð vissi í hvað bankarnir stefna í.
Í sömu frétt er opnað fyrir ástarbréfin (að mínu áliti) “Varðandi hæf bréf til tryggingar í viðskiptum við Seðlabankann hefur verið ákveðið að nægilegt sé að sértryggð skuldabréf hafi tiltekið lánshæfismat en fallið frá því skilyrði að útgefandi slíkra bréfa hafi lánshæfismat. Breytingin getur auðveldað smærri fjármálafyrirtækjum að afla sér lausafjár gegn tryggum veðum.”
Samt er Davíð að vara forsætisráðherra og ríkisstjórnina við falli bankanna en gerir ekkert með þau verkfæri sem Seðlabankinn getur notað til að verja sína stöðu sína heldur þvert á móti veikir Seðlabankann.
Tengill í frétt Seðlabankans: http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1691
Jóhann Jónsson, 5.2.2010 kl. 10:50
http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/mogginn-hvittvaer-vonlausa-sedlabankastjora
Jón Ragnarsson, 5.2.2010 kl. 11:06
Það væri hreinlegast að afnema Seðlabanka Íslands og gefa útgáfu peninga frjálsa á Íslandi.
Þetta er nákvæmlega sama "frétt" og er sögð í Bandaríkjunum, þar sem fráfarandi seðlabankastjóri (Greenspan) segir, eftir á, að hann hafi séð hrunið fyrir. (Davíð má þó eiga það að geta skjalfest þann spádóm sinn, þótt fundargerðir séu ríkisstjórnarinnar en ekki hans að birta.)
Geir Ágústsson, 5.2.2010 kl. 11:12
Voru seðlabankastjórarnir ekki þrír? Af hverju er þá verið að veitast að einum þeirra en skilja hina útundan?
Heill Davíð.
Jóhannes (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 13:50
Jú seðlabankastórarnir voru þrír en bara einn talsmaður - væntanlega hefur rannsóknarnefndin talað við þá alla. Það verður einhverntíman skrifaður þriller um þessa gæja.
Gísli Ingvarsson, 5.2.2010 kl. 15:15
Spurningin er, hvar var bankamálaráðherrann á þessum tíma og hvað var hann að gera? Það má sjálfssagt dreifa athyglinni með því að tala illa um Davíð, eða hvað?
Víðir Benediktsson, 5.2.2010 kl. 19:09
Eruð þið að tala um blessaðan bankamálaráðherrann sem var haldið utan allra frétta af ástandinu? Sérhagsmunasjallarnir kepptust við að sniðganga blessaðan bankamálaráðherran sem er einna helst sekur um þullaskap.
Páll Geir Bjarnason, 6.2.2010 kl. 02:46
Sjallarnir voru við völd af því að þeir fengu flest atkvæði þjóðarinnar og hinir flokkarnir kepptust við að komast undir sængina hjá þeim í stað þess að standa saman og mynda vinstri-jafnaðarstjórn, þar sem allir eru jafnir fyrir utan suma sem eru jafnari en aðrir, svo vitnað sé í eina ágæta sögu.
Sem betur fer er tíðin önnur, við erum laus við einkavinavæðingu sjallana, í staðinn er komin t.d. "tímabundin verkefni" sem þarf ekki samkv. lögum að fara í útboð né að vera auglýst. Það er líklega ekki sama hvort það kallast kúkur eða skítur, eða hvað?
Heill Davíð
Jóhannes (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.