Kjánalegir og dómgreindarsnauðir þingmenn.

 

Að hlusta á umræður á þingi í morgun varðandi þetta mál er sorglegt. Annað tveggja eru þingmenn eins og kjánar og ræða ferð forsætisráðherra eins og þarna sé á ferðinni eitthvað stórkostlegt og það sækir að manni bjánahrollur.

En málflutningur Vigdísar Hauksdóttur framsóknarmanns eru af öðrum toga. Þau ummæli sem þar eru viðhöfð eru þingmanninum til skammar og lítilsvirðing við Alþingi.

Það væri ráð formaður Framsóknarflokksins siðaði til sína þingmenn og geri þeim grein fyrir hvað er siðlegt og við hæfi á Alþingi Íslendinga... en kannski er hann ekki rétti maðurinn í það.


mbl.is Jóhanna ræddi við Barroso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Er ekki kominn tími á að skipta um "leiðtoga" í þinni brú áður en þú hleypur um og gagnrýnir alla aðra.

Hún ætlar sér ekki einu sinni að fara í viðtöl sem óskað er eftir. Hugsaðu þér skömmina. Reynir ekki einu sinni að koma málstaði Íslands á framfæri erlendis eins og flestir aðrir eru búnir að vera að reyna að gera.

Carl Jóhann Granz, 4.2.2010 kl. 13:13

2 Smámynd: Axel Guðmundsson

Auðvitað á að grípa hvert tækifæri til að koma málstað okkar á framfæri.

Axel Guðmundsson, 4.2.2010 kl. 13:48

3 Smámynd: Halla Rut

Ekki farið eina ferð til að tala máli Íslands (sem betur fer) en fer þetta leggur hún á sig enda er ESB aðal málið hjá henni og hennar fólki. Ekkert annað skiptir máli. Það sannast endalega núna.

Halla Rut , 4.2.2010 kl. 16:32

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt að takmarki:

Að grafa undan ríkisstjórninni og komast aftur til valda. Hver eru markmiðin: fyrst og fremst að stoppa rannsóknina á hruninu, setja Icesave málið á kuldann og þá kunna útrásarvíkingarnir að læðast úr rottuholunum með hundruði milljarðana sína sem þeir eru tilbúnir að borga „aðeins“ fyrir sig með því að greiða ríkullega í kosningasjóði spillingaraflanna.

Kastljósviðtalið við BB staðfestir þetta. Formaður Sjálfstæðisflokksins er á bólakafi í varhugaverðum fjárglæfrum. Hann telur sig vera í fullum rétti að standa í braski með viðskiptafélögum sínum og ættingjum.

Siðfræðin í Sjálfstæðisflokknum gengur aðeins út á að auðga sig sem mest á sem skemmstum tíma, - hvernig, hvar og hvenær skiptir þá engu máli.

Stjórnarandstaðan er ákaflega fátæk málefnalega.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.2.2010 kl. 18:45

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er liðinn - það staðfesti Kastljósviðtalið -

Svo fellum við Icesve og ESB- aðild -

gjaldþrota atvinnustefna ríkisstjórnarinnar blasir við öllum - svandis er um það bil að verða óvinsælasti stjórnmálamaður í sögu íslands -

Óðinn Þórisson, 4.2.2010 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband