Vingulsháttur sumra VG þingmanna þjóðhættulegur.

 

Það verður Íslendingum dýrt hafni þeir Icesave-samningnum, að því er Þórólfur Matthíasson prófessor segir í grein í norska blaðinu Aftenposten í dag. Þórólfur segir að stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafi ásamt þremur til fjórum þingmönnum VG og InDefence dregið upp hryllingsmynd með áherslu á heildarskuldbindingarnar.

Ég skil stjórnarandstöðuna. Þeir eru bara ábyrgðarlausir og vinna með hagsmuni flokka sinna að leiðarljósi.

En þingmenn VG sem hafa axlað þá ábyrgð að koma Íslandi úr vandræðum og tjóni hafa valdið ómældum skaða og skapað hér óþolandi óvissuástand til lengri tíma.

Þá skortir pólitískt hugrekki til að horfast í augu við raunveruleikann og hafa stundað fordæmalausa sjálfsblekkingu í marga mánuði. En tjónið er orðið með dyggri aðstoð forseta Íslands og vart fyrirséð hvar þetta endar.


mbl.is Dýrt að hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ byrjar nú ruglið en eina ferðina hjá ykkur í samfylkingunni. Þórólfur er ekki að standa með íslendingum heldur með kröfuhöfum. Þetta er skelfilegur málflutningur.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:12

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þú vilt meina að sjálfsagt sé að sjálfstæðismenn og Framsókn iðki takmarkalausa tækifærispílitík í þessu máli? Er það ekki ábyrgðarlaust?  Það eina sem Samfylkingin getur gert núna er að draga sig út úr ríkisstjórn og leyfa öðrum að leysa málin.  Þá fyrst þagnar hinn hljómþýði söngur um að íslenskir jafnaðarmenn gangi erinda Hollendinga og Breta vegna þess að þeir vilja skoða Evrópusamstarf.

Þetta er að verða óþolandi staða og það er löngu tími kominn til að málsvarar okkar flokks tali hreint út og verji sinn málstað.  Það er ekki hægt að sitja undir þessum ásökunum lengur.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.2.2010 kl. 16:23

3 identicon

Ég held að það sé ljóst að öll þessi bið á að ljúka ICESAVE málinu, er búin að kosta okkur miklu meira en hugsanlegur ávinningur af hugsanlegum betri samningi.

Ég kippi mér ekkert upp við það þó einhverjir miður innrættir íhaldsmenn segi að ég sé með þessum orðum að standa með andstæðingum okkar og kalli mig jafnvel landráðamann.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:33

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þórólfur er bara gjallarhorn Samfylkingarinnar en ekki fræðimaður í þessu tilfelli

Hreinn Sigurðsson, 2.2.2010 kl. 16:44

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hroði frá íslendingi enn einn landráðamaðurinn sem treystir á að ESB bjargi okkur þegar við erum komin í svaðið við megum aldrei gefast upp fyrir þessum aumingjum!

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 00:04

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við Hr. Ólaf Ragnar Grímsson fyrir að hafa vísað málinu til þjóðarinnar þar sem þetta verður klárlega fellt - Ólafur hefur staðið sig mjög vel að verja okkar málstað á erlendri grundu ólikt ríkisstjórnini  - sem betur fer eru ábyrgir þingmenn í stjórnarliðinu eins og Lilja Mósesdóttir

Óðinn Þórisson, 3.2.2010 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband